Morgunblaðið - 24.11.2015, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 2015
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Ágæt viðbrögð hafa verið við auglýs-
ingu Vinnumálastofnunar eftir
starfstækifærum fyrir flóttamenn.
Auglýsingin birtist mánudaginn
16. nóvember og er fyrst í stað leitað
að störfum á höfuðborgarsvæðinu og
Eyjafjarðarsvæðinu.
Fram kom í Morgunblaðinu síðast-
liðinn laugardag að samtals um 140
kvótaflóttamenn og hælisleitendur
hefðu fengið dvalarleyfi á Íslandi í ár.
Það er meiri fjöldi en nokkru sinni.
Telur Rauði krossinn á Íslandi allar
líkur á að margir leiti hælis á Íslandi
á næsta ári.
Gissur Pétursson, forstjóri Vinnu-
málastofnunar, segir að hingað hafi
komið stór hópur einstaklinga sem
flóttamenn og von sé á fleirum. Þetta
fólk hafi margs konar menntun og
starfsreynslu.
Ágætt framboð af störfum
„Við erum þegar komin með sex til
sjö störf sem við getum miðlað til
flóttamanna. Tvö eru á Eyjafjarðar-
svæðinu en hin hér á höfuðborgar-
svæðinu,“ segir Gissur sem telur
ágætt framboð af störfum fyrir flótta-
menn á Íslandi. Atvinnuástandið sé
gott.
„Ef fyrir hendi er ríkur vilji til að
taka störf sem eru í boði og ef fólk er
sæmilega mælandi á ensku eru góðar
líkur á að það fái vinnu og geti bjarg-
að sér. Aðrir eru ekki almennilega
mælandi á ensku og þurfa aðstoð.
Þá er fólkið væntanlega misjafn-
lega markað af reynslu sinni. Þess
eru dæmi að menn þurfi býsna góðan
tíma til þess að jafna sig og aðlagast
nýjum aðstæðum. Það er auðvitað
hluti af þeim stuðningi sem er veittur
í gegnum okkur, heilbrigðiskerfið og
fleiri aðila. Við leggjum ríka áherslu á
að þátttaka á vinnumarkaði sé lykil-
atriði í aðlögun flóttafólks að íslensku
samfélagi. Því fyrr sem fólk getur
fengið störf þeim mun betra er það
fyrir alla.“
Gissur segir fjóra til fimm starfs-
menn Vinnumálastofnunar sinna
verkefnum sem tengjast flóttamönn-
um. Það geri þeir samhliða öðrum
verkefnum hjá stofnuninni.
Fyrirtæki bjóða
flóttafólki störf
Forstjóri Vinnumálastofnunar er
ánægður með viðbrögð við auglýsingu
Á göngu um Elliðaárdalinn ber ævinlega eitthvað nýtt
fyrir augu. Gróðurfarið er fjölbreytt og gott skjól af
trjánum þar. Ef rigning er og kalt í veðri er ekki annað
að gera en klæða sig í samræmi við veðráttuna. Þessir
félagar voru á ferðinni í dalnum í gær og sá yngri hafði
gaman af pollunum á og við göngustíginn.
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Síbreytilegur Elliðaárdalur
Klæddir í samræmi við veðráttuna
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
Mjög hefur dregið úr því að fólk reyni
að koma fölsuðum peningaseðlum í
umferð, að sögn Hafliða Þórðarsonar,
aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá lög-
reglunni á höfuðborgarsvæðinu.
Engu að síður var reynt að greiða
fyrir vöru í fyrradag með fölsuðum
fimm þúsund króna peningaseðli.
Hafliði segir að algengast sé að
reynt sé að koma fölsuðum fimm þús-
und króna seðlum í umferð. „Þetta er
hverfandi vandamál. Segja má að
helst hafi borið á þessu fyrst eftir að
betri prentarar og skannar komu
fram en þetta er afar lítið nú orðið,“
segir Hafliði.
Að sögn nemur andvirði falsaðra
seðla sem lagt er hald á einungis
nokkrum tugum þúsunda á ári.
„Stundum er fólk gripið sem er að
nota slíka seðla, en það er langoftast
þannig að fólk sé óafvitandi að fram-
vísa fölsuðum seðli og hefur kannski
fengið hann til baka í einhverri versl-
un,“ segir Hafliði. Hann segir að ís-
lensku seðlarnir séu ágætlega gerðir
og erfitt að falsa þá.
Viðurlög við peningafölsun eru allt
að tólf ára fangelsi en svo þungir
dómar hafa ekki fallið hér á landi.
Hlutfall seðla og myntar í umferð
miðað við landsframleiðslu var meðal
þess lægsta sem þekkist í heiminum,
eða rúm 2%, ef miðað er við tölur
Seðlabanka heims árið 2012. Til sam-
anburðar var seðlanotkun mest í Jap-
an eða tæp 17%.
