Morgunblaðið - 30.11.2015, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 30.11.2015, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. NÓVEMBER 2015 Gefðu góðar minningar í jólagjöf! Kauptu 5.000 kr. gjafabréf og þú færð andvirði 7.000 kr. Kauptu 10.000 kr. gjafabréf og þú færð andvirði 15.000 kr. Kauptu 20.000 kr. gjafabréf og þú færð andvirði 30.000 kr. Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Alls hafa 1.278 hross verið flutt til 18 landa það sem af er ári en allt árið 2014 voru 1.236 hross flutt út. Árið stefnir í að vera yfir meðal- tali síðustu tíu ára. Þetta kemur fram í tölum frá bændasamtök- unum. Langflest hross hafa farið til Þýskalands eða 478 en fara þarf fara aftur til ársins 1998 til að finna álíka tölur. Svíar hafa keypt næstmest af íslenskum hestum eða 219 og Danir hafa keypt 152 íslenska hesta. Tvö íslensk hross hafa verið flutt út til Kanada, eitt til Lúxemborgar, 15 til Færeyja, 10 til Grænlands og 31 til Banda- ríkjanna. Stefnt er að því að fara með hross til Bandaríkjanna fyrir jól. Bandaríkjamarkaður að lifna við á ný „Markaðurinn í Bandaríkjunum gengur rólega en hann mallar í ró- legheitum. Við vorum að vona fyr- ir tíu til fimmtán árum að hann gæti orðið stór en hann hefur ver- ið daufur undanfarin ár. Það eru, finnst mér, merki þess að hann sé að vakna á ný,“ segir Hulda Gúst- afsdóttir hjá Hestviti sem staðið hefur í útflutningi hrossa síðan 1989. Netið hefur breytt kauphegðun fólks Hún segir að salan hafi verið mest í dýrum keppnishestum og að markaðurinn hafi breyst tölu- vert undanfarin ár. „Í kringum 1990 komu kaup- menn og keyptu 30-40 hesta í einni ferð. Þá hafði maður varla undan. En þá var markaðurinn allt öðruvísi, þá komu heildsalar en núna eru hestarnir keyptir yfir netið og fólk er mikið að gera þetta sjálft. Netið hefur breytt kauphegðun fólks mikið í þessum geira sem öðrum.“ Mest hefur ver- ið selt af dýrum keppnishestum  Útflutningur á íslenska hestinum gengur vel  Flestir til Þýskalands Útflutningur hrossa * Fyrstu 11 mánuðir ársins 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 Stóðhestar 212 208 168 165 208 189 217 Hryssur 873 791 553 547 672 621 602 Geldingar 691 588 437 424 453 426 450 Samtals 1.776 1.587 1.158 1.136 1.333 1.236 1.269 1.278* Með flugi Góður undirbúningur fyrir ferðalagið gerir það auðveld- ara að sögn Huldu Gústafsdóttur. Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Línubátar hafa verið mun lengur á miðum fyrir Norðurlandi en venjan er og landa margir þeirra afla á Siglu- firði. Fjölmargir bátar frá Suðurnesj- um og Snæfellsnesi róa á Norður- landsmið og koma yfirleitt með mikinn afla í land. Aflanum er síðan skutlað upp í bíl og hann keyrður á Suðurnes og Snæfellsnes. „Það er búið að vera ævintýri hér í mörg ár. Bátar hafa alltaf komið á þessar slóðir á haustin en ekki verið svona lengi,“ segir Steingrímur Óli Hákonarson hjá Fiskmarkaði Siglu- fjarðar sem sér um alla löndun á Siglufirði. Línubátar frá Þorbirni í Grindavík, þrír bátar Stakkavíkur, auk heimabáta og báta víðs vegar að hafa landað miklum verðmætum á Siglufirði. „Það er búið að landa um 23-24 þúsund tonnum af bolfiski það sem af er ári sem er mjög gott. Þó að fisk- verð sé lægra núna en í fyrra þá selst fiskur áfram vel. Við seljum aðallega á Suðurnesin. Lifrarverð hefur hækk- að undanfarin ár