Morgunblaðið - 04.11.2015, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 04.11.2015, Blaðsíða 24
24 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 2015 Holskeflurnar koma æðandi með ýfða kambana kasta sorginni miskunnarlaust að fólkinu sem æpir í angistinni illskufullir skuggar bæla sig í leynum bíðandi nætur til þess að laumast í líkhjallinn. (HK) Hellissandur var á öldum áður mikil verstöð með fjölda árabáta. Voru þeir víða að, enda skammróið á fiskislóð. Engar voru bryggjurnar, en tvær helstu lendingarnar voru Brekknalending og Keflavíkurvör, báðar undir húsveggjunum. Fólkið horfði því á drukknanir ástvina þegar sjóslysin urðu. Björgunartæki voru engin, allir ósyndir og enginn kunni að lífga. Sagnir voru til um að menn hefðu verið lagðir til í líkhjallinum, en fundist frammi við dyr að morgni. Eitt þessara stóru slysa varð í Keflavíkurvör um 1820. Fórst þá ára- bátur með allri áhöfn. Líkin náðust öll, en eitt þeirra var svo talið hverfa úr hjallinum. Líkið sem hvarf var af unglings- manni, Kristjáni Jónssyni. Faðir var Árnason og var lengst af formaður á Gufuskálum. Hann bjargaði þrívegis sjómönnum úr háska og hlaut fyrir það laun frá konungi. Bróðir Krist- jáns varð líka formað- ur. Hann fórst, ásamt áhöfn sinni, í Gufu- skálavör 28. febrúar 1815. Flutti fjölskyldan þá að Vaðstakksheiði og þar átti Kristján heima þegar hann drukknaði. Þetta haust voru í búðsetu á Sandi tveir ískyggilegir náungar. Þeir voru Hallur nokk- ur, síðar nefndur Drauga- eða Galdra- Hallur, og hinn var Athanasíus, sonur Hnausa-Bjarna. Voru þeir lagsmenn. Hallur leitaði mjög liðsinnis félaga síns við að hefna fyrir hryggbrot sem hann beið í kvonbænum á Skriðu- nesenni á Ströndum. Þar hafði Hallur verið húskarl, en rokið þaðan með heitingum vestur á Sand. Þegar svo umrætt slys varð fóru þeir kumpánar í líkhjallinn um nóttina og vöktu Kristján upp. Sagt var að Hallur hefði goldið 20 spesíur fyrir hjálpina. Hófust þá aðsóknir að Elísabetu á Enni, þeirri sem meinuð var Halli. Tókst um sinn að verja hana, en 27. desember 1821 dó hún skyndilega. Herjaði nú Móri á Ströndum og var sagður ættarfylgja. Hluti fjölskyldu Elísabetar flutti að Sólheimum í Lax- árdal. Flutti Móri þá með og hét þar Sólheimamóri og gerði svo óskunda á báðum stöðum. Á Sólheimum urðu vinnumenn skyndidauðir og reiðhestar, hver af öðrum. Einnig gripir á öðrum bæjum á undan komu Sólheimabænda, á Hornsstöðum tveir eldishestar sam- tímis. Ná skriflegar sagnir fram á 20. öld. Á þá að setja hér punktinn? Ég held ekki og tel raunar að margur hafi sögu að segja. Móðir mín var í 5. ættlið Trölla- tunguættar. Hún hlaut í vöggugjöf glaðværð og orðheppni ættarinnar og nafn hennar var þaðan fengið. Og sennilega fylgdi fleira. Hún gat varla nokkra skepnu átt á sínu nafni, var með eindæmum óheppin. Eignaðist hún til dæmis fjóra reiðhesta um sína daga. Tveir þeirra duttu niður dauðir, annar á túninu en hinn á húsi. Ekkert var um þetta talað. Svo kom að mér. Skömmu áður en ég flutti úr föðurhúsum varð ég nótt eina fyrir harðri aðsókn. Einhver spennti hnúa milli rifja mér og sagði að fylgst væri með mér. Vaknaði ég á fjórum fótum á gólfinu við stigagatið, steytandi hnefann. Kemur svo hér yngsta sagan. Í mörg ár var ég tómstundabóndi. Hafði