Morgunblaðið - 04.11.2015, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 04.11.2015, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 2015 FRÉTTASKÝRING Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Hart er nú deilt um rúmlega tveggja ára gamlan samning Ríkisútvarpsins og fjarskiptafélagsins Vodafone um dreifingu sjónvarps- og útvarpsefnis. Í skýrslu nefndar um starfsemi og rekstur RÚV undir formennsku Ey- þórs Arnalds er samningurinn gagnrýndur vegna kostnaðar, fjárbindingar og tæknilegrar lausnar sem hann felur í sér. Enn- fremur gagnrýnir nefndin upplýs- ingagjöf vegna samningsins og segir hana hafa verið misvísandi. Vodafone segir í yfirlýsingu að samn- ingurinn hafi verið gerður við félagið eftir útboð á evrópska efnahagssvæð- inu. Tæknin sem notast sé við sé út- breiddasta og mest nýtta sjónvarps- dreifileið á landi í heiminum í dag. Páll Magnússon, fyrrverandi út- varpsstjóri, segir misskilnings gæta í kaflanum um samninginn í skýrsl- unni. Útboðið Vorið 2012 auglýstu Ríkiskaup eft- ir þátttöku áhugasamra aðila í forvali fyrir lokað útboð með samkeppnis- viðræðum, „Broadcast Network Renewal – Digital Television Broad- cast“. Verkið fólst í því að skipta hlið- rænni útsendingu Ríkisútvarpsins út fyrir stafræna útsendingu (e. Digital Video Broadcast (DVB)) og starf- rækja umrætt kerfi. Ástæðan fyrir útboðinu var sú að búið var að lög- festa fjarskiptaáætlun sem skikkaði stofnunina til að loka fyrir hliðræna dreifingu fyrir árslok 2014. Fjögur fyrirtæki uppfylltu þær kröfur sem gerðar voru í forvalinu og var boðin þátttaka í samkeppnisviðræðum. Tveir af fjórum þátttakendum kusu að taka ekki þátt í viðræðunum og skiluðu því ekki tilboði. Tveir voru því eftir, norska fjarskiptafyrirtækið Norkring og Vodafone á Íslandi. Þeg- ar endanleg tilboð voru opnuð snemma árs 2013 var það mat Ríkis- kaupa að tilboð Vodafone væri hag- stæðara og var því gengið að því. Norkring kærði þá niðurstöðu, en kærunefnd útboðsmála hafnaði kær- unni í febrúar sama ár og endanlega með ítarlegri greinargerð í júní 2013. Samningur RÚV og Vodafone var gerður í lok mars 2013. Hann fól í sér að Vodafone mundi annast stafrænar útvarps- og sjónvarpssendingar fyrir RÚV næstu fimmtán árin. Í tilkynn- ingu til Kauphallarinnar kom fram að tekjur Vodafone af samningnum næmu fjórum milljörðum króna á samningstímanum. Gert var ráð fyrir því að rekstur á FM- og lang- bylgjusendingum Ríkisútvarpsins yrði viðvarandi á samningstímanum, en rekstur á hliðrænu sjónvarps- dreifikerfi legðist af í árslok 2014. Fyrir þann tíma mundi Vodafone tryggja að stafrænar útsendingar á tveimur háskerpurásum fyrir Ríkis- útvarpið stæðu 99,8% heimila til boða. „Algerlega galið“ Stuttu eftir að samningurinn var gerður sætti hann harðri gagnrýni í aðsendri grein í Morgunblaðinu. Hélt Arnar Sigurðsson því fram að dreifi- kerfið byggðist „á úreltri radíótækni, „DVB-T2“, á sama tíma og sjónvarps- heimurinn er að færa sig alfarið yfir á internetið sem staðlaða flutnings- leið“. Sagði Arnar að skattgreiðendur væru að fjárfesta fyrir 4 milljarða króna í fortíð sem vitaskuld væri „al- gerlega galið“. Línuleg dreifing ríkjandi Páll Magnússon, þáverandi út- varpsstjóri, svaraði þessum að- finnslum í viðtali við Morgunblaðið og lagði áherslu á að RÚV væri ekki að byggja upp nýtt dreifikerfi, heldur hefði dreifiþjónustan verið boðin út á evrópska efnahagssvæðinu. „Þetta útboð var óháð tækni,“ var haft eftir honum. „Við settum upp ströng skil- yrði um dreifinguna. Hún átti að vera á tveimur háskerpurásum og ná til 99,8% landsmanna og uppfylla mjög ströng tækni- og öryggisskilyrði.“ Um tæknina sagði Páll að hún væri ný af nálinni, tekin í gagnið 2010 og væri nú notuð í Bretlandi, Svíþjóð og Finnlandi, auk þess sem Bandaríkin, Indland og fleiri ríki væru að taka hana upp. „Hún er nú ekki úreltari en það,“ sagði Páll. Staðhæfingin um að sjónvarpsheimurinn væri alfarið að færa sig yfir á netið væri beinlínis röng. „Ég þekki raunar enga al- mannaþjónustusjónvarpsstöð sem lætur dreifingu á internetinu koma í staðinn fyrir línulega dreifingu. Alls staðar er litið á dreifingu á internet- inu sem viðbót,“ sagði hann. Ekki viðbótarkostnaður Vodafone segir í yfirlýsingu eftir að skýrsla nefndar Eyþórs Arnalds var birt, að tæknin sem