Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.03.1986, Qupperneq 15

Víkurfréttir - 13.03.1986, Qupperneq 15
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 13. mars 1986 15 Nýi grasvöllurinn í Garði, vígður á sl. ári. Að þessu marki hafði verið stefnt lengi og mikill undirbúningur farið fram. Má í því sambandi nefna að meistaraflokkur hefurfarið í keppnisferðalög erlendis. Fyrst var farið árið 1969 til Færeyja, þeirrar ferðar verður getið í léttum dúr hér á eftir. Með þeirri ferð hófust samskipti við Tvöroyrar boltfélag sem endurguldu þá heimsókn sama ár. Einnig var skipt á gagnkvæmum heimsókn- um árið 1973, en síðan hafa þessi samskipti legið niðri. Árið 1979 var íþróttafélag- ið í Götu í Færeyjum heim- sótt. Árið 1985 var farið í æfingabúðir í Englandi. Er ekki að efa að slíkar ferðir eru uppbyggjandi og styrkja félagsandann. Þá lögðu Víðismenn um stund iðkun á hand- og körfuknattleik, en þær æfingar lögðust niður vegna aðstöðuleysis. Á undanförnum árum hefur Víðir staðið fyrir leikja- og æfinganámskeiðum_ bæði hér í Garði og í Iþrótta- miðstöðinni að Laugar- vatni. Aðstaða batnar til muna Sem fyrr segir var knatt- spyrnuvöllur félagsins á Garðskaga. Hefur sá völlur reynst okkur vel. Árið 1976 verða þáttaskil, en þá er tekinn í notkun malarvöll- urinn við Háteig en þar hafði þá verið skipulagt framtíðarsvæði félagsins. Var nú unnt að lengja æfmgatímabilið. Árið 1983 hóf Gerða- hreppur framkvæmdir við nýjan grasvöll á svæðinu. Var völlurinn tilbúinn til keppni árið 1985 og hafði þeim framkvæmdum þá verið hraðað í ljósi góðs Ólafur Róbertsson, leikmaður Víðis 1985. árangurs Víðis. Lögðu þar margir félagar og stuðn- ingsmenn hönd á plóginn endurgjaldslaust og mörg fyrirtæki og einstaklingar hér í byggðarlaginu lögðu til farartæki til aksturs á þökum, einnig endur- gjaldslaust, og ber að þakka það. Árið 1980 hófu Víðis- menn byggingu félagsheim- ilis og búningsaðstöðu á íþróttasvæðinu. Sökklar voru steyptir 23. sept. sama ár. I dag er húsið svo til full- búið. Það rúmar fundarsal, búningsklefa leikmanna og dómara, eldhús og geymsl- ur. Húsið, sem er tæpir 200 ferm., er unnið að lang- mestu leyti í sjálfboðavinnu af Víðisfélögum. Knattspyrnufélagið hefur haft marga þjálfara sem hafa átt það sammerkt að hafa viljað framgang félagsins sem mestan og sinnt störfum sínum af áhuga. Knattspyrnumenn Víðis Árið 1981 hófst tilnefn- ing knattspyrnumanns Víð- is. Eftirtaldir hafa verið til- nefndir: 1981: Daníel Ein- arsson; 1982: Guðjón Guð- mundsson; 1983: Sigurður Magnússon og Helgi Sigur- björnsson; 1984: Guð- mundur Knútsson; 1985: Olafur Róbertsson. Árið 1982 hófst tilnefn- ing knattspyrnumanns Víð- is í kvennaflokki. Það ár hlaut tilnefningu Auður Finnbogadóttir; 1983: Þóra Björg Magnúsdóttir og 1984: Auður Finnboga- dóttir. Nú eru veittar viður- kenningar í öllum flokkum en of langt mál yrði upp að telja hér. Einnig eru nú veitt verðlaun markakóngs. Árið 1985 hlaut þau Guð- jón Guðmundsson og Einar Ásbjörn Olafsson. Verðlaun markakóngs eru gefin til minningar um lát- inn félaga, Ingimund Guð- mundsson. Allir bikarar hafa verið gefnir félaginu af Sigurði Ingvarssyni og Kristínu Guðmundsdóttur, konu hans. Er