Morgunblaðið - 05.11.2015, Qupperneq 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 2015
Ármú la 19 | S: 553-9595 | gahusgogn@gahusgogn. is | www.gahusgogn. is
1975-2015
GÁ húsgögn ehf. er traust fyrirtæki sem hefur verið á íslenskum markaði um árabil. Við
leggjum áherslu á stílhrein, vönduð húsgögn og góða þjónustu.
Við tökum málin þín í okkar hendur
Sérsmíðum fyrir heimili og fyrirtæki
40 ára
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Stjórn RÚV áætlar að hundraða
milljóna tap verði á rekstri fyr-
irtækisins rekstrarárið 2015-2016 ef
útvarpsgjald verður lækkað. Það
ásamt fyrirséðum kostnaði við
tækjakaup mun að óbreyttu kalla á
frekari framlög frá ríkinu.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins hefur yfirstjórn RÚV haft
væntingar um meiri fjárveitingar.
Viðmælendur blaðsins telja þann-
ig augljóst að Illugi Gunnarsson,
mennta- og menningarmálaráð-
herra, hafi gefið Magnúsi Geir
Þórðarsyni vilyrði fyrir meira fjár-
magni, þegar sá síðarnefndi tók við
stöðu útvarpsstjóra í janúar 2014.
Samkvæmt heimildum blaðsins er
áætlað að rekstrargjöld RÚV aukist
úr 5.282 milljónum króna rekstrar-
árið 2014-2015 í 5.610 milljónir
króna rekstrarárið 2015-2016, eða
um 328 milljónir.
Þá er rifjað upp að RÚV hyggi á
mikla markaðssókn, meðal annars
til að ná til ungs fólks. Ennfremur
hyggist RÚV styrkja stöðu sína á
landsbyggðinni og hafi til þess ráðið
fjóra nýja dagskrárgerðar- og
fréttamenn í haust. „Þetta er í takt
við yfirlýsta stefnu RÚV um að
auka starfsemi sína á landsbyggð-
inni,“ sagði m.a. í tilkynningu frá
RÚV mánudaginn 26. október.
Skuldirnar munu ella aukast
Ljóst er að án frekari ríkisfram-
laga, eða niðurskurðar í rekstri,
munu skuldir RÚV aukast. Þær eru
nú rúmir 6,6 milljarðar eða um 750
milljónum króna hærri en í upphafi
fyrsta rekstrarárs Magnúsar Geirs í
embætti útvarpsstjóra, 2013-2014,
sé miðað við núvirtar heildarskuldir
31. ágúst 2013. Til samanburðar
voru heildartekjur RÚV rekstrar-
árið 2012-2013 nánast þær sömu og
rekstrarárið 2014-2015, eða 5.586
milljónir á móti 5.642 milljónum síð-
ara rekstrarárið.
Ríkisframlagið mun að óbreyttu
skerðast á næsta ári en til stendur
að lækka gjaldið úr 17.800 krónum í
16.400 krónur um áramótin. Sam-
kvæmt nýju skýrslunni myndi
óbreytt gjald með verðbótum skila
alls 2.455 milljónum á fimm árum,
frá 2016 til 2020. Hagsmunir RÚV
af óbreyttu gjaldi eru því miklir.
Menntamálaráðherra ítrekaði þá
skoðun sína í viðtali við Morgun-
blaðið síðasta laugardag að hann
teldi að útvarpsgjaldið ætti að vera
óbreytt á næsta ári. Ekki náðist í
ráðherrann í gær.
Samkvæmt því sem fram kemur í
skýrslunni verður alls 4 milljarða
tap rekstrarárin 2014-2014 til 2019-
2020 ef útvarpsgjaldið verður lækk-
að, ef ekki fæst 182 milljón króna
aukafjárveiting í ár og ef 3,2 millj-
arða skuldabréf við LSR hverfur
ekki úr efnahag RÚV.
Dýrt að endurnýja búnaðinn
Samkvæmt heimildum blaðsins er
hér ekki reiknað með umtalsverðum
kostnaði vegna kaupa á upp-
tökutækjum og útsendingarbúnaði
til að allar útsendingar RÚV geti
verið í háskerpu. Herma heimildir
blaðsins að þessi kostnaður geti
numið rúmum milljarði króna á
tímabilinu til 2020.
Þessu til viðbótar komi önnur
tækjakaup og almennt viðhald.
Á móti kemur fyrirhuguð sala á
byggingarrétti í Efstaleiti sem talin
er munu skila RÚV minnst 1,5 millj-
örðum króna. Áætlað er í nýju
skýrslunni að eftir þá sölu hækki
eiginfjárhlutfall RÚV úr 5,9% í 16%.
Haft var eftir Eyþóri Arnalds,
formanni nefndarinnar, í Morgun-
blaðinu á laugardaginn var að lög-
menn RÚV hefðu farið fram á að
upplýsingar yrðu felldar úr skýrsl-
unni. Er fullyrt í fréttaskýringu
Stundarinnar að þær upplýsingar
varði meðal annars áðurnefnda
rekstraráætlun næsta árs.
Fram hefur komið í samtölum
blaðsins við Vigdísi Hauksdóttur,
formann fjárlaganefndar, og Guð-
laug Þór Þórðarson, varaformann
nefndarinnar, að þau telja ekki
meirihluta á þingi fyrir því að falla
frá fyrirhugaðri lækkun útvarps-
gjaldsins.
Heimildarmenn segja skoðana-
ágreining menntamálaráðherra og
Guðlaugs Þórs í málinu augljóst
dæmi um ágreining innan Sjálf-
stæðisflokksins hvað varðar RÚV.
