Morgunblaðið - 04.11.2015, Blaðsíða 26
26 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 2015
✝ Magnús fædd-ist í Ólafsvík
20. júní 1926. Hann
lést á Landakots-
spítala 23. október
2015.
Foreldrar hans
voru Magnús Krist-
jánsson frá Ólafs-
vík, f. 1875, d.
1963, og Sigþrúður
Katrín Eyjólfs-
dóttir úr Bjarn-
eyjum, f. 1890, d. 1949, sem var
seinni eiginkona Magnúsar.
Fyrri eiginkona hans var Krist-
ín Þórðardóttir, f. 1875, d. 1921.
Magnús var næstyngstur 10
systkina en eftirlifandi er Eyj-
ólfur, f. 1923.
Magnús kvæntist 28. október
1950 Margréti Gunnarsdóttur,
f. 14. október 1930. Foreldrar
hennar voru Gunnar Þorkels-
son, f. 1896, d. 1992, og Guð-
ríður Ásta Guðjónsdóttir, f.
1897, d. 1971.
Magnús og Margrét eign-
uðust synina: 1) Gunnar, f. 1950,
eiginkona Margrét Halldórs-
dóttir, f. 1951. Dætur þeirra
eru: a) Margrét Rós, f. 1976,
eiginmaður Óskar Örn Kjerúlf
Þóroddsson, f. 1975. Dætur
þeirra eru: Karlotta, f. 2002, og
Natalía, f. 2007.
b) Helga Lilja, f. 1981, eig-
Börn með fyrri eiginkonu,
Joanna Poulsen, f. 1947, eru a)
Fjóla Þórdís, f. 1968, eig-
inmaður Jón Þór Einarsson, f.
1965. Börn: Tinna Cleopetra, f.
1989, Dagur Steinn, f. 1997.
Andri Már, f. 1985, faðir Jón
Arnar Ingólfsson, f. 1967. b)
Anja María, f. 1969, eiginmaður
Sigurður Ágúst Björnsson, f.
1967. Börn: Rakel Lilja, f. 2007,
Alexander Freyr, f. 2009. c)
Fríða Margrét, f. 1972, fyrrver-
andi eiginmaður Sigurður
Andri Sigurðsson, f. 1970. Börn
þeirra eru a) Daníel Þór, f.
1990, sambýliskona Ragnheið-
ur Ósk Jónasdóttir, f. 1991.
Sonur: Ísak Elí, f. 2014. b)
Sunna Rós, f. 1994, c) Máney
Katla, f. 2006.
Magnús var alinn upp í
Ólafsvík og fór fyrst á sjóinn 15
ára gamall á bátum þaðan.
Hann fluttist til Reykjavíkur
1946 og var þá á togurum og
bátum til 1961, en var lengst af
stýrimaður á aflaskipinu Helgu
RE 49. Magnús fór í Sjómanna-
skólann 1948 og útskrifaðist
1950. Hann var á síldarleit-
arflugvélinni fyrir norðan frá
1961 til 1964 og eftir það yf-
irverkstjóri hjá BÚR og Granda
til 1996. Hann vann einnig við
netafellingar árum saman. Þau
Magnús og Margrét bjuggu all-
an sinn búskap í Reykjavík,
fyrst á Seljavegi 7 en fluttu í
Gautland 11 árið 1968.
Magnús verður jarðsunginn
frá Fríkirkjunni í Reykjavík í
dag, 4. nóvember 2015, klukkan
13.
inmaður Ari Fen-
ger, f. 1980. Börn
þeirra eru: Vil-
hjálmur Darri, f.
2007, Viktoría, f.
2009, og Alexandra,
f. 2013. c) Elísabet,
f. 1985, sambýlis-
maður Magnús Már
Þorvarðarson, f.
1984. d) Rebekka
Rut, f. 1991, sam-
býliskona Jóhanna
Edwald, f. 1991.
