Morgunblaðið - 04.11.2015, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.11.2015, Blaðsíða 1
M I Ð V I K U D A G U R 4. N Ó V E M B E R 2 0 1 5 Stofnað 1913  259. tölublað  103. árgangur  SJÁLFALA UNG- MENNI, GRIMMD OG GÆSKA LEIKUR AF FÆRNI Á HANG TVEGGJA TURNA HJAL CURVERS OG EINARS DELAGO Á AIRWAVES 38 ÓMSTRÍÐIR SAMAN 41KOPARBORG RAGNHILDAR 10 Morgunblaðið/Eva Björk Skuldsett Höfuðstöðvar RÚV í Efstaleiti.  Magnús Geir Þórðarson útvarps- stjóri segir að brugðist verði við þeirri fullyrðingu þingmannsins Guðlaugs Þórs Þórðarsonar í Morg- unblaðinu í gær að stjórnendur RÚV hafi veitt fjárlaganefnd rangar upp- lýsingar síðastliðið vor. Guðlaugur Þór birti tölvupósta máli sínu til stuðnings en hann er varaformaður fjárlaganefndar. „Við teljum eðlilegt, fyrst þessi staða er komin upp vegna fullyrð- inga þingmannsins, að kallað sé eftir afstöðu fjármálaráðuneytisins sem getur skýrt hver staða málsins er,“ sagði Magnús Geir. Páll Magnússon, fyrrverandi út- varpsstjóri, segir húsnæði RÚV þre- falt stærra en stofnunin þarf. Hann segir ekki hafa tekist að draga úr útgjöldum RÚV. »16 og 18 Útvarpsstjóri boðar athugun vegna full- yrðinga þingmanns Fjármál borgarinnar » Útlit er fyrir 13,4 milljarða halla á A-hluta borgarsjóðs á yfirstandandi ári. » Gjaldskrár eiga að hækka að jafnaði um 4,9% á næsta ári. Skúli Halldórsson sh@mbl.is Viðvarandi halli aðalsjóðs Reykja- víkurborgar bendir til þess að skatt- og þjónustutekjur standi ekki undir rekstri málaflokka borgarinnar til lengri tíma. Þetta kemur fram í greinargerð með frumvarpi til fjár- hagsáætlunar, sem meirihlutinn kynnti á borgarstjórnarfundi í gær. Útkomuspá A-hluta rekstrarins gerir ráð fyrir að launaútgjöld í ár aukist um 8,3% frá síðasta ári sem er talsvert umfram forsendur um vísi- tölu launa. Þar segir að hækkunina megi einkum rekja til þess að á árinu kom til framkvæmda endurskoðun á starfsmati sem náði til 64,8% starfs- manna Reykjavíkurborgar. Í inngangi að greinargerðinni seg- ir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri að launa- og rekstrarkostnaður muni verða dreginn saman á næstu þrem- ur árum. Í samtali við Morgunblaðið segir hann að uppsagnir muni heyra til undantekninga. Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokks, segir áætlun meirihlutans varasama og að staðan á rekstri borgarinnar sé skelfileg. Viðvarandi halli í borginni  Tekjur standi ekki undir rekstri málaflokka til langs tíma  Borgarstjóri segir að launakostnaður verði lækkaður  Oddviti Sjálfstæðisflokks segir aðhald skorta M 13,4 milljarða halli »4 Morgunblaðið/Ómar Álver Heimsmarkaðsverð á áli er nú komið niður í 1.480 dali á tonnið. Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Það stendur nú yfir atkvæða- greiðsla um að boða til ótímabundins allsherjarverkfalls 2. desember,“ segir Ólafur Teitur Guðnason, upp- lýsingafulltrúi Rio Tinto Alcan á Ís- landi, en stjórnendur álversins í Straumsvík hafa ítrekað bent á að komi til verkfalls geti það leitt til lok- unar fyrirtækisins. „Það segir sig sjálft, ef ekki eru starfsmenn í verk- smiðjunni þá er engin álframleiðsla.“ Álverið í Straumsvík, sem og önn- ur álver víða um heim, tekst á við fleiri vandamál og má þar helst nefna hinar miklu sveiflur sem verið hafa í heimsmarkaðsverði á áli. Í byrjun þessa árs var heims- markaðsverð komið yfir 2.100 Bandaríkjadali á tonnið en er nú komið niður í um 1.480 dali. Hafa m.a. vegna þessa alþjóðlegu álfram- leiðendurnir Alcoa, sem á Fjarðaál, og Century Aluminum Company, eigandi Norðuráls, dregið saman seglin vestanhafs. Fjarðaál og Norð- urál segja engar breytingar fyrir- hugaðar hjá þeim. »22 Glíma við lækkandi álverð  Allsherjarverkfall gæti orðið í Straumsvík í næsta mánuði Kátir krakkar frá leikskólanum Rauðuborg í Árbæ voru að leik við Rauðavatn í gær klædd gulum vestum yfir kuldafötin þegar ljósmyndara Morgunblaðsins bar að garði. Þessi drengur var að tína steina og setja í poka fyrir verkefni sem börnin eru að fara að gera í leikskólanum. Góða veðrið nýtt við Rauðavatn Morgunblaðið/Eva Björk Leikskólabörn söfnuðu í poka fyrir verkefni  Hafin er bygg- ing íbúða á Tálknafirði eftir margra ára hlé. Hús var byggt rétt fyrir hrun en þá hafði verið áratuga hlé. Fasteignafélagið 101 Tálknafjörð- ur byggir tvö raðhús með sam- tals fjórum íbúðum. Tvær þær fyrstu verða væntanlega afhentar leigjendum á komandi vori. Skort- ur hefur verið á íbúðarhúsnæði vegna fjölgunar í kjölfar uppbygg- ingar fiskeldis. »17 Fiskeldisbylgjan kallar á íbúðarhús Lax Unnið við slátr- un hjá Fjarðalaxi.  Í innanríkis- ráðuneytinu er unnið að frum- varpi um hler- anir. Ólöf Nordal innanríkis- ráðherra segir að verið sé að mæta þeirri gagnrýni sem fram hefur kom- ið á framkvæmd hlerana á Íslandi. Margsinnis hafa verið gerðar til- raunir til þess að gera úrbætur á framkvæmd hlerana hérlendis. Síð- asta stjórnarfrumvarp þess efnis sofnaði í þinginu 2012. »12 Unnið að frumvarpi um hleranir Ólöf Nordal  Ný rannsókn sem birtist í BMC Public Health- ritinu í gær sýnir að mest er reykt í íslenskum kvik- myndum. Skoð- aðar voru um 840 bíómyndir víðs- vegar að úr heiminum, m.a. Bandaríkjunum og Evrópu, sem gerðar voru á árunum 2004-2009. Kom í ljós að reykingar voru sjáanlegar í 94% íslenskra mynda frá þessu tímabili. Reyk- ingar voru algengari í myndum sem framleiddar voru öðrum lönd- um en í Bandaríkjunum en minnst sást þó af reykingum í hollenskum myndum. Mest reykt í íslensk- um bíómyndum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.