Morgunblaðið - 24.11.2015, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 2015
Raðauglýsingar
Fundir/Mannfagnaðir
Samtök eldri
sjálfstæðismanna, SES
Hádegisfundur SES
Eldri sjálfstæðismenn hittast á morgun,
miðvikudaginn 25. nóvember, kl. 12:00,
í stóra salnum í Valhöll.
Húsið verður opnað kl. 11:30.
Boðið verður upp á súpu gegn vægu gjaldi,
750 krónur.
Gestur fundarins:
Björn Bjarnason,
fyrrverandi ráðherra,
fjallar um hryðjuverkin
í París og öryggi Íslands
Allir velkomnir.
Stjórnin.
Félagsstarf eldri borgara
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, gönguhópur I kl. 10.15 og vatns-
leikfimi í Vesturbæjarlaug kl. 10.50. Eftir hádegi er tálgað í tré og postu-
línsmálun kl. 13. Jóga kl. 17, skráning hjá Signýju í síma 894 0383.
Árskógar 4 Smíðar, útskurður með leiðbeinanda kl. 9-16. Leikfimi
með Maríu kl. 9.20-10. Handavinna með leiðbeinanda kl. 12.30-16.
MS fræðslu- og félagsstarf kl. 14-16.
Áskirkja Spilað verður í NEÐRI SAL kirkjunnar kl 20. Allir velkomnir.
Boðinn Handavinna kl. 9, botsía kl. 10.30, handavinna, brids og kan-
asta kl. 13, pennasaumur kl. 13.
Bólstaðarhlíð 43 Leikfimi kl. 10.40, útskurður kl. 13, dans kl. 13.30
og leshópur kl. 13.
Dalbraut 18-20 Félagsvist kl. 14.
Dalbraut 27 Handavinnustofa kl. 8, bænastund kl. 9.30, samveru-
stund kl. 14.
Fella- og Hólakirkja Kyrrðarstund kl. 12. Súpa og brauð í safnaðar-
salnum eftir stundina. Dagskráin í dag er Jólabingó. Spilum, prjónum
og syngjum saman. Notarleg og góð samvera. Framhaldssagan og
fyrirbænastund í lokin. Hlökkum til að sjá ykkur.
Furugerði 1 Handavinna með leiðbeinanda frá kl. 8-16, harðangur
og klaustur, perlusaumur, kortagerð og almenn handavinna. Morgun-
matur kl. 8.10-9.10. Leikfimi kl. 9.45-10.15. Hádegismatur kl. 11.30-
12.30. Botsía kl. 14. Kaffi kl. 14.30-15.30. Framhaldssögulestur kl.
16.30-17.30. Kvöldmatur kl. 18-19. Nánari upplýsingar í síma 411-2740.
Garðabær Qi gong í Sjálandi kl. 9.40. vatnsleikfimi í Sjálandi kl. 7.30
og 15. bútasaumur kl. 13. Opið hús í kirkjunni kl. 13. Bónusrúta frá
Jónshúsi kl. 14.45. trésmíði í Kirkjuhvoli kl. 9 og 13.
Gerðuberg Handavinnustofa kl. 9-16. Keramikmálun kl. 9-12. Perlu-
saumur kl. 9-12. Leikfimi gönguhóps kl. 10, Gönguhópur um hverfið
kl. 10.30. Starf Félags heyrnarlausra kl. 11.30-15.30. Glervinna tyffanys
með leiðbeinanda kl. 12.30-16.
Gjábakki Handavinna kl. 9, tréskurður kl. 9, stólaleikfimi kl. 9.10, silf-
ursmíði kl. 9.30, jóga kl. 10.50, handavinna kl. 13, alkort kl. 13.30, jafn-
vægisþjálfun kl. 14, létt hreyfing kl. 15, línudans kl. 18 og samkvæmis-
dans kl. 19.
Grafarvogskirkja Opið hús fyrir eldri borgara kl. 13.15 hefst með
samsöng við undirleik organista. Helgistund, handavinna, spilað og
spjallað. Kaffiveitingar. Allir velkomnir.
Grensáskirkja Kyrrðarstund kl. 12.