það þakkað hér sérstaklega. Það sem hér hefur verið rakið að framan er engan veginn tæmandi varðandi starfsemi félagsins s.l. 50 ár, en ætti þó að gefa fólki góða hugmynd um þetta tímabil. Verður nú vikið að árinu 1986. Félagið hefur þegar tekið þátt í 3 innanhúss- mótum í knattspyrnu. Allir ílokkar í Suðurnesjamót- inu. Þar urðu bæði Á og B lið Víðis í meistaraflokki Suðurnesjameistarar. Einnig sigraði meistara- flokkur í Reykjanesmóti. Þrír bikarar eru því komnir í safn Víðis á þessu nýbyrj- aða ári undir stjórn hins ný- ráðna þjálfara, Kjartans Mássonar. Lofar þetta góðu um framhaldið. Kjartan er boðinn sérstak- lega velkominn til félags- ins. Tilkynnt hefur verið þátttaka allra flokka í Islandsmótinu í ár og er það í fyrsta skipti sem allir flokkar félagsins taka þátt í því. Ráðnir hafa verið þjálf- arar til allra flokka og eru þeir: Mark Duffield fyrir4., 5. og 6. flokk og Kjartan Másson sem þjálfar 2. og 3. flokk, auk meistaraflokks sem fyrr vargetið. Jón Rós- mann Olafsson mun aðstoða við þjálfun yngri flokka og Sigurður Ingv- arsson aðstoðar við þjálfun eldri flokka. í tilefni af 50 ára afmæl- inu hefur nú þegar verið á- kveðið að í sumar verði haldinn Víðisdagur, slegnir hafa verið afmælispening- ar í kopar, barmmerki út- búin og unnið að útgáfu af- mælisrits. Ymsar aðrar hugmyndir eru síðan í deiglunni. Ekki einir í baráttunni Víðismenn hafa ekki staðið einir í baráttunni. Félagið hefur frá fyrstu tíð notið skilnings, dugnaðar og fjárhagslegs velvilja fjölda aðila sem lagst hafa á eitt að gera hag Víðis sem mestan. Fyrir það er hér með þakkað af heilum hug. Eftir 50 ára starfsemi fél- agsins er félagið orðið sam- ofið lífi Garðsins. Þátttaka mikils fjölda í starfi félags- ins skilur eftir hjá hverjum og einum margar ljúfar minningar sem ekki verða frá þeim, félaginu né byggðarlaginu teknar. Að lokum eru allir Víðismenn og stuðningsmenn Víðis hvattir til þess að standa dyggan vörð um framgang félagsins, svo viðgangur þess og Garðsins megi verða sem allra mestur um ókomin ár. (Rœdii þcssaflulti Sigurður Ingv- arsson á afmtrlishðtið Viðis. Grein- in er unnin afnokkrum Viðis-féiög- wn). Víðis-kvartettinn kvaddi á afmxlishátiðinni eftir 17 ára söngferil. F.v.: Sigurður Ingvarsson, Júlíus Baldvinsson, Guðmundur .1. Knútsson, Omar Jóhannsson og Jóhanncs Arason, undirleikari. AÐALFUNDIR deilda Kaupfélags Suðurnesja verða haldnir sem hér segir; 1. deild: (Félagsmenn norðan Aðalgötu í Keflavík), þriðjudaginn 25. mars kl. 20.30 í kaffistofu Samkaupa. 2. deild: (Félagsmenn sunnan Aðalgötu í Keflavík), mánudaginn 24. mars kl. 20.30 í kaffistofu Samkaupa. 3. deild: (Félagsmenn í Njarðvík), mánudaginn 17. mars kl. 20.30 í kaffistofu Samkaupa. 4. deild: (Félagsmenn í Grindavík), þriðjudaginn 18. mars kl. 20.30 í Festi. 5. deild: (Félagsmenn í Sandgerði), föstudaginn 21. mars kl. 20.30 í Slysavarnafélagshúsinu. 6. deild: (Félagsmenn í Garði), laugardaginn 22. mars kl. 13 í Sam- komuhúsinu. 7. deild: (Félagsmenn í Vogum), miðvikudaginn 19. mars kl. 20.30 í Barnaskólanum. Dagskrá fundanna samkv. félagslögum. Félagar! Mætið vel og stundvíslega. KAUPFÉLAG SUÐURNESJA

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.