Kom inn í stjórnina 2013
Það þykir jafnframt athyglisvert
að Ingvi Hrafn Óskarsson skuli
hætta sem formaður stjórnar RÚV
á mánudaginn var, fjórum dögum
eftir að skýrslan er birt. Hann kom
inn í stjórnina í ágúst 2013 eða
skömmu áður en krafan um 10%
niðurskurð hjá RÚV kom fram á Al-
þingi. Ingvi Hrafn var fulltrúi Sjálf-
stæðisflokksins í stjórninni. Sam-
kvæmt heimildum blaðsins hefur
Ingvi Hrafn ekki farið leynt með þá
skoðun sína að hann telji að fjár-
hagsvandi RÚV sé fyrst og fremst
tilkominn vegna ónógra fjárveit-
inga. Má í því efni rifja upp grein
sem Ingvi Hrafn ritaði í Morgun-
blaðið 11. desember sl. Þar sagði
hann m.a. að „staðreyndirnar sem
máli skipta [séu] nærtækar og skýr-
ar; á síðastliðnum fimm árum hefur
um 1.650 milljónum af innheimtu út-
varpsgjaldi verið ráðstafað til ann-
arra verkefna hins opinbera“.
Var þessi greining þvert á þá
niðurstöðu höfunda nýju skýrsl-
unnar að RÚV hafi ekki tekist að ná
niður kostnaði í samræmi við tekjur.
Tilefni greinar Ingva Hrafns var að
svara ummælum Guðlaugs Þórs um
fjárhag RÚV haustið 2014. Taldi
Ingvi Hrafn að Guðlaugur hefði
„ítrekað farið með staðlausa stafi
um fjármál Ríkisútvarpsins og beitt
fyrir sig útúrsnúningum sem hvergi
snerta kjarna málsins“.
Vikið hafi verið frá stefnunni
Daginn eftir að Ingvi Hrafn lét af
störfum sem stjórnarformaður birt-
ust í Morgunblaðinu tölvupóstar
milli hans og starfsmanns fjár-
málaráðuneytis. Taldi Guðlaugur
Þór þessa pósta sýna að stjórn-
endur RÚV hefðu veitt fjár-
laganefnd rangar upplýsingar í vor.
Varðaði málið skilyrði fyrir 181,5
milljóna viðbótarfjárveitingu til
RÚV á þessu ári.
Taldi einn heimildarmaður blaðs-
ins, sem þekkir vel til málefna RÚV,
að Ingvi Hrafn hefði komist að
þeirri niðurstöðu að hann nyti ekki
lengur nægjanlegs stuðnings innan
Sjálfstæðisflokksins til að fara þá
leið í rekstri stofnunarinnar sem
marka átti með nýjum útvarps-
stjóra.
Vísaði til mikilla anna
Ingvi Hrafn sendi frá sér tilkynn-
ingu við brotthvarfið úr stjórn RÚV
í byrjun vikunnar.
„Vegna mikilla og vaxandi anna í
starfi mínu sem lögmaður sé ég mér
því miður ekki fært að verja áfram
nauðsynlegum tíma og orku í störf
fyrir hönd Ríkisútvarpsins samhliða
lögmannsstörfunum,“ sagði Ingvi
Hrafn þar m.a. um brotthvarfið.
Rætt var við Pál Magnússon,
fyrrverandi útvarpsstjóra, í
Morgunblaðinu í gær. Þar sagði Páll
þá ákvörðun núverandi ríkisstjórnar
að hætta við 10% niðurskurð hjá
RÚV haustið 2013 skýra hvers
vegna ekki hefði verið meira jafn-
vægi í rekstrinum. Fram kemur í
nýju skýrslunni að tap hafi verið á 4
árum af 8 sem liðin eru síðan RÚV
varð að opinberu hlutafélagi 2007.
Töldu að RÚV fengi meira fé
Yfirstjórn RÚV hafði væntingar um að með nýjum útvarpsstjóra myndi fylgja meira fé í reksturinn
RÚV áætlar að næsta ár verði að óbreyttu hundraða milljóna tap Nýr búnaður mun kosta mikið
Morgunblaðið/Eva Björk
Rekstur í járnum Heildarskuldir RÚV eru nú 6,6 milljarðar og eru vaxtaberandi skuldir um 5 milljarðar. Heildarskuldir hafa aukist um 921 milljón frá 2010.
Hendrik Björn Hermannsson var í
gær dæmdur í Héraðsdómi Reykja-
víkur í tólf mánaða fangelsi fyrir
fjárdrátt. Brotið tengist innflutningi
á áfengi árið 2012, í nafni fyrirtækis
sem hann var í forsvari fyrir og
hafði heimild Tollstjóra til þess að
fresta greiðslum aðflutningsgjalda.
Þessa heimild er hann sagður hafa
misnotað til þess að ráðstafa upp-
hæð sem nemur 26 milljón krónum í
eigin þágu.
Við skýrslutökur hjá lögreglu
greindi Hendrik frá því að fjárhagur
hans hefði verið orðinn mjög slæmur
á þessum tíma og ónafngreindir
handrukkarar lánardrottna hans
hefðu tekið stóran hluta áfengisins,
sem varð til þess að hann gat ekki
greitt reikninginn.
Dómurinn taldi þessar skýringar
ekki trúverðugar þar sem engin
gögn studdu þær fullyrðingar og
sakfelldi fyrir fjárdrátt þar sem fyr-
irtækið sem að nafninu til flutti inn
áfengið naut einskis af sölu þess.
Tólf mánaða fang-
elsi fyrir 26 milljóna
króna fjárdrátt