Gullsmári Myndlist kl. 9, jóga kl. 9.30, ganga kl. 10, kanasta og tré-
skurður kl. 13, jóga kl. 17.15.
Hallgrímskirkja Liðug á líkama og sál, starf eldri borgara í Hall-
grímskirkju þriðjudaga og föstudaga kl. 11-13. Leikfimi, súpa og spjall.
Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin kl. 8-16, morgunkaffi og
spjall til kl. 10.30, blöðin og púsl liggja frammi, jóga kl. 8.30, 9.30,
10.30 og 11.30, morgunleikfimi kl. 9.45, matur kl. 11.30, baðþjónusta
fyrir hádegi. Helgistund kl. 14, séra Ólafur Jóhannsson, kaffi kl. 14.30,
stólaleikfimi kl. 15.
Hæðargarður 31 Við hringborðið kl. 8.50, myndlistarnámskeið kl. 9,
kennari er Margrét Zóphóníasdóttir, thai chi kl. 9, leikfimi kl. 10,
Bónusbíll kl. 12.40, brids kl. 13, Kríur myndlistarhópur kl. 13, bókabíll
kl. 14.15, síðdegiskaffi kl. 14,30, enska og spænska falla niður í dag.
U3A kl. 17. Allir velkomnir í Hæðargarð, nánar í síma 411-2790.
Íþróttafélagið Glóð Línudans í Kópavogsskóla framhaldsstig 3 (2x í
viku) kl. 16, kl. 17 framhaldsstig 2 (2x í viku), kl. 18 framhaldsstig 4
(lengst komnir). Uppl. í síma 698-5857 og á www.glod.is
Korpúlfar Sundleikfimi í Grafarvogssundlaug kl. 9:30, helgistund kl.
10:30 og Qigong kl. 11:00 í BORGUM.
Laugarból Nýtt í Ármanni: Leikfimi fyrir 50+ og eldri borgara. Leik-
fimi kl. 11 mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga. Fjöl-
breyttar æfingar. Allir velkomnir.
Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl. 8.30, trésmiðja, listasmiðja kl. 9-12,
morgunleikfimi í borðsal kl. 9.45, upplestur kl. 11, opin listasmiðja
með leiðbeinanda kl. 13-16, ganga með starfsmanni kl. 14, botsía, spil
og leikir kl. 15.30. Uppl. í s. 4112760.
Selið Morgunkaffi og spjall kl. 8.30, framhaldssaga kl. 10,
hádegismatur kl. 11.30, Bónusbíll kl. 12.40, handavinnuhópur kl. 13,
bókabíll kl. 13.15 og síðdegiskaffi kl. 14.30.
Seljakirkja Menningarvaka eldri borgara verður í Seljakirkju í kvöld
kl. 18. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra flytur erindi
og Páll Rósinkranz sér um dagskrána. Vinsamlegst tilkynnið þátttöku í
síma 567 0110.
Seltjarnarnes Vatnsleikfimi sundlaug kl. 7.15. Kaffispjall í króknum
kl. 10.30. Helgistund og hádegisverður í kirkjunni kl. 11. Karlakaffi í
safnaðarheimili kirkjunnar kl. 14.
Stangarhylur 4, FEB Reykjavík Qi-gong námskeið kl. 10.30, leið-
beinandi Inga Björk Sveinsdóttir. Skák kl. 13. Enskunámskeið kl. 15.
Vitatorg Bútasaumur og glerbræðsla kl. 9, upplestur framhaldssögu
kl. 12.30, handavinna kl. 13 til 15. Félagsvist kl. 13.30. Handavinna og
spjall kl. 10 til 12. Bingó kl. 13.30. Jóla- og aðventu-hátíð verður hald-
in föstudaginn 4. desember kl. 18. Boðið verður uppá glæsilegt jóla-
hlaðborð að hætti hússins, skemmtiatriði, söngur, dans, upplestur,
jólahugvekja, happdrætti og dans með Vitatorgsbandinu. Allir vel-
komnir og takið með ykkur gesti. Miðaverð er 5.500 kr., skráning fer
fram í afgreiðslu og í símum 411-9450 og 822-3028.
Félagslíf
Hlín 6015241119 IV/V
FJÖLNIR 6015112419 I EDDA 6015112419 III
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Iðnaðarmenn
FASTEIGNA-
VIÐHALD
Við þjónustum þig með
lítil sem stór verk.
