Morgunblaðið - 05.11.2015, Síða 24

Morgunblaðið - 05.11.2015, Síða 24
24 MINNINGAR Afmæli MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 2015 Í dag, 5. nóvember, fagnar Magni R. Magnússon kaup- maður 80 ára af- mæli. Magni er fæddur og uppalinn í Reykjavík og eftir próf frá Samvinnu- skólanum fór hann að vinna hjá Loft- leiðum en þaðan lá svo leiðin í Lands- bankann. Árið 1964 stofnaði hann svo verslunina Frímerkja- miðstöðina á Skólavörðustíg ásamt tveimur vinum sínum og ráku þeir saman verslunina til ársins 1979 en þá opnaði Magni ásamt konu sinni, Steinunni Guð- laugsdóttur, verslunina Hjá Magna á Laugavegi og rak hana allt til ársins 2005. Magni var og er órjúfanlegur hluti af Lauga- veginum og í hugum margra komu jólin ekki fyrr en búið var að fara til Magna og Steinunnar og velja jólaspilið. Öll fjölskyldan kom að rekstri búðarinnar á ein- um eða öðrum tíma og börn, barnabörn og vinir stóðu öll vaktina um jólin í gegnum árin. Magni og Steinunn giftu sig á Eyrarbakka 11. júlí 1964. Þau eiga þrjú börn, Oddnýju Elínu, Guðmund Hauk og Ingibjörgu ásamt barnabörnum og barna- barnabörnum. Stuttu eftir að þau seldu búðina tóku þau upp bíllausan lífsstíl og fara nú allra sinna ferða annaðhvort fótgang- Magni R. Magnússon andi eða í flugvél- um, því þau ferðast mikið um heiminn og eru óhrædd við að upplifa nýjar borgir og ný ævin- týri. Eins og sann- aðist þegar Magni fór á matreiðslu- námskeið í Róm, þá sjötíu og átta ára gamall. Þau búa í næsta húsi við Frú Laugu og er það þeirra uppá- haldsverslun og versla þau ein- göngu þar þó að sést hafi til Magna lauma sér inn í pólsku pylsubúðina. En í ljósi síðustu frétta verður tekið fyrir þær ferðir. Magni og Steinunn njóta þess að hafa tækifæri til að gera það sem þeim finnst skemmtilegast, njóta lista og menningar. Þau eru órjúfanleg heild, án Magna er engin Steinunn og án Stein- unnar er enginn Magni. Magni er einstakur maður, hlýr og hjartagóður. Með dásamlegan húmor og lífsgleði að leiðarljósi hefur hann snert líf margra á þessum áttatíu árum. Megir þú slá öll aldursmet og halda áfram að skemmta þér og okkur sem erum svo lánsöm að fá að njóta lífsins með þér. Þú lengi lifir, húrra húrra húrra! Oddný Elín Magnadóttir, Ingibjörg Magnadóttir, Guðmundur Haukur Magnason. Í dag, 5. nóvem- ber, er afmælisdag- ur föðurbróður míns Indriða Sigur- jónssonar en hann lést í maí sl. Hann átti afmæli 5. nóvember, bróðir minn 7. og ég 12. Mér fannst ósanngjarnt að bróðir minn sem er yngri en ég ætti afmæli á undan mér en það var sárabót að ég átti alltaf afmæli sama vikudag og Indriði. Ef ég ætti að nota eitt orð til að lýsa honum þá væri það orðið kíminn, ég man ekkert oft eftir að hann skellti upp úr en hann kímdi oft og það náði vel út í augnkrók- ana. Hann var stór hluti af mínu lífi þangað til ég var 10 ára því að við bjuggum í sama húsi á Nautabúi bæði í foreldrahúsum, hann hjá afa og ömmu ég hjá foreldrum mínum. Ég leit mjög upp til fallega frænda míns og mamma segir að þegar hún fór með mig á sínar heimaslóðir í Eyjafirði hafi ég verið með uppi- stand fyrir krakkana þar og flestar sögur byrjuðu „ég á frænda sem getur“ og það var margt sem okkur krökkunum þótti merkilegt, hann spilaði á harmónikku, hann hermdi vel eftir