Morgunblaðið - 30.11.2015, Page 14

Morgunblaðið - 30.11.2015, Page 14
FRÉTTASKÝRING Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Skiptigengi evru og Bandaríkjadals hefur lækkað nokkuð hratt og mikið undanfarnar vikur. „Frá ársbyrjun 1999, er viðskipti með evruna á rafræn- um gjaldeyrismörkuðum hófust, hefur miðgengi evrunnar verið í kringum 1.2120 dalir. Gengið fór lægst niður í ca. 0.8250 í októ- ber 2000 og hæst í 1.5990 í júlí 2008. Nú virðist stutt í að geng- ið verði 1,05 og fari jafnvel al- veg niður í „parið“, þ.e. að gengi evru og dals verði það sama,“ segir Hallsteinn Arnar- son. Hallsteinn starfar sem sér- fræðingur hjá IFS ráðgjöf og heldur úti blogginu www.evra- dalur.is þar sem hann skrifar um gengi evru og dals, og aðra helstu gjaldeyriskrossa auk þess að fjalla um helstu erlendu hlutabréfavísitölur og hrávöruverð. Með blogginu vill Hallsteinn vekja meiri áhuga og athygli á erlendu fjármálamörkuðunum og á tæknigreiningu sem mikilvægu tæki til aðstoðar við ákvarðanatöku á mörkuðunum. Hvað gerist við 1,05? Að sögn Hallsteins verður m.a. áhugavert að sjá hvaða sálrænu áhrif það hafi ef og þá þegar gengi evru fari undir 1,05 dala markið, hvað þá ef mynt- irnar verða jafnsterkar. Undanfarin 13 ár hefur markaðurinn vanist því að gengi evru sé sterkara en dalurinn. „Það er ekki ósennilegt að gefi 1,05 markið eftir með sannfærandi hætti, fari sjálfvirk tölvuforrit í gang sem selji evru-dollar krossinn, er aftur gæti haft áhrif á önnur gjaldmiðlapör og aðra eignaflokka. Gætu þessar hreyfingar jafnvel orðið til þess að flýta þróuninni svo að evran veikist hraðar.“ Þróunin undanfarin misseri hefur einkum verið drifin áfram af tveimur kröftum. Í Bandaríkjunum er þess vænst að seðlabankinn þar í landi hækki stýrivexti á næstunni. Hærri stýrivextir myndu þýða aukna eftirspurn eftir Bandaríkjadal, a.m.k. til skamms tíma, og þar með að gengi dalsins styrkist. Á sama tíma stendur evrópski seðlabankinn í miklum skuldabréfakaupum, svk. magnbundinni íhlutun, sem dælir evrum inn á markaðinn og þrýstir þar með niður gengi sameiginlega evr- ópska gjaldmiðilsins. Í næstu viku er vaxtaákvörð- unarfundur bankans og bankinn gæti tilkynnt frekari örvunaraðgerðir. Væntingar sjást í genginu „Miðað við þróunina í evru-dollar krossinum má sjá að markaðsaðilar reikna með að á fundi sínum 16. desember muni peningastefnunefnd Seðla- banka Bandaríkjanna hækka vexti í fyrsta skipti í 9 ár. Vafalaust er líka stór hluti væntinga mark- aðsaðila um auknar aðgerðir af hálfu þess evr- ópska nú þegar komnar fram í EURUSD-parinu. En verði aðgerðir Seðlabanka Evrópu meiri en gert er ráð fyrir, gæti gengi evru veikst nokkuð,“ segir Hallsteinn. Áhugavert er að skoða með hvaða hætti ólík markmið seðlabankanna tveggja spila inn í ákvarðanatökuna. „Bandaríski seðlabankinn hefur tvenns konar markmið: að viðhalda annars vegar hámarks atvinnustigi og hins vegar stöðugu verð- lagi. Sá evrópski vinnur bara út frá verðbólgu- markmiðinu,“ útskýrir Hallsteinn. Atvinnuleysi vestra mælist nú í kringum 5% og hefur ekki verið jafn lágt síðan 2008, þó eflaust megi deila um að- ferðafræðina að baki þeim tölum. Verðbólgumark- mið bankans er 2% og mælist verðbólga vest- anhafs lág. „Það hefur komið mörgum á óvart að sögulega lágir vextir og magnbundin íhlutun hafi ekki hleypt verðbólgunni upp í Bandaríkjunum og ýmsar skýringar hafa verið gefnar á því, eins og að fjármagnið hafi leitað út úr landi og inn á hluta- bréfamarkaðinn frekar en til neytenda og þar með út í almennt verðlag. Sömuleiðis sýna tölur sem mæla verðbólguvæntingar á markaði að ekki er búist við mikilli verðbólgu á næstunni. Bandaríski seðlabankinn horfir nú líklega meira á verðbólg- una og á væntingar um verðbólgu í framtíð heldur en á atvinnustigið.