2) Magnús, f. 1954, kvæntur
Söndru Guðmundsdóttur, f.
1963. Dóttir þeirra er Telma
Björk, f. 1999. Börn hans með
fyrri eiginkonu, Önnu Maríu
Jónsdóttur, f. 1962, eru: a)
Magnús Þór, f. 1982, og b) Sig-
rún, f. 1985, sambýlismaður
hennar er Rúnar Óli Hjaltason,
f. 1987. Hálfsystir þeirra sam-
mæðra er Sara Margrét Doug-
herty, f. 1997.
Með Sigurbjörgu Eyrúnu Ein-
arsdóttur, f. 1959, á hann dótt-
urina Kristjönu Björk, f. 1977.
Börn: Haukur Methúsalem, f.
2001, og María Mist, f. 2004,
með Óskari Haukssyni, f. 1973.
Fyrir átti Magnús með Maríu
Jakobínu Friðriksdóttur, f.
1926, d. 2015, soninn Friðrik
Hafþór, f. 1948, kvæntur Sól-
veigu Höskuldsdóttur, f. 1958.
Elsku hjartans ástin mín, ég
man það eins og það hafi gerst í
gær þegar ég fór í bíltúr með
Gerðu og Gunna á vorkvöldi ár-
ið 1948. Við keyrðum niður á
bryggju og þar sá ég þig fyrst,
mér fannst þú svo myndarleg-
ur. Þú varst að gera klárt fyrir
siglingu á Þórólfi og Gunni seg-
ir við þig: „Jæja, Maggi, hér er
ég kominn með konuna þína.“
Og það varð raunin, tveimur ár-
um síðar vorum við gift.
Við erum búin að eiga ynd-
isleg 67 ár saman og minning-
arnar eru ótalmargar og góðar.
Betri eiginmann var ekki hægt
að hugsa sér, þú varst alltaf svo
góður, þolinmóður og yndis-
legur í alla staði. Við vorum
heppin að eignast stóra og góða
fjölskyldu og synir okkar voru
duglegir að gefa okkur barna-
börn, svo komu langafabörnin.
Þú naust þess ákaflega að hafa
börnin í kringum þig og varst
alltaf svo hlýr og góður við þau.
Elsku Maggi minn, takk fyrir
allar yndislegu stundirnar okk-
ar saman.
Vertu sæll, ástin mín, og við
sjáumst fljótlega. Ég elska þig.
Þín að eilífu,
Margrét (Madda).
Mikil gæfa er að eiga gott
samferðafólk í lífinu. Magnús
tengdafaðir minn var svo sann-
arlega einn þeirra. Ég vil þakka
þér, fyrir allar góðu og inni-
haldsríku stundirnar, fyrir
hlýjuna, gleðina, glettnina og
allar góðu móttökurnar á ykkar
kærleiksríka heimili.
Duglegur og ósérhlífinn
varstu og endalaust óspar á
tíma þinn fyrir aðra og ætíð var
allt gert með þinni einstöku já-
kvæðni. Hjartans þakkir fyrir
allar þær óteljandi stundir sem
þú gafst dætrum mínum og
barnabörnum. Magga afa er
sárt saknað, hann var alltaf svo
skemmtilegur og alltaf í góðu
skapi og aldrei sagði hann eitt
einasta illt orð um nokkurn
mann. Allt var sjálfsagt og gert
með kærleika, gleði og vænt-
umþykju. Einnig þakka ég inni-
lega fyrir allar rjúpurnar sem
komu á jólaborðið eftir þínar
óteljandi göngur upp um fjöll
og firnindi, í nánast hvaða veðri
sem var. Góðar minningar, sem
við fjölskyldan munum ávallt
varðveita í hjörtum okkar.
Umhyggju og ástúð þína
okkur veittir hverja stund.
Ætíð gastu öðrum gefið
yl frá þinni hlýju lund.
Gáfur prýddu fagurt hjarta,
gleðin bjó í hreinni sál.
