Morgunblaðið - 05.11.2015, Side 1

Morgunblaðið - 05.11.2015, Side 1
aðgerðir af hálfu RÚV. Hefur stjórn RÚV þann- ig áætlað að 328 milljóna tap verði að óbreyttu rekstrarárið 2015-2016. Við þetta bætist að RÚV hefur áformað kaup á tækjum og bún- aði vegna háskerpuút- sendinga. Samkvæmt heimildum blaðsins gætu þau kaup kostað yfir milljarð króna fram til ársins 2020. Ljóst þykir að án frekari ríkisfram- laga, eða niðurskurðar í rekstri, munu skuldir RÚV aukast. Í nýrri skýrslu um starfsemi og rekstur RÚV frá 2007 kemur fram að sam- tals 4 milljarða tap geti orðið af rekstri RÚV til 2020, ef ekki koma til milljarða framlög frá ríkinu til fyr- irtækisins. Samkvæmt nýju skýrslunni hefur verið tap af rekstri RÚV ohf. á fjór- um árum af átta sem liðin eru frá stofnun þess. Verði tap á næsta rekstrarári RÚV verður það því fimmta árið af níu sem það skilar tapi. Þessi staða myndi þrengja að fyrirhugaðri markaðssókn RÚV. baldura@mbl.is »14 Yfirstjórn RÚV hafði væntingar um auknar fjárveitingar eftir að Magnús Geir Þórðarson tók við stöðu útvarps- stjóra í janúar í fyrra. Telja heimildarmenn blaðsins augljóst að Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, hafi gefið Magnúsi Geir vilyrði fyrir meira fjármagni. Nú er hins vegar óvíst hvort hætt verður við að lækka út- varpsgjald um áramótin. Lækkun gjaldsins myndi kalla á Spá miklum halla hjá RÚV  Stjórn RÚV spáir 328 milljóna tapi rekstrarárið 2015-16 TRYGGIR ÁSKRIFENDUR UNNU BÍL HÆKKUN STÝRIVAXTA ÞVERT Á SPÁR FYRSTA FLUG- FERÐ UNNAR VAR VOND VIÐSKIPTAMOGGINN 100 ÁRA Í DAG 4HAPPDRÆTTI MOGGANS 2 Morgunblaðið/Golli Ríkissáttasemjari Miklar annir voru hjá embættinu í gær og margir fundir.  Skólastjórafélag Íslands og Sam- band íslenskra sveitarfélaga und- irrituðu í gærkvöldi nýjan kjara- samning hjá ríkissáttasemjara. „Þetta er búið að vera langt ferli og svolítið strangt nú í lokin,“ sagði Svanhildur María Ólafsdóttir, for- maður Skólastjórafélags Íslands. Hún sagði að eftir að samningum SFR og fleiri við ríkið lauk hefði allt farið af stað í viðræðunum. Gildistími samningsins verður frá 1. júní sl. til 31. mars 2019, verði hann samþykktur. Hann er á svip- uðum grunni og gerðardómurinn í máli hjúkrunarfræðinga. Kynna á samninginn á næstu dögum og verða greidd atkvæði um hann 9.- 13. nóvember. Um 520 félagar eru í Skólastjórafélagi Íslands. »2 Skólastjórar og sveitarfélögin sömdu í gær Bjarni segir í ítarlegu viðtali í ViðskiptaMogg- anum í dag að strax að uppboðinu afstöðnu sé rétt að skýra frá næstu áföngum. „Við ætlum okkur að taka frekari stór skref og lífeyrissjóðirnir eru í forgangi meðal þeirra sem þurfa að fá afléttingu,“ segir hann. Opnað var fyrir 10 milljarða króna fjárfestingu hjá þeim í ár en að mati Bjarna þyrfti að minnsta kosti að tvöfalda þá fjárhæð sem allra fyrst. Bjarni telur að það ætti að vera hægt að opna tiltölulega hratt fyrir öll viðskipti sem tengjast venjulegum viðskiptagerningum. Hins vegar munu áfram verða til staðar þjóðhagsvarúðartæki til að draga úr áhættu samfara spákaupmennsku, stórum afleiðuviðskiptum eða skammtímafjárfest- ingum vegna vaxtamunar. „Ég tel að fjármála- umhverfið muni sýna því