“ Fléttast inn í aðra markaði Bendir Hallsteinn á að áframhaldandi styrking á gengi Bandaríkjadals og veiking gengi evru geti síðan haft mikil áhrif á hlutabréfa- og hrávöru- markaði. Segir hann að þó oft sé fjallað um gjald- eyri, hlutabréf og hrávörur sem algjörlega að- skilda eignaflokka, þá fléttist þessir markaðir saman með ýmsum hætti. „Í dag eru einfaldlega sterk tengsl á milli ólíkra markaða. Þegar aðilar á markaði eru bjartsýnir varðandi horfur í efna- hagsmálum og á markaði, þá sækja þeir í áhættu- meiri eignir á borð við hlutabréf. Þegar aftur svartsýni ríkir leita menn í öruggt skjól áhættu- minni eignaflokka á borð við dalinn og bandarísk ríkisskuldabréf.“ Er Hallsteinn sérstaklega áhugasamur um S&P 500 vísitöluna. „Vísitalan er líklega sú vísitala sem flestir markaðsaðilar horfa til. Engu að síður inni- heldur hún bara stærstu fyrirtækin miðað við markaðsverðmæti. Þar með gefur hún ekki nægi- lega skýra mynd af almennri verðþróun hlutabréfa í Bandaríkjunum,“ segir hann. „Stofnanafjár- festar, sem verða alltaf að vera inni á hlutabréfa- markaðnum, færa oft fjármagn sitt í stærri og öruggari fyrirtæki þegar óvissa ríkir á mark- aðnum. Þar með er ákveðin tilhneiging að hækk- anir í S&P 500 vísitölunni vari lengur en í öðrum helstu vísitölum. Á tímum bjartsýni og áhættu- sækni á mörkuðum leita fjárfestar aftur meira í hlutabréf smærri og áhættumeiri fyrirtækja, t.d. þeirra sem eru í Russell 2000 vísitölunni.“ Svo hefur sterkara gengi Bandaríkjadals al- mennt neikvæð áhrif á verð hrávara þar sem þær eru verðlagðar í dölum. Óhætt er að segja að sú hrávara sem mestu máli skiptir í dag sé olían, en heimsmarkaðsverð á hráolíu tók að lækka hratt seinni hluta árs 2014 og hefur verið með lægsta móti allt þetta ár. „Það virðist skoðun markaðarins að olíuverð sé nálægt botni og að meira jafnvægi sé að nást á markaðnum. Haldi gengi Bandaríkja- dals samt áfram að styrkjast, m.a. gagnvart evru, gæti verð á hráolíu mælt í dölum lækkað meira.“ Evra og dalur næstum jafnsterk  Evran verið sterkari en dalurinn í þrettán ár  Frekari styrking dals og veiking evru gæti haft sálræn áhrif  Getur líka haft áhrif á hrávöru- og hlutabréfaverð AFP Örk Rosa Gumataotao Rios, féhirðir bandaríska fjármálaráðuneytisins, sýnir blaðamönnum nýprent- aða seðla með raðnúmerum sem byrja á 8888, sem þykir happatala í Kína. Líklegt er að allir banda- rískir seðlar, „happaseðlar“ jafnt sem þeir venjulegu, muni halda áfram að styrkjast gagnvart evru. Hallsteinn Arnarson 14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. NÓVEMBER 2015 Borðapantanir og frekari upplýsingar í síma 487 5700 eða á hotelranga@hotelranga.is Við minnum á villibráðarseðilinn okkar sem er í fullum gangi til og með 19. nóvember. Forréttir Jólasúpa · Síld · Grafinn lax · Önd Bleikja · Paté · Kæfa · Salöt Aðalréttir Svínahamborgarhryggur Innbakað lambalæri · Purusteik Kalkúnn · Fiskur dagsins Grænmetisréttur Meðlæti Rauðkál · Grænar baunir Grænmeti · Uppstúfur · Dillsósa Rauðvínssósa · Sveppasósa Waldorf salat