notast sé við sé „útbreiddasta og mest nýtta sjón- varpsdreifileið á landi í heiminum í dag“, sér í lagi hjá fjölmiðlum í al- mannaeigu enda geri hún ekki kröfu til viðbótarkostnaðar hjá notendum. DVB-T2 staðallinn hafi upphaflega verið útfærður árið 2008. Fyrsta kerf- ið hafi farið í loftið í Bretlandi árið 2010 og fjölgi enn stöðugt þeim lönd- um sem nýti sér þessa tækni. Þá segir í yfirlýsingu Vodafone að útboð RÚV árið 2012 hafi sett skilyrði um 99,8% dreifingu með DVB-tækni og allir þátttakendur útboðsins hafi boðið miðað við þær forsendur. Í skýrslu nefndar Eyþórs Arnalds er fundið að því að misvísandi tilkynn- ingar um samninginn hafi verið send- ar til Kauphallar Íslands frá RÚV annars vegar og Vodafone hins vegar. Í yfirlýsingu Vodafone segir að upp- lýsingagjöf félagsins um umræddan samning hafi verið vönduð og skýr. Vodafone hafi fengið staðfest hjá Kauphöll Íslands að upplýsingagjöf félagsins sé hvorki til skoðunar né rannsóknar þar. Magnús Geir Þórð- arson útvarpsstjóri hefur staðfest að samningur RÚV og Vodafone hafi aukið dreifingarkostnað RÚV. Hann vilji hins vegar ekki taka afstöðu til þess hvort kostnaðurinn sé óeðlilega mikill, enda hafi samningurinn verið gerður fyrir hans tíð í stól útvarps- stjóra. „Til landsins alls“ Deilt hefur verið um það hvort krafan um 99,8% dreifingu efnis RÚV, sem kveðið er á um í samn- ingnum, sé eðlileg. Páll Magnússon sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að við það hefði verið miðað að dreif- ingin í nýja kerfinu væri ekki lakari og helst betri en í hinu gamla. Þannig væri talan fundin. Aldrei hefði komið til greina að draga úr þeirri þjónustu sem við lýði var. Í lögum um stofn- unina segir að Ríkisútvarpið skuli „dreifa efni til alls landsins og næstu miða með a.m.k. tveimur hljóðvarps- dagskrám og einni sjónvarpsdagskrá árið um kring“. Um 80 sveitabæir hafa verið utan þess svæðis sem út- sendingarnar ná til. Samningur til 15 ára Samningur RÚV og Vodafone er til 15 ára og óuppsegjanlegur. Hefur þetta sætt gagnrýni. Í tilkynningu frá Vodafone er bent á að samningurinn feli í sér „skyldur til umtalsverðra fjárfestinga og rekstrarkostnaðar fyrir Vodafone“. Sendastöðum hafi til að mynda verið fjölgað um 70% um land allt á uppbyggingartímabilinu 2013 til 2014. Páll Magnússon bætir við að enginn hefði sýnt útboðinu áhuga ef ekki hefði verið í boði samn- ingur til langs tíma. Það leiði af þeim fjárfestingum sem honum fylgdi að hann hlyti að vera til allnokkurra ára. „Það er margt ágætt í þessari skýrslu um RÚV,“ sagði Páll Magn- ússon við Morgunblaðið í gær, „en kaflinn um Vodafone-samninginn er einn lakasti hluti hennar. Enda sést það af skrá yfir viðmælendur nefnd- arinnar að þar er enginn sem þekk- ingu hefur á tækni og dreifingar- málum.“ Páll sagði að nefndarmenn virtust ekki hafa áttað sig á því að RÚV hefði ekki getað beðið með end- urnýjun dreifikerfisins. „Það var að hruni komið,“ sagði hann. Eins væri það misskilningur hjá nefndinni að ætla að internetdreifing væri einhver valkostur á móti öðrum dreifikerfum. Svo væri ekki. Dreifingin yrði ekki lakari en áður  Samningur RÚV og Vodafone frá 2013 um dreifingu sjónvarps- og útvarpsefnis gagnrýndur  Var gerður eftir útboð á EES-svæðinu  Vodafone segir tæknina hina útbreiddustu í heiminum Morgunblaðið/Eva Björk Deilur Hart er deilt um rekstur og starfsemi Ríkisútvarpsins í kjölfar skýrslu um stofnunina. Páll Magnússon Morgunblaðið/Eggert Nýtt kerfi Slökkt var á hliðrænu dreifikerfi RÚV í febrúar á þessu ári. Sköpunargleði í stað sníkjulífs Siðferðileg vörn Ayns Rands fyrir kapítalismann Ayn Rand er áhrifamikill kvenheimspekingur, og hafa skáldsögur hennar, Kíra Argúnova, Uppsprettan og Undirstaðan, selst í þrjátíu milljónum eintaka um víða veröld. Þær hafa allar komið út á íslensku. Hannes greinir og gagnrýnir siðferðiskenningar Rands um annars vegar hinn skapandi einstakling, afburðamanninn, framkvæmdamanninn, fjárfestinn, kapítalistann, og um hins vegar afætuna, sem hrifsar sjálfsaflafé annarra til sín með valdi. Tekur hann mörg íslensk dæmi. Fundarstjóri: Sjöfn Vilhelmsdóttir forstöðumaður Rannsóknarsetur um nýsköpun og hagvöxt Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála í Háskóla Íslands

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.