Í orði og verki að vera sannur
var þitt dýpsta hjartans mál.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Að lokum, vögguvísa, eftir
frænda þinn, Jóhann Jónsson,
skáld (1896-1932)
Þey, þey og ró.
Þögn breiðist yfir allt.
Hnigin er sól í sjó.
Sof þú í blíðri ró.
Við höfum vakað nóg.
Værðar þú njóta skalt .
Þey, þey og ró.
Þögn breiðist yfir allt.
Hvíldu í friði. Guð geymi þig
og blessi.
þín tengdadóttir,
Margrét Halldórsdóttir.
Það er síðasta kvöld sumars,
úti er blankalogn og himinn
stjörnubjartur. Allt er hljótt,
engin hreyfing, einna helst eins
og tíminn standi í stað. Maggi
afi hefur kvatt þennan heim.
Við erum sorgmædd og finnum
til af söknuði en erum samt svo
þakklát fyrir að hafa fengið að
vera honum samferða svo lengi.
Maggi afi hafði marga eftir-
sóknarverða mannkosti sem
ættu að vera öðrum til eftir-
breytni, hann sagði aldrei
styggðaryrði um nokkurn
mann, lagði sig fram um að sjá
jákvæðu hliðar hvers máls og
leitaði friðsamlegra lausna á öll-
um málum. Hann fór ekki í
manngreinarálit, það fengu allir
að njóta hans bestu hliða, hann
var góður við alla. Ég held að
ég hafi aldrei kynnst manni
með annað eins skaplyndi og
jafnaðargeð, alltaf stutt í hlátur
og gaman. Glaðværð hans var
smitandi og hafði alltaf jákvæð
áhrif á umhverfi hans og þá
sem voru návistum við hann. Að
auki virtist sem hann hefði
óþrjótandi orku, hann fór í dag-
legar göngur eða sundferðir
(stundum hvort tveggja). Fyrir
hver jól fór hann upp um fjöll
og firnindi að sækja rjúpur fyr-
ir alla fjölskylduna og unni sér
ekki hvíldar fyrr en hann var
viss um að allir hefðu fengið
sitt. Velvild hans og gjafmildi
áttu sér lítil takmörk, hann gaf
af því það var honum eðlislægt,
en ætlaðist aldrei til neins til
baka og var það svo að ef ein-
hver gerði smá viðvik fyrir
hann var hann alltaf svo ein-
læglega þakklátur og jafnvel
undrandi. Maggi afi var góður
maður, góður í gegn og góður
við alla, alltaf. Einlæg og falleg
viðhorf hans til samferða-
manna, vina og fjölskyldu urðu
til þess að mann langaði að
verða betri manneskja, það að
umgangast hann hafði jákvæð,
mannbætandi áhrif.
Ég var sautján ára þegar ég
og yngsti sonurinn Magnús
rugluðum saman reytum en
saman áttum við eftir að eign-
ast tvö börn. Mér var strax vel
tekið af þeim hjónum en Madda
amma varð fljótlega ein mín
besta vinkona og Maggi afi
heilsaði mér eins og gömlum fé-
laga.
Aldrei hallaði á þennan vin-
skap sem þarna myndaðist og
þó svo að leiðir okkar Magn-
úsar skildu hélst vinátta okkar
óhögguð og styrktist ef eitthvað
var. Ég á þeim hjónum mikið að
þakka og tel það hafa verið
mína gæfu að verða hluti af
fjölskyldu þeirra, finna stöðugt
fyrir velvilja þeirra og um-
hyggju og eiga þau að. Börnin
mín áttu alltaf athvarf á heimili
þeirra í Gautlandi og sóttu í að
fara þangað og eyða tíma með
afa og ömmu.
Magnús var sólskinsbarn,
hann naut sólarinnar og ylsins
og birtunnar sem hún gaf.