mönnum, dýrum og fuglum, náði með tungunni upp í nefið á sér hann reyndi að kenna mér það en tókst ekki. Hann átti líka drossíu, ekki man ég tegundina en flott var hún, það áttu ekki margir fólksbíl í þá daga. Það var siður á bolludag að eiga flottan bolluvönd, fara snemma á fætur og ná sem flest- um í rúmi og flengja og fá svo bollu í staðinn. Eitt skiptið þeg- Indriði Sigurjónsson ✝ Indriði fæddist5. nóvember 1933. Hann lést 14. maí 2015. Útför hans fór fram 26. maí 2015. ar við læddumst inn til Indriða brá okk- ur í brún og hörf- uðum við frá, þá lá stúlka fyrir ofan hann í dívaninum, þar var komin Rósa sem síðar varð kon- an hans, en Indriði kímdi og sagði okk- ur óhætt að halda áfram ætlunarverk- inu. Í stað bollu fengum við Lindubuff og annað eins hnossgæti höfðum við sveitabörnin ekki smakkað. Síð- an flutti hann í Hvíteyrar (sem er næsti bær) með fjölskylduna þangað kom ég oft, að vísu sjaldnar eftir að ég flutti burt. Árið 2007 fengum við hjón svo land á Nautabúi og ég held að frændi minn hafi glaðst yfir að fá okkur í nágrennið. Þegar við vorum að velja stað fyrir bústað kom hann og ég sagði honum hvar við værum að hugsa um að byggja þá þagði hann lengi og ég hélt að hann hefði ekki heyrt hvað ég sagði en þá kom „ég myndi hafa hann þarna“ og benti á annan stað og þar byggð- um við og sjáum ekki eftir því. Í apríl 2008 fékk hann áfall sem kom honum í hjólastól og þá fannst mér ljós slokkna í augum frænda míns þó að kímnin væri en til staðar, það var sárt að horfa á vinnusömu hendurnar hans aðgerðalausar þó var hann ótrúlega flinkur að mála á postu- lín með vinstri hendinni. Þegar hann var fluttur hinstu ferðina fyrst heim að Hvíteyrum síðan að Mælifelli þar sem kirkjan okkar er þá var fallegt að horfa frá bústaðnum okkar, fallegur regnbogi lá yfir báðum bæjun- um. Blessuð sé minning góðs manns. Margrét Helga Steindórsdóttir. Einu sinni enn hefur maðurinn með ljáinn fellt mikið valmenni í þess orðs fyllstu merkingu, Ragnar Jakobsson frá Reykja- firði í Grunnavíkurhreppi. Það var hlýtt og traust hand- tak er hann bauð mig velkom- inn í fyrstu ferð mína með Val- gerði systur hans að sumarlagi í Reykjafjörð árið 2002, síðan á hverju ári eftir það þar til á þessu ári. Það var ánægjulegt að geta lagt honum lið við ýmislegt, sérstaklega við að dytta að vél- um. Í haust lagðist hann inn á sjúkrahúsið á Ísafirði og átti Ragnar Ingi Jakobsson ✝ Ragnar IngiJakobsson fæddist 27. júlí 1931. Hann lést 15. október 2015. Útför Ragnars fór fram 31. októ- ber. þar nokkra góða daga, leit ég til hans á hverjum degi og var þá margt rifjað upp frá gamalli tíð sem mun geymast í minningunni. Ragnar var þús- undþjalasmiður eins og hann átti ættir til, bæði á tré og járn. Hann átti mikið safn af gömlum bátavélum sem hann safnaði víða um land og gerði þær upp, sérstaklega Lister- vélar. Þá var hann fyglingur í Hornbjargi til margra ára . Að svo mæltu sendum við Valgerður, systir hans, börnum hans og fjölskyldum þeirra hugheilar samúðarkveðjur og ég veit að sá sem öllu ræður verður með þeim nú um stund- ir. Valgerður Jakobsdóttir og Gunnar Pétursson. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, JÓNMUNDAR STEFÁNSSONAR, Brekkugötu 9, Ólafsfirði. