Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.03.1986, Side 20

Víkurfréttir - 13.03.1986, Side 20
20 Fimmtudagur 13. mars 1986 „Góður stígandi“ - sagði Einvarður Jóhannsson : *" » * * -s m 't . !* í*. -4; .yjg» ■t, i lRH*r * „Ég náði mér vel á strik í leiknum, var þó óheppinn í nokkrum skotum. En þetta var góður sigur og góður endir á góðum vetri. Það hefur verið góður stígandi í leik okkar í vetur. Tvö töp fyrir áramót og aðeins eitt eftir árarnót." Nú leikur þú bæði körfu- bolta, og það í nokkrum flokkum, og svo handbolta. Verður þú ekki að fara að velja á milli? „Jú, ég geri þetta ekki miklu lengur svona. Ég vel á milli næsta haust. Eins og er veit ég ekki hvora grein- ina ég vel. Kannski kasta ég bara upp tening, svona í gríni sagt. Ég á þó frekar von á að handboltinn verði ofan á“ sagði Einvarður Jóhannsson, hinn ungi leikmaður IBK. ,,Spjörum okk- ur í 2. deild“ - sagði Magnús Jóns- son, markvörður ,,Þetta var hörku skemmtilegur leikur og góð stemning sem mynd- aðist. Liðið hefur uppskor- ið árangur erfiðis. Allir hafa æft mjög vel í veturog áhuginn aldrei verið meiri. Við munum spjara okkur í 2. deild, ég er ekki í nokkr- um vafa um það. Hættur? Ég? Sennilega. Er ekki best að hætta á toppnum? Það er samt spennandi að vera áfram. Ailtaf gaman þegar vel gengur", sagði Magnús Jónsson, markvörður IBK, sem átti mjög góðan leik gegn Tý. - pket. VÍKUR-fréttir fm ■f Íl Efsta lið 3. deildar íþróttabandalags Keflavíkur, ásamt liðsstjórum. LANGÞRAÐUR ARANGUR ÍBK Íslandsmeistarar í 3. deild Íslandsmótsins í hand- knattleik eftir sigur gegn Tý 23:20 í úrslitaleik mótsins Langþráður árangur Keflvíkinga í handknattleik varð að veruleika er liðið sigraði Tý frá Vestmannaeyjum í úrslita- leik 3. deildar íslandsmótsins í Keflavík sl. laugardag. Loka- tölur urðu 23-20 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 9-8 fyrir í BK. Glæsilegur árangur hjá ÍBK í vetur. Liðið tapaði aðeins 3 leikjum af 24 og hlaut 42 stig sem sumir segja að sé Islands- met, að mót í flokkaíþróttum hafi aldrei unnist með svo mikl- um stigafjölda. Leikurinn gegn Tý var spennandi þó IBK hafi haft forystuna allan tímann sem mest varð fimm mörk, 15- 10. Keflvíkingar náðu þá frábærum leikkafla í byrj- un seinni hálfleiks, sem gerði útslagið, skoruðu 6 mörk gegn aðeins tveimur. Þar af voru þrjú mörk í röð í hraðaupphlaupum. Freyr var þar fremstur í flokki og fiskaði oft og iðulega bolt- ann af Vestmannaeyingum. Þeir náðu þó að minnka muninn á nýjan leik en aldrei niður fyrir 3 mörk og þannig skildu liðin í leiks- lok, 23-20 Bæði liðin sýndu skemmtileg tilþrif en ÍBK þó öllu meiri. Þeir náðu góðri forystu strax í byrjun sem mest varð 3 mörk um miðjan hálfleikinn, 8-5, mest fyrir frábæran leik Einvarðs Jóhannssonar sem þá hafði skorað4 mörk og átt þátt í fleirum. Ein- varður var mjög ógnandi og Týsarar hertu fljótt gæsluna á honum sem opnaði leiðina fyrir aðra leikmenn IBK. Framtíðar- leikmaður, Einvarður, en hann verður að fara að gera upp hug sinn og velja á milli körfunnar og handboltans. Týsarar voru þó ekki á því að gefa sig og jöfnuðu 9-9. Gísli Jóhanns