Hann bjó yfir eiginleikum sól-
arinnar, var hlýr og vermandi.
En nú er sumarið á enda og
vetur konungur genginn í garð.
Við sem vorum svo lánsöm að
vera Magnúsi samferða söknum
hans sárt en erum um leið
þakklát fyrir það veganesti sem
hann skilur eftir sig. Þegar sól
rís hugsum við til Magga afa.
Elsku, hjartans Madda
amma, ég sendi þér mínar inni-
legustu samúðarkveðjur, megi
góður guð styrkja þig og leiða.
Elsku Maggi, Gunni og Hafþór,
ég sendi ykkur og fjölskyldum
ykkar hugheilar samúðarkveðj-
ur, minning um góðan dreng
mun lifa um ókomin ár.
Anna María Jónsdóttir.
Elsku afi minn, þessi glað-
lyndi, góði og yndislegi maður,
hefur nú kvatt þennan heim.
Eftir sitja hlýjar minningar
sem ylja manni um hjartaræt-
ur.
Afi var alltaf svo glaður og
reiðubúinn að gera hvað sem er
fyrir mann. Eitt sinn vorum við
að skoða Gullfoss og Geysi á
vindasömum degi. Við fylgd-
umst af aðdáun með Strokki
fara upp og niður. En í einni
vindhviðunni feyktist af mér
der, sem ég hafði nýlega eign-
ast, það fauk alveg að opinu þar
sem sjóðandi heitt vatnið gaus
upp með reglulegu millibili.
Afi gerði sér lítið fyrir og
stökk yfir girðinguna, sótti það
og færði mér aftur. Augnabliki
síðar gaus upp aftur. Ég man
þetta eins og þetta hafi gerst í
gær en þetta atvik er lýsandi
fyrir afa. Ósérhlífinn og hug-
aður, hætti hann lífi sínu fyrir
mig. Hann var sannkölluð hetja
í mínum augum.
Afi hafði líka alveg einstakt
lundarfar. Ég hef alltaf litið
upp til hans því hann hafði að
geyma svo marga eftirsóknar-
verða mannkosti.
Jákvæðni, seigla, dugnaður,
iðjusemi og ósérhlífni eru afar
lýsandi fyrir þennan stórkost-
lega mann sem nú er lagstur til
hinstu hvíldar.
Þegar ég hugsa til hans sé ég
hann fyrir mér brosandi og
hlæjandi. Honum féll sjaldan
verk úr hendi og gekk ávallt
vasklega til verks. Hann hafði
alltaf eitthvað fyrir stafni, ef
hann var ekki á leið í göngutúr
þá var hann að fara í sund,
fylgjast með boltanum eða
sinna hinum ýmsu húsverkum
nú eða úti á svölum í sólbaði ef
svo viðraði.
Afa leiddist ekki að segja
sögur. Nú á síðari árum hef ég
notið margra stunda með hon-
um þar sem hann rifjaði upp
minningar úr bernsku frá sín-
um æskuslóðum. Ég hafði mikla
ánægju af því að hlusta á frá-
sagnir hans, frá því hvernig
tímarnir hafa breyst og er
þakklát fyrir að hafa fengið
þessa innsýn inn í líf hans sem
er svo ólíkt því sem við eigum
að venjast í dag.
Þegar ég var lítil voru næt-
urgistingar hjá afa og ömmu
ansi tíðar. Í hvert sinn var afi
risinn á fætur með manni fyrir
allar aldir og ristaði „afabrauð“
sem maður gæddi sér á yfir
barnaefninu.
Samband afa og ömmu var
mjög fallegt. Öll samskipti ein-
kenndust af væntumþykju og
umhyggju. Þau voru einstak-
lega samrýmd og samtaka í
öllu.
Þau ferðuðust gjarnan til sól-
ríkra staða enda afi annálað sól-
skinsbarn. Heilsteypt og traust
samband þeirra er góð fyrir-
mynd okkar afkomenda þeirra.