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á hjúkrunarheimilinu Hornbrekku, Ólafsfirði, fyrir kærleiksríka og góða umönnun síðustu ár. Einnig viljum við þakka öllum þeim sem kíktu í heimsókn á Hornbrekku, fyrir söngvana frá þeim bræðrum og allar kveðjurnar. . Snjólaug S. Jónmundsdóttir Jón Viðar Óskarsson Guðrún Kr. Jónmundsdóttir Sigtryggur Valgeir Jónsson barnabörn og barnabarnabörn. Faðir minn og bróðir okkar, JÖRUNDUR JÓHANNESSON listmálari, andaðist á heimili sínu í Nivå í Danmörku 15. september síðastliðinn. Bálför hefur farið fram í Danmörku. Hann verður jarðsunginn frá Guðríðarkirkju í Reykjavík þriðjudaginn 10. nóvember klukkan 15. . Jóhannes Jörundsson, Sveinfríður Jóhannesdóttir, Hákon Jóhannesson, Helga Jóhannesdóttir. ✝ Guðmunda Sig-ríður Eiríks- dóttir fæddist í Reykjavík 3. sept- ember 1929. Hún andaðist á Land- spítalanum við Hringbraut 25. október 2015. For- eldrar hennar voru Eiríkur Krist- jánsson, f. 11. mars 1889, d. 16. júní 1949, og Sigríður Guðmunds- dóttir, f. 23. júlí 1903, d. 30. mars 1959. Systkini hennar eru: Óskar, f. 1930, Lilja Guðrún, f. 1932, Dagbjört, f. 1934, d. 1947, Bragi, f. 1936, d. 2013, Hulda, f. 1951, og eiga þau þrjár dætur, átta barnabörn og tvö barna- barnabörn. 2) Eiríkur, f. 9. júlí 1954, d. 2. júlí 1956. 3) Sigríður, f. 16. apríl 1957, og á hún tvo syni og þrjú barnabörn. 4) Sús- anna, f. 12. ágúst 1962, maki Einar Gunnarsson, f. 17. janúar 1957, og eiga þau tvær dætur og þrjú barnabörn. Guðmunda byrjaði ung að vinna hjá Prentsmiðjunni Odda og hætti störfum árið 1998 vegna aldurs. Guðmunda og Gísli bjuggu sín fyrstu búskaparár á Sel- tjarnarnesi, fyrst á Minnibakka og síðan á Eiði II en fluttu síðan á Njálsgötu 20. Þar bjuggu þau í hartnær þrjá áratugi eða þangað til þau fluttust í Kópa- vog. Útför Guðmundu fer fram frá Hjallakirkju í dag, 5. nóv- ember 2015, og hefst athöfnin klukkan 13. 1939, og Fríða, f. 1947. Hinn 22. mars 1952 giftist Guð- munda Gísla Krist- jáni Líndal Karls- syni, f. 3. apríl 1929, d. 2002. For- eldrar hans voru Karl Gíslason, f. 17. júlí 1887, d. 26. apríl 1975, og Guð- ríður Lilja Sumar- rós Kristjánsdóttir, f. 20. júní 1903, d. 23. sept. 1952. Börn Guðmundu og Gísla eru: 1) Karl, f. 20. júní 1950, d. 20. júlí 2009, maki Sigurbjörg Sigurbjörnsdóttir, f. 26. júlí Elsku amma og langamma. Ég á óteljandi góðar og skemmtilegar minningar um þig sem hafa flogið í gegnum huga minn á þessum erfiðu tímum. Aldrei var langt í grínið hjá þér og hláturinn og það fór ekki á milli mála þegar þú varst mætt á svæðið. Þú hafðir mikinn áhuga á kóngafólki og mundir afmælis- dagana hjá þeim öllum alveg til dánardags. Eftir innlögn á LSH þá spurðir þú svo mikið um dóttur mína í heimsóknunum mínum að ég ákvað að koma með hana til þín laugardaginn 24. október og er ég svo þakklát fyrir þá ákvörðun. Hvílíkur ljómi sem kom yfir andlit þitt við að sjá hana og ekki leið á löngu þar til þú fórst að stríða henni. Þú barst mikla umhyggju fyr- ir öllum í kringum þig og spurð- ir frétta. Takk fyrir allar stundirnar sem við áttum saman. Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn) Unnur og Kristín Björg. Margar góðar minningar um ömmu vakna við þessa kveðju- stund. Amma var alltaf í góðu skapi og síhlæjandi og finnst okkur það sérstaklega lýsandi að hún hló fram á síðasta dag, þrátt fyrir að vera orðin mikið veik. Hún var ótrúlega léttlynd, tók engu of alvarlega og var hún m.a. fyrir það frábær fyrir- mynd. Við héldum alltaf að hún yrði 100 ára, því hláturinn lengir jú lífið. Amma var alltaf til í að spila við okkur og var spilið Hæ gosi í miklu uppáhaldi sem hægt var að hlæja endalaust yfir. Við fengum oft að gista heima hjá ömmu og afa og var það sannkallað dekur. Ýmsir sér- réttir voru á boðstólnum t.d. cheerios með sykri, fransbrauð dýft í goslaust kók og uppáhald- ið okkar, Ora fiskibollur úr dós í bleikri sósu, að ógleymdum kandís sem var alltaf til uppi í skáp. Elsku amma, þú varst alltaf svo góð og hafðir endalausan tíma fyrir okkur. Við munum sakna þín og erum ótrúlega þakklátar fyrir að hafa átt þig fyrir ömmu. Við vitum að afi tekur vel á móti þér og þú mátt endilega knúsa hann frá okkur. Erna og Jónína. Elsku amma og langamma hefur kvatt okkur. Við eigum eftir að sakna hennar mikið, hlátursins hennar, kímni og létt- leika. Við viljum kveðjum ömmu með þessum ljóðlínum. Elskulega amma, njóttu eilíflega Guði hjá, umbunar þess, er við hlutum ávallt þinni hendi frá; þú varst okkur ungu hjörtum, eins og þegar sólin hlý, vorblómin með vorsins geislum vefur sumarfegurð í. Hjartkær amma, far í friði, Föðurlandið himneskt á, þúsundfaldar þakkir hljóttu þínum litlu vinum frá. Vertu sæl um allar aldir, alvaldshendi falin ver, inn á landið unaðsbjarta, englar Drottins fylgi þér. (Berglind Árnadóttir.) Hvíl í friði og ljósi. Heiðrún, Jón Arnar, Daníel Heiðar, Agnes Eir og Jón Karl. Ljúf, hlý, glaðleg og hlátur- mild er það fyrsta sem kemur í huga minn þegar ég minnist Mundu vinkonu minnar sem andaðist sunnudaginn 25. októ- ber sl. Hugurinn reikar til liðins tíma þegar við Munda kynnt- umst fyrst í barnæsku á Fálka- götunni. Eftir giftingu lágu svo leiðir okkar aftur saman en eig- inmenn okkar voru samferða- menn í lífinu og góðir vinir og frá þeim tíma bundumst við sterkum vinaböndum. Góður hópur vinkvenna stofn- aði svo saumaklúbb fyrir meira en sextíu árum. Síðan höfum við allar hist okkur til gamans og hefur vináttan og væntumþykj- an þroskast allar þessar stundir, svo skemmtilegar stundir að engin okkar mátti missa dag úr og mikil gleði. Elsku Munda átti ekki minnstan þátt í því með sinni glaðværð og léttleika. Munda varð ekkja árið 2002 en hún var gift góðum og vönd- uðum manni, honum Gísla Karlssyni, þau eignuðust fjögur yndisleg börn. Ég kveð kæra vinkonu með söknuði og þökk fyrir sam- veruna og bið góðan Guð að taka hana í sína arma. Við, eftirlifandi vinkonur hennar, yljum okkur við allar góðu minningarnar og sendum fjölskyldu hennar okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Guð geymi elsku Mundu okk- ar. Svo viðkvæmt er lífið sem vordagsins blóm er verður að hlíta þeim lögum að beygja sig undir þann allsherjar- dóm sem ævina telur í dögum. Við áttum hér saman svo indæla stund sem aldrei mér hverfur úr minni. Og nú ertu genginn á guðanna fund það geislar af minningu þinni. (Friðrik Steingrímsson.) Guðrún Eyjólfsdóttir (Dúna). Guðmunda Sigríð- ur Eiríksdóttir Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri grein- ar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.