Tímavinna eða tilboð.
johann@jaidnadarmenn.is
S. 544-4444/777-3600
www.jáiðnaðarmenn.is
Óska eftir
Staðgreiðum gull, demanta og úr
Hringar, hálsmen, armbönd, Rolex,
Cartier, Patek Philippe o.fl.
Hringdu núna og fáðu tilboð þér að
kostnaðarlausu!
www.kaupumgull.is
Opið alla daga 11–18.
Kringlan – 3. hæð
(Hagkaupsmegin)
Upplýsingar í síma 661 7000.
Byggingavörur
Harðviður til húsabygginga
Sjá nánar á www.vidur.is
Vatnsklæðning, panill, pallaefni,
parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu
verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð-
viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía.
Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf.
Upplýsingar hjá Magnúsi í símum
6600230 og 5611122.
Ýmislegt
Bílaþjónusta
GÆÐABÓN
Ármúla 17a
Opið mán.-fös. 8-18. S. 568 4310
Það besta fyrir bílinn þinn
Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon,
blettun, bryngljái, leðurhreinsun.
Hjólbarðar
Ódýru dekkin
185/65x14 kr. 10.990,-
185/65x15 kr. 11.990.-
205/55x16 kr. 13.900,-
215/65X16 kr. 17.900,-
Hágæða sterk dekk. Allar stærðir.
Sendum hvert á land sem er.
Bílastofan, Njarðarbraut 11,
sími 421 1251
WWW.MBL.IS/MOGGINN/IPAD
GRÍPTU TÆKIFÆRIÐ!
✝ BjörgvinHjaltason,
Venni, fæddist í
Reykjavík 4. nóv-
ember 1932. Hann
lést á Sjúkrahúsi
Akraness 14. nóv-
ember 2015.
Foreldrar Björg-
vins voru Þóra Guð-
mundsdóttir og
Hjalti Benónýsson,
sem bæði eru látin.
Eiginkona Björgvins var
Daisy Karlsdóttir, f. 26. ágúst
1932, en þau skildu. Börn þeirra
eru: 1)Björgvin Karl Björgvins-
son, f. 1957, maki Kristbjörg
Traustadóttir, f. 1957. 2) Þórir
Björgvinsson, f. 1959, maki Þór-
ey Ingvarsdóttir, f. 1970. 3) Frið-
rik Smári Björgvinsson, f. 1961,
maki Guðný Helga Guðmunds-
dóttir, f. 1968. 4)
Heimir, f. 1965,
maki Guðlaug Sig-
ríksdóttir, f. 1969.
5) Þorkell Helgi, f.
1967, maki Hrefna
Björnsdóttir, f.
1976. Stjúpdóttir
Björgvins er Ragn-
heiður Anna Þeng-
ilsdóttir, f. 1950,
maki Halldór Ólafs-
son, f. 1948.
Björgvin átti fjögur hálfsystk-
ini, Guðmund Hjaltason, Guðjón
Inga Elías Hjaltason, Jón Berg-
þór Hjaltason og Guðbjörgu
Hjaltadóttur. f. 1943, sem er ein
eftirlifandi.
Björgvin verður jarðsunginn
frá Akraneskirkju í dag, 24. nóv-
ember 2015, og hefst athöfnin
klukkan 14.
Elsku Venni. Ekki óraði mig
fyrir því að þú værir að fara að
kveðja þessa jarðvist. Mig langar
að minnast þín með fáeinum orð-
um. Ekki vissi ég að þú hefðir
verið svona veikur. En núna ertu
kominn á góðan stað þar sem
ekki eru til veikindi og þjáningar.
Ég man þegar þú stóðst fyrir
utan Fjöliðjuna og reyktir pípuna
þína hvernig sem veðrið var, þeg-
ar ég kom hjólandi í vinnuna, og
spjallaðir alltaf smá við mig.
Ég man þegar ég var nýbúin
að vera veik og og fór að keppa í
frjálsum, ég kom og sýndi þér öll
verðlaunin sem ég vann. Þú
stóðst bara þar sem þú varst
kominn og góndir á mig með alla
verðlaunapeningana hangandi
um hálsinn og ég brosandi út að
eyrum. Ég man líka grínið með
það að þú vildir fá hestinn minn í
tunnuna, en það fékkstu sko ekki.