Ég er svo ótrúlega stolt af
afa mínum, hann var alveg ein-
stakur maður. Elsku amma
mín, guð gefi þér styrk til að
takast á við komandi tíma,
missir þinn er mikill en góðar,
hugljúfar og skemmtilegar
minningar eiga eftir ylja þér og
okkur um ókomna tíð.
Sigrún Magnúsdóttir.
Elsku besti afi okkar, það er
erfitt að sætta sig við að
kveðjustundin sé runnin upp.
Þegar allar fallegu og skemmti-
legu minningarnar um þig
flæða fram er þó ekki annað
hægt en að brosa í gegnum tár-
in og við fyllumst þakklæti fyrir
þau forréttindi og heiður að
hafa átt afa eins og þig.
Við systurnar erum svo lán-
samar að hafa fengið að eyða
ómældum tíma með Möddu
ömmu og Magga afa í Gaut-
landinu, þar sem öllum er tekið
opnum örmum og dekrað við
okkur út í eitt með spila-
mennsku og púslum, Cocoa
Puffs, afabrauði með roastbeef,
hákarli og pönnukökum. Göngu-
túrarnir með afa, uppfullir af
sögum og ævintýrum, voru ófá-
ir, en upp úr stendur ævintýrið
um Geiturnar þrjár sem hann
sagði okkur alltaf við sömu
brúna okkur til ómældrar gleði.
Afi var mikill sögumaður og
hafði mjög gaman af því að
segja okkur sögur af sjónum,
frá æsku sinni í Ólafsvík og að
hræða okkur smá með drauga-
sögum.
Amma og afi unnu lengi við
netafellingar og fannst okkur
ótrúlega spennandi að fá að
fara með í verbúðina með nesti,
kaffibrúsa, útvarpið og spila-
stokkinn og vinna úr risastórri
netahrúgunni.
Jákvæðari og þolinmóðari
mann er erfitt að finna og aldr-
ei sagði hann illt orð um nokk-
urn mann. Hann trúði á það
góða í fólki og hjá honum var
ætíð stutt í hláturinn. Hann gaf
sér alltaf tíma fyrir okkur börn-
in, sama hvað bjátaði á, ekkert
verk var of lítið eða ómerkilegt
fyrir afa. Hann var líka mesti
töffari sem við höfum hitt,
sjóari með tattú, alltaf í góðu
formi og auðvitað sterkasti afi í
heimi.
Hann gekk á fjöll, fór á veið-
ar, í sund og göngu daglega og
var manna fyrstur á svalirnar
þegar sólin fór að skína.
Afi var mikill útivistarmaður
og við fórum margar ferðir um
landið með ömmu og afa. Í bíln-
um var mikið sungið og svo
reglulega athugað hvort við
myndum ekki örugglega hvað
þetta fjallið og hinn hóllinn hét.
Afi var alltaf með allar græj-
ur og hann hafði lúmskt gaman
af því að lenda í smá ógöngum í
ferðalögunum, sérstaklega á
veturna, svo hann gæti nú rifið
fram keðjurnar og skófluna og
reddað málunum, enda gat
hann allt.
Útilegur, verslunarmanna-
helgar í Lunansholti, sumarbú-
staðaferðir í Munaðarnesi, fjall-
göngur, berjamó, skíðaferðir og
ótal bíltúrar með tilheyrandi
gleði standa upp úr dásamleg-
um æskuminningum með afa og
ömmu.
Jólin hafa alltaf einkennst af
mikilli samveru með afa og
ömmu og eigum við margar
góðar minningar um að skreyta
krúttlega jólatréð þeirra, hjálpa
afa með jólaseríuna og fara í
messu með afa á aðfangadag.
Það verður tómlegt þessi jólin
án hans.