fullan skilning að eðlilegt sé að koma í veg fyrir að hægt sé að spila grimmt á vaxtamuninn eða ólíka þróun einstakra gjald- miðla, með þeim hætti að það geti skaðað efna- hagslegan stöðugleika í landinu,“ segir fjármála- ráðherra. Höftum lyft að loknu uppboði  Ekkert sem kallar á framhald hafta að afloknu aflandskrónuuppboði í janúar, segir fjármálaráðherra  Hyggst þá taka stór skref með lífeyrissjóði í forgangi Sigurður Nordal sn@mbl.is „Ef við trúum því að við séum búin að leysa greiðslujafnaðarvandann vegna slitabúanna, og að því gefnu að útboðið takist vel, þá er ekkert í ytra umhverfinu sem kallar á höft fyrir íslenska hag- kerfið,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, sem boðar stór skref í losun hafta strax að loknu fyrirhuguðu gjaldeyrisupp- boði fyrir aflandskrónueigendur í janúar. Hljómsveitin Mosi Musik tróð upp í Iðnó í gær á opnunarkvöldi Iceland Airwaves. Tónlistarhá- tíðin er nú brostin á enn eitt árið og hófust leikar formlega í gærkvöldi með tónleikum á níu stöð- um. Dagskráin er þéttriðin sem fyrr, með nær þrjú hundruð tónleikum. Fyrir þá sem ekki næg- ir það, eða standa uppi miðalausir, er einnig ut- andagskrá í boði víðsvegar í borginni meðan á hátíðinni stendur. »33 Þétt tónleikadagskrá leggur miðbæinn undir sig Morgunblaðið/Styrmir Kári Opnunarkvöld Iceland Airwaves var haldið í gær  Lykilhluthafar gefa lítið upp um hverja þeir hyggist styðja í stjórn- arkjöri í VÍS en hluthafafundur hefur verið boðaður í næstu viku. Boðað var til hans að beiðni hjónanna Nönnu Sjafnar Vigfús- dóttur og Guðmundar Þórð- arsonar en þau fara með rúmlega 5% hlut í félaginu. Á fundinum verður kosið í stjórn félagsins en lykilhluthafar hafa varist allra fregna af því hvernig þeir muni verja atkvæði sínu á fundinum. Heimildir Morgunblaðsins herma að Kvika banki muni tefla fram Jo- stein Sørvol, norskum reynslu- bolta úr vátryggingageiranum þar í landi. »ViðskiptaMogginn Norðmaður í fram- boði til stjórnar VÍS Sé miðað við nýjustu spár greining- araðila þá hefur enginn gert ráð fyrir eins mikilli verðbólgu á næsta ári og Reykjavíkurborg. Í fjárhagsáætlun fyrir árið 2016 er gengið út frá þeirri forsendu að verð- bólgan á næsta ári verði að jafnaði 4,9%. Miðast áform um hækkun gjalda við þá spá. Til samanburðar þá reiknar Seðlabankinn með 3,3% verðbólgu á næsta ári, hagdeild ASÍ spáði síðast 3,8% verðbólgu og síð- asta þjóðhagsspá Hagstofunnar hljóðaði upp á 4,5%. Greiningardeild Íslandsbanka uppfærði spá sína í gær, eftir að Seðlabankinn birti end- urskoðaða spá, og reiknar með 2,6% verðbólgu. Gunnlaugur Júlíusson, hagfræð- ingur hjá Sambandi íslenskra sveit- arfélaga, segir sambandið reyna að samræma verðbólguspár sveitarfé- laganna og miða þar við þjóðhagsspá Hagstofunnar. Markmiðið sé að ríki og sveitarfélög noti hliðstæðar for- sendur við ákvörðun fjárheimilda. Það séu ekki góð vinnubrögð að hvert sveitarfélag setji fram sína eigin verðbólguspá út frá eigin for- sendum. »6 Hvergi meiri verðbólgu spáð en í höfuðborginni Stofnað 1913  260. tölublað  103. árgangur  F I M M T U D A G U R 5. N Ó V E M B E R 2 0 1 5

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.