Morgunblaðið - 05.11.2015, Side 15
FRÉTTIR 15Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 2015
Rauði krossinn á Íslandi hóf um síð-
ustu helgi átak sitt, „3 dagar: Við-
námsþróttur almennings á Íslandi
við náttúruhamförum“. Samkvæmt
upplýsingum Rauða krossins geng-
ur verkefnið út á það að fræða al-
menning um mikilvægi þess að vera
við öllu búin þegar kemur að ham-
förum á Íslandi og að geta verið
sjálfum sér næg í að minnsta kosti
þrjá daga berist björgun ekki strax.
Verkefnið er samstarfsverkefni
Rauða krossins á Íslandi, Land Ro-
ver-verksmiðjunnar og BL, um-
boðsaðila Land Rover á Íslandi sem
koma að verkefninu með styrkveit-
ingu en útvega einnig ökutæki.
Fræðslan mun fara fram á 25
stöðum á Íslandi og hver fræðsla
mun taka um tvær klukkustundir.
Einnig munu fara fram stærri æf-
ingar með þátttöku almennings.
Námskeiðin munu hefjast í upphafi
næsta árs og verða nánar auglýst á
hverjum stað fyrir sig og verða þau
öllum að kostnaðarlausu.
Vera við
öllu búin
Ljósmynd//Geirix
Stuðningur Rauði krossinn fær af-
henta Land Rover bifreið frá B&L.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Ís-
lands, og Dorrit Moussaieff hófu í
gær þriggja daga opinbera heim-
sókn til Víetnams og í kjölfarið
heimsækir forsetinn Kóreu og
Singapúr. Segir forsetaembættið
að með heimsóknunum verði lagður
grunnur að víðtækari tengslum Ís-
lands við Asíu.
Í upphafi heimsóknarinnar í gær
lagði Ólafur Ragnar blómsveig að
minnisvarða um hetjur og fórnar-
lömb frelsisstríðanna og jafnframt
við grafhýsi Ho Chi Minh í Hanoi.
Þaðan var haldið að forsetahöllinni
þar sem Truong Tan Sang, forseti
Víetnams, tók á móti gestunum.
Gunnar Bragi Sveinsson, utan-
ríkisráðherra, tekur þátt í heim-
sókninni og með í för eru embætt-
ismenn og forstjóri Hafrann-
sóknastofnunar, forstjóri
Orkustofnunar og rektor Háskól-
ans í Reykjavík.
Samkvæmt upplýsingum frá for-
setaembættinu verður einkum lögð
áhersla á það, í heimsókninni í Víet-
nam, að efla samvinnu landanna á
sviði sjávarútvegs og fiskvinnslu,
en Víetnamar leggi nú mikla
áherslu á aukna tæknivæðingu í
fiskirækt og vinnslu.
Þá verði jafnframt gengið frá
samkomulagi um aukna samvinnu á
sviði jarðhitanýtingar. Einnig
munu Þjóðarháskóli Víetnams og
HR ganga frá samkomulagi um
aukna samvinnu.
Í heimsóknunum til Kóreu og
Singapúr stendur til að ræða um
samvinnu þjóðanna á norður-
slóðum.
Í heimsókn í Víetnam
Heiðursvörður Forsetar Íslands og Víetnams skoða heiðursvörð í Hanoi.
Grunnur lagður að víðtækari tengslum Íslands við Asíu
Alþjóðlega leið-
togaráðstefnan,
Global Lead-
ership Summit,
verður haldin í
sjöunda sinn á Ís-
landi 6.-7. nóv-
ember nk. í Há-
skólabíói í
Reykjavík.
Ráðstefnan er
að mestu á svokölluðu videocast-
formi en það felur í sér að fyr-
irlestrar frá ráðstefnu Global Lead-
ership Summit í Chicago í ágúst sl.
eru sýndir á breiðtjaldi. Er efnið allt
með íslenskum skjátexta.
Síðari ráðstefnudaginn flytja
landsliðsþjálfararnir Lars Lager-
bäck og Heimir Hallgrímsson fyrir-
lestur um leiðina til árangurs. Nán-
ari upplýsingar um ráðstefnuna eru
á vefnum www.gls.is.
Halda alþjóð-
lega ráðstefnu
í Háskólabíói
Lars Lagerbäck
Laugavegi 7, 101 Reykjavík - Sími: 551-3033
Frímúrarar – Oddfellowar
Flott
ir í fötum
Vönduðu þýsku kjólfötin
komin aftur
Verð:
76.900,-
með svörtu vesti
Rangt nafn
í undirskrift
Þau leiðu mistök urðu í undirskrift í
minningargrein um Björn Jónasson
í blaðinu í gær að tengdasonur
Björns var sagður heita Þórður, en
hann heitir Þórir. Beðist er velvirð-
ingar á þessu.
LEIÐRÉTT