Morgunblaðið - 05.11.2015, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 2015
RÚV okkar allra,“ Ríkisútvarpið„í þjóðarþágu“, fór á dögunum í
fundaherferð um landið til að eiga
beint samtal við þjóðina og gefa þjóð-
inni „tækifæri til að spyrja út í ein-
staka þætti í starfseminni, koma með
hugmyndir og
ábendingar,“ eins og
útvarpsstjóri orðaði
það.
Nokkrum dögumsíðar kom út
skýrsla um rekstur
Ríkisútvarpsins og
hafa í framhaldi af henni spunnist
miklar umræður um stofnunina,
rekstur hennar og þjónustu.
Eitt af því sem fram hefur komið ítengslum við skýrsluna er að
Ríkisútvarpið neitar að veita allar
upplýsingar um reksturinn og ber
því við að það sé með skráð skulda-
bréf á markaði og megi þess vegna
ekki tjá sig. Þetta er einhver aumasta
afsökun fyrir pukri og leynimakki
opinberrar stofnunar sem um getur.
Ekki batnar það þegar starfs-mannasamtök Ríkisútvarpsins
senda frá sér tilkynningu þar sem
þau kvarta sáran undan umfjöll-
uninni um stofnunina, segja hana
„ófaglega“ og að starfsfólk Rík-
isútvarpsins segist orðið „lang-
þreytt“ á henni.“
Getur verið að þetta sé samastarfsfólkið og fyrir fáeinum
dögum vildi eiga samtal við þjóðina
um stofnunina?
Telja þeir sem ábyrgð bera árekstri Ríkisútvarpsins að það
sé til farsældar fyrir stofnunina að
takmarka upplýsingagjöf og að taka
umræðum um stofnunina á þennan
hátt?
Átti samtalið bara að vera eintal?
Magnús Geir
Þórðarson
Eintal við þjóðina?
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 4.11., kl. 18.00
Reykjavík 4 skýjað
Bolungarvík 3 léttskýjað
Akureyri 3 léttskýjað
Nuuk -5 heiðskírt
Þórshöfn 8 léttskýjað
Ósló 10 alskýjað
Kaupmannahöfn 7 þoka
Stokkhólmur 5 heiðskírt
Helsinki 7 heiðskírt
Lúxemborg 13 léttskýjað
Brussel 13 skýjað
Dublin 11 þoka
Glasgow 10 þoka
London 15 léttskýjað
París 15 skýjað
Amsterdam 13 léttskýjað
Hamborg 8 heiðskírt
Berlín 7 heiðskírt
Vín 6 þoka
Moskva 5 súld
Algarve 18 þoka
Madríd 13 skýjað
Barcelona 18 léttskýjað
Mallorca 20 léttskýjað
Róm 18 léttskýjað
Aþena 15 heiðskírt
Winnipeg 3 þoka
Montreal 10 skýjað
New York 18 heiðskírt
Chicago 15 þoka
Orlando 30 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
5. nóvember Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 9:24 17:00
ÍSAFJÖRÐUR 9:43 16:51
SIGLUFJÖRÐUR 9:26 16:33
DJÚPIVOGUR 8:57 16:26
Rannsókn sem birtist í ritinu BMC
Public Health á þriðjudag sýnir að
mest er reykt í íslenskum kvikmynd-
um. Kom í ljós að reykingar voru sjá-
anlegar í 94% íslenskra mynda frá
þessu tímabili.
„Við þekkjum þetta vel og við höf-
um tekið þátt í samevrópskri rann-
sókn sem sýndi fram á þessa niður-
stöðu og vísum í niðurstöður þeirrar
rannsóknar, sem sýna að reykingar í
kvikmyndum virðast hafa áhrif á
börn og unglinga og við höfum auð-
vitað áhyggjur af því,“ segir Viðar
Jensson, verkefnisstjóri hjá Land-
læknisembættinu.
Rannsóknin sem hann vísar til er
frá 2011 og er til viðmiðunar í nýju
rannsókninni. Í bæklingi sem
Landslæknisembættið gaf út í kjöl-
farið segir að í hverri kvikmynd sem
var skoðuð hafi að meðaltali verið
reykt 23 sinnum.
Óbeinar tóbaksauglýsingar hafa
verið bannaðar með lögum síðan
1997 í Hollywood og setti Evrópu-
sambandið svipuð lög fyrir áratug.
Rannsakendur segja að stjórnvöld
ættu að huga að því að banna áfeng-
is- og tóbaksauglýsingar og hætta að
styrkja myndir sem sýna áfengi og
tóbak.
„Við höfum ekki hugað að því að
afturkalla styrki ef áfengi og tóbak
sést í myndum, það yrði nokkuð flók-
in framkvæmd,“ segir Laufey Guð-
jónsdóttir, forstöðumaður Kvik-
myndamiðstöðvar Íslands.
Erfitt að banna kvikmyndareykingar
Reykingar í kvikmyndum virðast
hafa áhrif á börn og unglinga
Reykur Úr myndinni Bjarnfreðarson
þar sem töluvert er púað af reyk.
Flugfélagið easyJet hóf í gær beint
áætlunarflug á milli Íslands og
Stansted-flugvallar í Lundúnum en
flugstjórinn um borð var Íslending-
urinn Davíð Ásgeirsson. Flogið
verður á milli Stansted og Kefla-
víkur tvisvar í viku. Stansted er ní-
unda flugleið easyJet frá Íslandi en
félagið flýgur þegar í beinu flugi
frá Keflavík til Manchester, Ed-
inborgar, Bristol, Basel, Belfast,
Genf, og flugvallanna Luton og
Gatwick í London. Þetta er því
þriðji flugvöllurinn sem í boði er í
flugi félagsins á milli Keflavíkur og
London. Í tilefni af jómfrúarfluginu
var búin til stytta úr ís af Airbus
A320-þotunni sem flýgur á milli
staðanna tveggja og blasti hún við
farþegum á leið í flug á Stansted í
gærmorgun.
Fagna Áhöfn vélarinnar og starfs-
fólk easyJet og Stansted-flugvallar.
Flug til
Stansted
Bjóða flug til þriggja
flugvalla í London
Laugavegi 34, 101 Reykjavík
Sími: 551 4301 | gudsteinn.is Guðsteins Eyjólfssonar sf
V E R S L U N
Höfuðföt frá Bugatti