Morgunblaðið - 05.11.2015, Side 35
MENNING 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 2015
Jóla
skreytingar
fyrir heimili, húsfélög og fyrirtæki
Skoðum og gerum tilboð
endurgjaldslaust
Sími 571 2000 | hreinirgardar.is
Það er rétt að hefja þessaumsögn með því að ítrekaað Eva Magnúsdóttir erekki til nema sem hug-
arfóstur höfundar Lausnarinnar;
staðreynd sem margir láta sig
miku varða. Engu skiptir þó í raun
hver samdi bókina, hvort það var
pía í París eða lúði á Leifsgötunni,
og þó höfundareinkenni bendi
vissulega sterk-
lega til tiltekins
rithöfundar þá
verður hér ekki
lagst í rann-
sóknir eða til-
gátur.
Lausnin segir
frá Lísu, ungri
konu sem er
býsna vel stödd í
lífinu, að maður
hefði haldið, í góðri og spennandi
vinnu og þokkalegum álnum og
ekki skuldsettari en gengur og ger-
ist með hennar kynslðoð. Þrátt fyr-
ir það er hún óhamingjusöm,
stendur uppi ein og yfirgefin, ást-
laus og einmana. Kærastinn Pétur
er farinn frá henni og hún hefur
ekkert fyrir stafni nema sakna
hans, nærir söknuðinn og nostrar
við hann því hún hefur ekkert
betra að gera. Vinkonurnar sinna
mönnum og börnum og íbúðum og
innbúi og hafa ekki tíma til að
hanga á kránni, enda eru þær ekki
að leita að fersku kjöti, og Lísa
treystir sér ekki til að fara ein á
veiðar.
Líf Lísu er þó ekki bara ham-
ingju- og ástlaust heldur eru leið-
indin að drepa hana, það að hún
þarf að híma heima „alein með
Netflix, heilu seríunum af sjón-
varpsþáttum sem hún myndi ekki
einu sinni hvað hétu daginn eftir“.
Já, og svo drekkur hún of mikið,
starir dreymandi í glasbotninn en
finnur þar ekki fróun. Víst hefur
hún allt til alls, eins og nafnadritið
í bókinni sannar, en það færir
henni ekki lífsfyllingu.
Um það leyti sem Lísa nálgast
botninn finnur hún lausnina, eða
réttara sagt Lausnina – alþjóðlegt
fyrirtæki sem hjálpar fólki að upp-
fylla það sem í því býr, að finna
hamingjuna. Hún rekst á auglýs-
ingu á netinu og eftir að hafa tví-
stigið um stund slær Lísa til, legg-
ur líf sitt í hendurnar á Lausninni.
Sú ákvörðun setur líf hennar held-
ur en ekki á hliðina: hafi leiðinn,
hennar tilbreytingarsnauða líf, ver-
ið að gera út af við hana verður líf
hennar óforvarandis svo æv-
intýralega hörmulegt að það er
ekki tími til að láta sér leiðast, hún
verður að hafa sig alla við að halda
sönsum, eða því litla sem eftir er af
þeim.
Þó bókin sé fulllengi í gang, og
lesandi búinn að fá upp í kok af því
hvað leiðindi Lísu eru leiðinleg, þá
hrekkur hún svo rækilega í gang
og framvindan verður snúin og
skemmtileg. Lísa fær óvænta inn-
sýn í undirheima Reykjavíkur,
fræðist um fíkniefna- og kynlífs-
innflutning, fær nasasjón af
skuggahliðum lundabúðanna og býr
um tíma á sambýlinu frá helvíti, en
allt fer vel um síðir – eða hvað?
Vonandi er ég ekki að ljóstra of
miklu upp um söguþráð bókarinnar
þegar ég nefni að endir hennar er
hamingjuríkur í meira lagi, sykur-
púðar og sæla, einhyrningar og
regnbogaæla. Vissulega grunar
Lísu að „heimurinn sem hún
byggði væri ennþá bara leiktjöld“
en hún er búin að átta sig á því að
hlutskipti hennar, leiðindin sem
voru að gera útaf við hana, var
bara býsna gott, takk fyrir, sér-
staklega borið saman við örbirgð,
vændi og nútíma þrælahald – svo
skal böl bæta að bíða annað verra.
Lausnin er ágæt afþreying,
skemmtileg gagnrýni á yfirborðs-
kenndan gerviheim sýndarsam-
félagsmiðla og sölumennsku. Lísa
er vissulega ekki aðlaðandi per-
sóna, algjör skinka og enginn tögg-
ur í henni, en dugar vel til að
spegla yfirdrepsskap og innihalds-
leysi. Hún er harla sátt við hlut-
skipti sitt í lok bókarinnar og hefur
vissulega áttað sig á að til eru
skuggahliðar á lífinu, en manni
finnst að sá þroski sé bara á yf-
irborðinu.
Leikfang leiðans
Ekki Eva Ekki er vitað hver skrifar undir nafni Evu Magnúsdóttur.
Skáldsaga
Lausnin bbbmn
eftir Evu Magnúsdóttur. Mál og
menning gefur út. 335 bls. kilja.
ÁRNI
MATTHÍASSON
BÆKUR
Ljósmynd/Shutterstock
Leikarinn Liam
Neeson mun
leika hinn sögu-
fræga uppljóstr-
ara Mark Felt,
sem kallaður var
„Deep Throat“ í
Watergate-
málinu, í njósna-
tryllinum Felt.
Felt var aðstoð-
arforstjóri FBI og aðalheimild-
armaður blaðamannanna Wood-
wards og Bernstein sem flettu ofan
af Watergate-hneykslinu sem leiddi
til þess að Richard Nixon sagði af
sér sem forseti Bandaríkjanna árið
1974.
Neeson leikur
„Deep Throat“
Liam Neeson