Mjög hefur dregið
úr peningafölsunum
Reyndi að borga með fölsuðum fimm þúsund króna seðli
Morgunblaðið/Golli
Peningar Mjög hefur dregið úr föls-
un peningaseðla á Íslandi.
Lengi vel var seðlanotkun 1% af
landsframleiðslu á Íslandi eða í
áratugi framundir fall bank-
anna, að sögn Stefáns Jóhanns
Stefánssonar, upplýsingafull-
trúa Seðlabanka Íslands. Síðan
þá hefur seðlanotkun verið um
2%.
Á vefsíðu Seðlabankans má
finna upplýsingar um það
hvernig þekkja megi falsaða
seðla. Ólík öryggisatriði eru á
seðlunum en í heild er um 14 at-
riði að ræða, m.a. sjálflýsandi
áritun og númer, vatnsmerki
með andlitsmynd, blindraletur
og öryggisþráð.
Notkun seðla
um 2% hér
14 ÖRYGGISATRIÐI Á
ÍSLENSKUM SEÐLUM
Benedikt Bóas
benedikt@mbl.is
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson for-
sætisráðherra sagði í fyrirspurnar-
tíma á Alþingi í gær að hann gengi
svo sannarlega ekki í takt við skipu-
lagsmál Reykjavíkurborgar og kall-
aði þá stefnu sem borgin hefði inn-
leitt græðgisvæðingu, líka þeirri sem
rekin var fyrir efnahagshrunið.
Heiða Kristín Helgadóttir, þing-
maður Bjartrar framtíðar, spurði
Sigmund Davíð hvernig hann sæi
fyrir sér byggðarþróun í Reykjavík
ef hún ætti ekki að fara fram sam-
kvæmt aðalskipulagi á svæðinu þar
sem flugvöllurinn er. „Ég held að
sýn hans skipti máli, ég persónulega
er full efa um að forsætisráðherra
gangi í takt við þá stefnu og strauma
sem borgin fylgir,“ sagði þingmað-
urinn.
Loft gengur kaupum og sölum
Sigmundur svaraði því að hann
væri ánægður að geta staðfest að
hann gengi á móti straumum og
stefnu borgarinnar í skipulagsmál-
um. „Ég get svo sannarlega staðfest
það að ég geng ekki í takt við þá
stefnu sem borgin hefur innleitt,“
sagði Sigmundur. „Menn hafa mikið
notað orðið græðgisvæðing í þjóð-
málaumræðu er varðar aðdraganda
efnahagshrunsins. Hvað er annað
hægt að kalla það en græðgisvæð-
ingu þegar borgaryfirvöld reka
stefnu sem beinlínis ýtir undir
þenslu á mjög afmörkuðum hluta
borgarinnar. Ýtir undir að hið gamla
og hið smáa víki og í staðinn komi
sem flestir og sem ódýrastir fer-
metrar þar sem loftið gengur kaup-
um og sölum fram og til baka og
stöðugt er lagt ofan á það hærra og
hærra gjald. Vonast þannig eftir
fleiri fermetrum. Á endanum er
borgin að útdeila gríðarlegum verð-
mætum til þeirra sem eru reiðubúnir
að ganga mest á byggðina sem fyrir
er. Það er stefna sem ég mun ekki
ganga í takt við þannig að það er
ánægjulegt að árétta það hér.“
Tugir milljarða í súginn
Heiða Kristín spurði Sigmund
Davíð einnig um frumvarp hans um
verndarsvæði í byggð og einkum 10.
grein frumvarpsins. Spurði hún sér-
staklega um byggð í Vatnsmýri.
Sigmundur svaraði því að frum-
varpið hefði verið lengi í vinnslu og
unnið á grundvelli ábendinga þeirra
sem störfuðu við minjavörslu. „Ég
tel að ákvæðið eða greinin sem spurt
er um snúist um mat ýmissa sem
starfa í minjavörslu því það hefur
komið upp tilvik þar sem illa hefur
verið farið með merkar menningar-
minjar, jafnvel sem ríkið hefur sett
verulegt fjármagn í. Dæmi eru um
að ríkið hafi sett tugi milljarða í að
gera upp og vernda slíkar minjar,
sem eru í rauninni þjóðareign. Svo
hafa komið upp álitamál um eignar-
hald og fjárfesting ríkisins í menn-
ingunni farið forgörðum,“ sagði for-
sætisráðherra.
Borgin rekur
stefnu sem ýtir
undir þenslu
Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson
Heiða Kristín
Helgadóttir
Græðgisvæðing í skipulagsmálum
í borginni, segir forsætisráðherra