Elsku besti afi okkar, við
söknum þín svo sárt en vonum
að núna líði þér vel og að þér sé
loksins hlýtt. Takk fyrir allt
sem þú kenndir okkur og gafst
okkur af þinni einskæru góð-
mennsku, jákvæðni, hjartahlýju
og barngæsku.
Eftir situr stórt skarð í
hjörtum okkar en það er stút-
fullt af þakklæti og dásamleg-
um minningum sem munu ylja
okkur til æviloka. Við lofum að
passa ömmu fyrir þig og við vit-
um að þú vakir yfir henni. Takk
fyrir að vera besti afi í heimi.
Þínar afastelpur,
Margrét Rós, Helga Lilja,
Elísabet og Rebekka Rut.
Þann 23. október kvaddi
Magnús okkur í hinsta sinn.
Hann var alveg einstaklega
ljúfur og traustur maður sem
kenndi mér margt og mig lang-
ar að minnast hans með örfáum
orðum.
Ég var svo heppinn að fá að
kynnast Magnúsi og Möddu
fyrir 23 árum þegar ég kynntist
konunni minni, Margréti Rós.
Þau tóku mér með einstakri
góðvild og hlýju eins og þeim er
einum lagið, enda eru allir vel-
komnir inn á heimili þeirra.
Einhvern veginn finnst mér að
ég hafi eignast auka ömmu og
afa eftir að ég kynntist þeim og
er ég að eilífu þakklátur fyrir
það.
Magnús var hörkuduglegur í
öllu sem hann tók sér fyrir
hendur, enda fyrrverandi sjó-
maður sem hafði kynnst ýmsu í
gegnum tíðina. Hann átti ófáar
sögur í pokahorninu og það var
gaman að hlusta á hann tala um
gamla tímann frá því að hann
var á sjónum.
Hann hafði einstakt lag á
börnum og ég sá alltaf hvernig
það lifnaði yfir honum þegar
dætur mínar Karlotta og Na-
talía komu í heimsókn, sem var
ósjaldan.
Mér er minnisstætt eitt
skiptið þegar ég hringdi í Gaut-
landið til að athuga hvort ég
mætti koma með stelpurnar.
Magnús svarar og ég spyr
hvort húsfreyjan sé heima en
þá svarar Magnús að fyrra
bragði: „Þú getur bara komið
með stelpurnar, ég er allavega
heima.“ Svona var Magnús, allt-
af tilbúinn að hjálpa.
Ég minnist allra þeirra ferða
sem við fórum saman á rjúpna-
veiðar, en hann hafði gaman af
því að segja veiðisögur og það
voru forréttindi að fá að ganga
með honum á veiðislóðir þar
sem hann gjörþekkti staðhætti.
Það var bara svo margt
skemmtilegt sem við gerðum
saman, hvort sem það var að
fara í Bónus, sem við gerðum
oft eftir að hann hætti að keyra,
borða saltað hrossakjöt saman,
hreinsa rjúpur, horfa á box og
ég tala nú ekki um fótboltann
sem átti hug hans allan.
Að koma í hlýjuna í Gaut-
landinu var alltaf gott og er
enn, og eitt er víst að eftir
þannig heimsókn kemur maður
út sem betri maður.
Takk, elsku Magnús, fyrir að
reynast mér og fjölskyldu minni
alltaf vel. Við munum minnast
hlátursins, gleðinnar, góð-
mennskunnar og hlýjunnar sem
þú gafst öllum sem þiggja vildu.
Þín verður sárt saknað.
Hvíldu í friði, elsku vinur.
Óskar Örn Kjerúlf
Þóroddsson.
Magnús
Magnússon
HINSTA KVEÐJA
Elsku besti Maggi afi
okkar,
Þú varst alltaf svo
skemmtilegur og góður við
okkur. Takk fyrir allar
góðu stundirnar og alla
molana. Við munum aldrei
gleyma þér.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum)
Guð geymi þig,
Þín langafabörn,
Karlotta, Natalía,
Vilhjálmur Darri,
Viktoría og Alexandra.