Ég man þegar við vorum að grín-
ast og öll leikritin sem við lékum
saman í, sem ég samdi þegar við
vorum með árshátíð Fjöliðjunn-
ar. Í eitt skiptið átti ég að
skamma þig fyrir að þykjast vera
með vín og ég gat ekki leikið því
að ég hló svo mikið. Hláturinn
kraumaði í mér allan tímann og
leikritið fór öðruvísi en ég hafði
ætlað. Ég man líka þegar þú sást
mig þegar ég var úti að hjóla og
þú varst að keyra og flautaðir á
mig og geiflaðir þig framan í mig.
Það var svo skemmtilegt. Þú
sýndir öllu sem ég tók mér fyrir
hendur áhuga, perlusaumnum,
teikningunum mínum, hesta-
mennskunni og fleiru. Ég man
líka þegar þú sast í bílnum þínum
fyrir utan Bónus og ef ég sá þig ef
ég var að fara í hesthúsið, þá var
það fyrsta sem ég gerði að hjóla
upp að bílnum svo að við gætum
tekið smá spjall. Við vorum ekki
alltaf sammála um hlutina, en ég
fékk að segja mína skoðun og þú
sagðir þína skoðun.
Elsku Venni, það verður
skrýtið að sjá þig ekki rúntandi
um göturnar á Akranesi. Ég man
líka eftir þeim fallega sið sem þú
hafðir, að kíkja alltaf í kaffi í Fjöl-
iðjuna á föstudögum á meðan þú
hafðir heilsu til þess. Sast alltaf
og spjallaðir í góðan tíma. En
svona er nú bara lífið, Venni
minn.
Takk fyrir allt og allt, elsku
Venni, og allt skemmtilega grínið
þitt. Þangað til næst. Þín vinkona
og fyrrverandi vinnufélagi,
Áslaug Þorsteinsdóttir.
Kveðja frá Fjöliðjunni
„Tilvera okkar er undarlegt
ferðalag,“ segir í kvæði Tómasar,
því „einir fara og aðrir koma í
dag“. Þannig endurnýjar lífið sig
í sífellu og þeir sem gengið hafa
götuna á enda hverfa okkur sjón-
um.
Það er Vennadagur í dag
hljómaði hjá starfsmönnum Fjöl-
iðjunnar á föstudögum til fjölda
ára. Það var alltaf tilhlökkun þeg-
ar von var á Björgvini Hjaltasyni
í heimsókn. Venni, eins og Skaga-
menn kölluðu hann, hafði þann
fallega sið að eftir að hann lét af
störfum vegna aldurs sem leið-
beinandi við Fjöliðjuna, leit alltaf
inn á sínum gamla vinnustað á
föstudögum. Það brást aldrei.
Síðustu vikur fór heilsu hans
að hraka hratt og sú staðreynd að
þessi góði og hlýi vinnufélagi
hverfi okkur sjónum er okkur öll-
um mjög erfið. Hin ljúfa minning
um vin sem hafði góða nærveru
mun lifa í huga okkar. Brosið og
glettnin í augum hans í samtölum
við alla vinnufélaga gerði það að
verkum að það birti yfir vinnu-
stað okkar, Fjöliðjunni, og gerði
að betri stað.
Sú mikla vinátta og traust sem
hann ávallt sýndi okkur er hér að
leiðarlokum þökkuð sérstaklega.
Í dag kveðjum við starfsmenn
Fjöliðjunnar þennan góða vin
okkar. Hans er og verður sárt
saknað og sendum við fjölskyldu
Venna okkar innilegustu samúð-
arkveðjur.
Fyrir hönd allra starfsmanna
Fjöliðjunnar,
Guðmundur Páll Jónsson.
Björgvin
Hjaltason
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla út-
gáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir
að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horn-
inu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felli-
glugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að
hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi
ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist
áður en skilafrestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en
3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru ein-
göngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU
KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna.
Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstandendur
senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað
er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað
útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra,
systkini, maka og börn.
Minningargreinar