Morgunblaðið - 04.11.2015, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 2015
David Cameron var andstæð-ingur veru Breta í ESB fram-
an af ferli sínum í stjórnmálum.
Evrópusinnar myndu segja að hann
hefði þroskast. En hann hefur þó
alla tíð verið and-
stæðingur þess að
Bretar taki þátt í
evrunni. Bretar lifa
á því að hafa undan-
þágu frá þeirri
kvöð. Engin ný
ESB-ríki fá hins
vegar lengur slíka
undanþágu né í
rauninni nokkra
undanþágu frá
reglum sambands-
ins. En Cameron
virðist ekki vera í
góðu sinki við flokk
sinn varðandi
áframhaldandi aðild að ESB eins og
Styrmir Gunnarsson bendir á:
Mikill meirihluti félagsmanna íbreska Íhaldsflokknum vill
að Bretland yfirgefi Evrópusam-
bandið ef marka má niðurstöður
skoðanakönnunar á vegum vefsíð-
unnar Conservative Home.
Fréttavefur breska dagblaðsinsDaily Telegraph greinir frá
könnuninni en samkvæmt henni vill
71% flokksmanna yfirgefa sam-
bandið en 24% vera þar áfram.
Fyrirhugað er að fram fariþjóðaratkvæðagreiðsla í Bret-
landi um veru landsins í Evrópu-
sambandinu fyrir árslok 2017.
David Cameron, forsætisráð-herra Breta, hyggst semja um
breytt tengsl við sambandið áður
en þjóðaratkvæðið fer fram en talið
er líklegt að af því verði einhvern
tímann á næsta ári.
Það hefur ekki verið gefið upp.
Gjá á milli flokks
og formanns
STAKSTEINAR
Styrmir
Gunnarsson
David Cameron
Veður víða um heim 3.11., kl. 18.00
Reykjavík 3 skúrir
Bolungarvík 4 skýjað
Akureyri 5 skýjað
Nuuk -7 skafrenningur
Þórshöfn 8 léttskýjað
Ósló 7 alskýjað
Kaupmannahöfn 7 skýjað
Stokkhólmur 7 alskýjað
Helsinki 8 léttskýjað
Lúxemborg 7 þoka
Brussel 15 heiðskírt
Dublin 12 skýjað
Glasgow 7 þoka
London 12 léttskýjað
París 15 alskýjað
Amsterdam 13 heiðskírt
Hamborg 3 þoka
Berlín 8 heiðskírt
Vín 10 léttskýjað
Moskva 7 heiðskírt
Algarve 18 léttskýjað
Madríd 15 skýjað
Barcelona 18 léttskýjað
Mallorca 21 léttskýjað
Róm 17 heiðskírt
Aþena 16 léttskýjað
Winnipeg 3 skúrir
Montreal 8 léttskýjað
New York 17 heiðskírt
Chicago 16 heiðskírt
Orlando 30 léttskýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
4. nóvember Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 9:21 17:03
ÍSAFJÖRÐUR 9:39 16:54
SIGLUFJÖRÐUR 9:23 16:37
DJÚPIVOGUR 8:53 16:29
MIÐBORGARVAKA
Bankastræti 12
Sími 551 4007
skartgripirogur.is
Bankastræti 6
Sími 551 8588
gullbudin.is
20% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM ÚRUM*
*NEMA TISSOT
OPIÐ Í DAG FRÁ 9-21
„Ég hef verið í sambandi við byggingar-
fulltrúann og við ætlum að reyna að finna
aðra staðsetningu,“ segir Sigurður Eiríks-
son, stjórnarformaður Íslensks eldsneytis
ehf., en fyrirtækið sótti um lóð í Vestmanna-
eyjum undir tank fyrir lífdísilolíu, unna úr
repju.
Umhverfis- og skipulagsráð bæjarins tók
umsóknina fyrir á dögunum, tók jákvætt í
erindið en gat ekki orðið við óskum fyrir-
tækisins, sem vill koma fyrir 25 rúmmetra
tanki sem næst höfninni, til að þjónusta fyr-
irtæki í sjávarútvegi og ferðaþjónustu. Ráð-
ið fól starfsmönnum umhverfis- og skipu-
lagssviðs bæjarins að ræða við Sigurð og
skoða hvaða möguleikar væru í boði innan
hafnarsvæðisins.
„Við viljum vera eins nálægt höfninni og
við getum,“ segir Sigurður en ætlunin er
m.a. að selja repjuolíu til fiskiskipa. Fyrir-
tæki hans hefur svipuð áform víðar um land
en er þegar farið að selja repjuolíu úr tönk-
um í Straumsvík, við Búrfell (fyrir Lands-
virkjun) og í Klettagörðum þar sem höfuð-
stöðvar rútufyrirtækisins Gray Line eru.
Tanki var komið fyrir á Sauðárkróki vorið
2014 en Sigurður segir öll tilskilin leyfi ekki
hafa fengist fyrr en í sumar.
Hyggst Íslenskt eldsneyti einnig selja ol-
íuna á Akureyri, Seyðisfirði, Höfn í Horna-
firði og víðar.
Auk þess að framleiða repjuolíu er til-
raunaverkefni í gangi í samstarfi við sænskt
fyrirtæki um ræktun örþörunga til að fram-
leiða þörungaolíu. Sigurður segir meiri
framtíðarmöguleika vera með það hráefni.
Vilja setja upp olíutank í Eyjum
Sigurður
Eiríksson
Fyrirtækið Íslenskt eldsneyti víða með umsóknir um lóðir undir lífdísilolíutanka
Hringrás hf., sem rekur endur-
vinnslustöðvar brotajárns og mót-
töku spilliefna hérlendis, fór þess á
leit við Umhverfisstofnun að fá að
skila inn annars vegar ítarlegri
skýrslu og hins vegar samandreg-
inni skýrslu um magntölur úrgangs
til birtingar á heimasíðu stofnunar-
innar. Stofnunin varð ekki við þeirri
beiðni og eftir aðvörun áminnti
stofnunin fyrirtækið. Áminningin
styttir skrefið yfir í meira íþyngj-
andi aðgerðir eins og dagsektir,
verði skýrslunni ekki skilað eins og
lög kveða á um.
Hringrás kærði ákvörðun stofn-
unarinnar til Úrskurðarnefndar um-
hverfis- og auðlindamála ásamt því
að krefjast frestunar réttaráhrifa af
áminningunni. Úrskurðarnefndin
hafnaði kröfum þeirra.
Skýrslan sem um ræðir á að inni-
halda upplýsingar um tegundir úr-
gangs og magn, uppruna og ráð-
stöfun hverrar tegundar úrgangs og
taldi Hringrás að birting hennar
opinberlega myndi raska viðskipta-
hagsmunum sínum og valda sér
tjóni. Umhverfisstofnun sagðist vera
að framfylgja skyldum sínum gagn-
vart EES-samningum og loftslags-
samningi Sameinuðu þjóðanna.
Skýrsla
valdi tjóni
Skylt að birta
magntölur úrgangs