ég kindurnar hér rétt innan við bæinn. Þar lágu þær við opið og lifðu sældarlífi. Dag einn, veturinn 2003, fór ég sem alltaf til að gefa. Þá var flautað úr bíl við vegkantinn. Ég sneri við og hitti þar nafna minn og frænda í sama ættlið. Hafði hann skotist óvænt frá Borgarnesi með vörur út á Sand. Töl- uðum við saman smástund áður en hann hélt áfram og ég til kindanna. Lá þá ein þeirra afvelta á barðinu við húsin. Hún var komin að dauða og varð ekki bjargað. Þetta var móbíl- dótt uppáhaldsær sem hét Galdra- kinn. Líklega hefur einhver verið á ferðinni á undan frænda. Ég hef velt þessu öllu fyrir mér, fram og aftur. Eru þetta allt tilvilj- anir og vitleysa? Á ég að ómerkja for- feðurna, hafna lífsreynslu þeirra og dæma þá taugaveiklaða kjána? Ég hef komist að niðurstöðu. Þessi örlagasaga er orðin nógu löng. Nú ætla ég að hætta að bölva og steyta hnefann. Ég lýsi friði yfir minningu sjómannsins unga sem illmenni vörn- uðu grafarró fyrir nær tvö hundruð árum. Heimildir: Strandamanna saga Gísla Kon- ráðssonar, Mannlíf og mórar í Dölum eftir Magnús Gestsson, sem vitnar í handrit sr. Friðriks Eggerts og æviskrár sr. Jóns Guðnasonar. Örlagasaga Kristjáns Jónsson- ar sjómanns frá Gufuskálum Eftir Helga Kristjánsson »Eitt þessara stóru slysa varð í Kefla- víkurvör um 1820. Fórst þá árabátur með allri áhöfn. Helgi Kristjánsson Höfundur býr í Ólafsvík. Sá sem hannaði blómabeðið fyrir Reykjavíkurborg við Miklubraut við Mörk- ina á hrós skilið. Þar myndar skrautkál sex blaða rós sem skartar sínu feg- ursta um þessar mundir. Á sumrin hefur borgarmerkið prýtt staðinn, en í sumar virtist það aldrei ná sér almennilega á strik. Mun betur hefur tekist til með skrautkálið og er merkið sannkölluð bæjarprýði þar sem það blasir við þeim sem aka Vesturlandsveg/Miklubraut í vestur. Vel gert! Vegfarandi. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Blómstrandi borg Frostrós Þetta fallega blómabeð blasir t.d. við þeim sem aka niður Ártúnsbrekku. Það er leitt að til skuli menn hjá þjóð okkar sem ekki kunna að meta þjóðsönginn okkar og virðast ekki skilja boðskap hans til okkar sem landið byggjum. Í honum fara saman lofsöngur og bæn til guðs okkar og lands, en þeir sem þekkja eitthvað til trúarbragða okkar vita að kristin trú er okkar guðstrú og það er ekkert út í hött að þjóð- skáldið okkar yrkir „Ó, guð vors lands! Ó, lands vors guð, vér lofum þitt heilaga, heilaga nafn!“ Ekkert undarlegt að hann skuli tengja guð við þegar hann gerir lofsöng um landið og þjóðina. Þessi guð okkar gaf okkur og boðaði sterkustu, mögnuðustu en þó einföldustu samskiptareglur sem til eru, til að gera mannlegt samfélag þannig að það virki öllum til góðs en því miður gengur okkur stundum misjafnlega að fylgja þessum ein- földu boðum, en endilega leggjum okkur öll fram og gerum okkar besta til góða fyrir þjóð okkar og land. Munum það að sameinuð stöndum við en sundruð föllum. Í rauninni eru í þjóðfélaginu of margir sem ekki vilja viðurkenna guðdóminn og virða því þær reglur misjafnlega, en hverjar eru þá þess- ar reglur? Ein æðsta reglan er að hafa ætíð kærleikann og sannleikann númer eitt í samskiptum okkar við náung- ann. Flestir þekkja það boð frelsara okkar að „það sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður það skuluð þér og þeim gjöra“, og „elska skaltu náungann eins og sjálfan þig“. Ef reglur þessar eru dregnar saman þá er grunnboðskapur þeirra að við sýnum ætíð hver öðrum fulla tillits- semi og sanngirni í samskiptum okkar og að allur yfirgangur sé okk- ur víðs fjarri. Sem betur fer sjáum við víða í þjóðfélagi okkar hvað kærleikurinn er góður grunnur fyrir samfélagið og samskipti okkar. Hugsum okkur bara hjálparsveit- irnar okkar, það er sama hvar og hvenær náunginn þarf á hjálp að halda, ætíð eru hjálpfúsar hendur tilbúnar til taks þegar einhverjir þurfa á hjálp að halda. Þegar Eyjafjallajökull gaus og spúði ösku og eimyrju yfir ná- grannasveitirnar og ástandið var hvað verst hjá íbúunum, þá voru ætíð vaskar hendur til taks að hjálpa þegar á þurfti að halda og gleymum því ekki að öll eru þeirra störf unnin í sjálfboðavinnu. Við skulum hafa það hugfast sem þjóð að styðja sem best við bakið á þessum frábæru mönnum og biðja guð okkar að blessa þá og þeirra starf. Við Íslendingar ætt- um að vera þjóðskáld- inu okkar, honum Matthíasi Joch- umssyni, ævinlega þakklátir fyrir frábær- lega vel útfærðan texta sem með hinu fallega lagi Svein- björns Sveinbjörns- sonar verður og er frá- bær lofsöngur um landið okkar og um leið beiðni til guðs vors um blessun hans yfir landi okkar og þjóð. Er þjóðsöngurinn okkar einstaklega hrífandi í flutningi góðra hljóðfæra- leikara og kóra og vona ég að sem flestir Íslendingar geti verið mér sammála í þeim efnum. Það hvernig þjóðsöngurinn byrjar sýnir vel hvað skáldið hefur haft djúpa og sterka tilfinningu til guðs síns og landsins okkar og er það sama hvernig við fylgjum textanum, alls staðar kemur fram djúp hugsun og tilfinning í huga skáldsins. Við leggjum gjarnan krans á þá staði sem við viljum að minningin lifi, þegar skáldið talar um herskara tímanna safn, er hann þá hugs- anlega að ræða um sögunnar eða sagnanna safn? Varla er hægt að hugsa sér tilkomumeiri krans en þann sem hnýttur væri úr ljósum stjörnubjartrar nætur eins og þær eru fegurstar á landinu okkar, það vita þeir sem hafa upplifað þær. Endir fyrsta erindisins er ekki síður stórkostlegur og vísar skáldið þar í blómið sem í raun lifir eilíflega þrátt fyrir það að sofna á hverju hausti, þá lifnar það að vori og blómstrar sínu fagra blómi sem það breiðir mót þeirri birtu og yl sem guð þess gefur því og nýtur nær- ingar regns og daggar og er þannig oft með titrandi tár, en deyr þó að hausti en á næsta vori lifnar það kannski aftur eða allavega afkom- endur þess og gleðja þá sem hafa tilfinningu fyrir tign þess og fegurð, þannig að smáblómið fagra mun til- biðja guð sinn um ókomin ár. Alveg getur verið að skáldið sé með lýsingu sinni á smáblóminu að vísa í hið mannlega smáblóm því vissulega er ferill mannsins ekki ólíkur ferli smáblómsins þó í ann- arri mynd sé. Hafi þeir Matthías og Sveinbjörn ævarandi þökk fyrir frábært verk. Þjóðsöngurinn okkar Eftir Hjálmar Magnússon Hjálmar Magnússon »Er þjóðsöngurinn okkar einstaklega hrífandi í flutningi góðra hljóðfæraleikara og kóra. Höfundur er fv. framkvæmdastjóri. - með morgunkaffinu Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is Up-lift svefnsófi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.