og fiskkaupendur vilja kaupa innmatinn líka,“ segir Steingrímur. Hann segir að hafnar- bryggjan sé orðin gömul og lúin og fagnar áformum Fjallabyggðar að ráðast í framkvæmdir. „Það verður byrjað í febrúar, þá verður rekið nið- ur nýtt þil og allt stækkað. Þetta eru framkvæmdir sem verða búnar 2017. Elsta hafnarbryggjan, sem er mest notuð, var orðin gömul og lúin,“ segir Steingrímur. Gullhólmi frá Stykkishólmi hefur verið á miðunum fyrir norðan frá því að hann var afhentur í október en skipið er smíðað á Akureyri. Gull- hólmi er 30 brúttótonn að stærð, um 13,7 metra langur og 5,7 metra breið- ur og er ríkulega búinn vélum og tækjum. Íbúðir eru fyrir 8 skipverja í 4 tveggja manna klefum, ásamt setu- stofu, borðsal, eldhúsi, baðherbergi og þvottahúsi. Skipið er snilld Báturinn hefur ekki enn komið til heimahafnar, en mikil ánægja er með nýjan Gullhólma: „Skipið hefur reynst frábærlega það sem af er,“ segir Pétur Erlingsson skipstjóri á Gullhólma. „Það er bara eitt orð yfir þetta skip, snilld,“ segir hann glaður. Fimm eru um borð í einu og er hver áhöfn um borð í tvær vikur, en þá er skipt um áhöfn. Pétur segir að öll þjónusta á Siglufirði sé góð og ákaf- lega gott er að landa þar. „Það er mjög gott. Það er hugsað fyrir öllu, það er meira að segja pöbb á bryggj- unni.“ Steingrímur, segir að flestir skip- verjar séu ánægðir með þjónustustig- ið sem veitt er á Siglufirði. „Það er allur pakkinn hérna, tvö öflug verkstæði, bílaleiga og kafari sem línubátarnir hafa verið duglegir að nota. Bakaríið er yfirleitt fullt og bílaleigan sem við erum með er vel nýtt. Það er oft öflugri þjónusta úti á landi en í borginni, þó að menn haldi oft annað.“ Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Heim úr róðri Sigurborg SH 12 kemur til hafnar í Siglufirði í roki, en bátar víða að hafa landað þar í haust. Líflegt á bryggjunni á Siglufirði í haust  Byrjað að byggja nýja bryggju í febrúar  Hátt þjónustustig Ljósmynd/Guðmundur Gauti Sveinsson Gullhólmi Hefur landað grimmt á Siglufirði frá að báturinn hóf róðra. Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Rúmlega 20 þúsund heilsdagsígildi voru í leikskólum á Íslandi árið 2014. Hafði börnum á leikskóla þá fjölgað um 2% frá því árið á undan. Þetta er meðal þess sem fram kemur í Tíð- indum, tímariti Sambands sveitarfé- laga á Íslandi, sem kom út í nóv- ember. Í tölfræðiupplýsingum sem þar eru framsettar má sjá ýmsar tölur um rekstrarkostnað leikskóla í land- inu. Fram kemur að heildarrekstr- arkostnaður var 31,6 milljarðar króna þegar ekki er tekið tillit til innri leigu. Launakostnaður í leik- skólum sveitarfélaga nam um 77% af heildarrekstrarkostnaði þeirra. Tekjur fyrir veitta þjónustu í leik- skólunum voru rúmir fimm millj- arðar kr. á árinu, þannig að nettó- kostnaður við rekstur leikskólanna var rúmir 26 milljarðar kr. Það eru um 13% af skatttekjum sveitarfélag- anna. Eins kemur fram að fjöldi stöðugilda í leikskólum var 4.883 sem er eitt stöðugildi á hver fjögur börn. Rúmlega 20 þúsund leikskólabörn árið 2014  Nettókostnaður við rekstur leikskóla um 26 milljarðar Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Leikskólabörn Restrarkostnaður leikskóla var 31,6 milljarðar króna árið 2014. Eitt stöðugildi er fyrir hver fjögur börn á leikskóla að meðaltali.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.