kom IBK aftur yfir, áður en flautað var til leikhlés, nýkominn inná og hungraður í að spila. Hann sannaði til- verurétt sinn og skoraði síð- an tvö fyrstu mörkin í seinni hálfleik. Hleypti nýju blóði í liðið og kom IBK á bragðið í hinum góða leikkafla í byrjun seinni hálfleiks, sem varð ótvírætt vendipunktur í leiknum eins og áður segij. Bestir í liði ÍBK voru Einvarður, Theodór og Freyr. Einnig varði Magn- ús mjög vel í markinu, alls 14 skot, sem er mjög gott. Aðrir leikmenn stóðu sig einnig vel, Gísli, Jón Kr., Jón Olsen og Elvar, sem að- eins lék í vörn, skipti við Einvarð. Elvar slasaðist snemma í leiknum á fingri og lét sig ekki muna um það og kláraði leikinn. Áhorfendur voru fjöl- margir, ekki verið fleiri á handboltaleik í langa tíð. Vonandi að aðsókn aukist þegar ÍBK fer að leika í 2. deild. Mörk ÍBK: Freyr 6, Ein- varður 5, Theodór 5, Gísli 4, Sigurður Björgvins, Jón Olsen og Elvar eitt hver. Besti leikmaður Týs var leikmaður nr. 10, Sverrir Sverrisson, eldfljótur og skotfastur, þó hann sé ekki hár í loftinu. Hann var markahæstur Týs með 9 mörk. -pket. Fram í kvöld í bikarkeppni Ekki fá Keflvíkingar langa hvíld þó liðið hafi tryggt sér 2. deildar sæti. í kvöld kl. 20 fá þeir 1. deildarlið Fram í heim- sókn í íþróttahús Kefla- víkur og má búast við hörkuleik. Er leikurinn liður í Bikarkeppni HSÍ. pket. 3. flokkur kvenna: íslands- meistarar í innanhúss- knattspyrnu 3. flokkur ÍBK í kvenna- knattspyrnu sigraði í íslands- mótinu í innanhússknatt- spyrnu, sem fram fór í íþrótta- húsinu á Akranesi um sl. helgi. (BK-stelpurnar unnu allasfnaleiki ímótinu. - pket. „Handboltinn á framtíð fyrir sér 1 Keflavík“ - segir Theodór Sigurðsson, þjálfari ÍBK „Það er ekki hægt annað en að vera ánægður. Okkur tókst það sem við ætluðum okkur" sagði Theódór Sigurðsson, þjálfari og leikmaður IBK, en hann tók sem kunnugt er við þjálfun ÍBK-liðsins fyrir þetta tímabil. Var síðast aðstoðarþjálfari FH, þar sem hann er upp alinn. Hefur þjálfað marga yngri flokka félagsins og leikið 150 leiki með m.fl. FH. Við spurðum hann hverju hann þakkaði þennan góða árangur ÍBK í vetur: „Markvissari þjálfun og svo hefur mannskapurinn lagt sig meira fram en áður. Gott dæmi um það er æfmgasóknin, en hún er 95% hjá 17 leikmönnum sem barist hafa um sæti í liðinu í vetur. Liðið er farið að leika nútímalegri hand- bolta með meiri áherslu á hraðaupphlaup. Mórallinn hefur líka verið mjög góður í hópnum. Hvernig líst þér á ÍBK- liðið í 2. deild? „Það er mikill karakter í þessum strákum, þannig að liðið þarf engu að kvíða. Það verður auðvitað erfið- ara en ég á von á því að þeir standi sig. Handboltinn hér í Keflavík á framtíð fyrir sér. Eina sem vantar er meiri aðsókn að leikjum, þó svo hún haft aukist um 300% í vetur. Einnig mættu áhorfendur vera meira lif- andi, taka meiri þátt í leiknum. Það hefur mikið að segja, það þekki ég úr Hafnarfirði" sagði þessi geðþekki þjálfari ÍBK. , „Ég vil að lokum fá að þakka starfsfólki hússins fyrir frábæran starfsanda sem það hefur sýnt okkur. Svona löguðu hef ég ekki kynnst áður“.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.