Eftirréttir Riz à l’amande Hjúpuð súkkulaðikaka Ostar · Ávextir · Sörur www.hotelranga.is Jólahlaðborðin verða: 20. og 21. nóvember, 27. og 28. nóvember, 4. og 5. desember og 11. og 12. desember Jólahlaðborð á Hótel Rangá Meðal rétta á hlaðborðinu eru: Rannsóknir bandaríska bankans SunTrust benda til þess að verslunar- helgin mikla vestanhafs hafi farið hægt af stað. Bandarískar verslanir buðu, venju samkvæmt upp á „Black Friday“-afslætti eftir þakkargjörðar- hátíðina og munu netverslanirnar að vanda halda „Cyber Monday“ af- sláttardag í dag. Rannsakendur heimsóttu verslanir á fimmtudag, þakkargjörðardag, og voru biðraðir við afgreiðslukassa í Wal-Mart og Target um helmingi styttri en á sama tíma í fyrra. Þá virt- ust neytendur gera meira af því að skoða úrvalið en endilega að kaupa. MarketWatch hefur eftir SunTrust að raftæki af ýmsu tagi hafi verið langsamlega vinsælasta varan og leit- uðu neytendur í sjónvörp, farsíma og spjaldtölvur sem boðin voru með mjög ríflegum afslætti. Könnun Reuters/Ipsons bendir til þess að bandarískir neytendur hygð- ust draga úr útgjöldum sínum þessa jólavertíðina, frekar en að gefa í. Sú könnun stangast þó á við rannsókn Gallup sem leiddi í ljós að meðal- Bandaríkjamaðurinn hygðist eyða 830 dölum í jólagjafir ár, borið saman við 720 dali að meðaltali í fyrra. Mikil aukning á netinu Á meðan kraðakið í búðunum virð- ist hafa minnkað jókst hlutur net- verslunar á „svarta föstudag“. Tölur Adobe Digital Index benda til þess að netverslanir hafi selt vörur fyrir sam- tals um 2,7 milljarða dala á svarta föstudag sem er 14% hækkun milli ára. Netverslun á sjálfan þakkar- gjörðardag nam 1,73 milljörðum dala sem er 25% hækkun frá síðasta ári. Adobe spáir því að netverslun vest- anhafs á mánudag muni í fyrsta skipti fara yfir 3 milljarða dala markið. ai@mbl.is Afsláttar- helgin hófst rólega  Færri í búðum en netverslun tekur kipp AFP Geimur Eitt af vöruhúsum Amazon. Eftirlitsstofnanir Evrópusambands- ins hafa gefið grænt ljós á 2,72 millj- arða evra greiðslu úr gríska stöðug- leikasjóðnum til gríska bankans Piraeus. ESB hefur komist að þeirri niðurstöðu að stuðningurinn brjóti ekki gegn reglum um ríkisaðstoð við fyrirtæki. Piraeus er stærsti banki Grikk- lands en nýleg úttekt Seðlabanka Evrópu leiddi í ljós að Piraeus vant- aði um 4,93 milljarða evra viðbótar- fjármögnun til að standast álags- próf. Fjallaði Morgunblaðið um úttektina í byrjun nóvember en hún leiddi í ljós að helstu bankar Grikk- lands þörfnuðust samtals 14,4 millj- arða evra fjármögnunar. Piraeus náði að afla 2,2 milljarða evra hjá fjárfestum og með öðrum leiðum og bankinn þarf að leita til gríska stöðugleikasjóðsins um það sem upp á vantar. Stöðugleikasjóð- urinn, HFSF, var settur á laggirnar árið 2010 og heyrir undir gríska rík- ið. Hann er fjármagnaður af EFSF, Efnahagsstöðugleikastofnun ESB. Lífvænlegri til lengri tíma Wall Street Journal hefur eftir Margrethe Vestager, yfirmanni samkeppnsimála hjá ESB, að sú upphæð sem tókst að safna hjá einkaaðilum sé til marks um tiltrú markaðarins. „Viðbótarstuðningur úr opinberum sjóðum og frekari endurskipulagning starfseminnar ætti að gera bankanum kleift að gera starfsemina lífvænlega til lengri tíma og halda áfram að styðja við uppbyggingu gríska hagkerfisins.“ ai@mbl.is ESB samþykkir 2,7 milljarða evra framlag til Piraeus  Vantaði 4,9 milljarða og fékk helminginn hjá fjárfestum AFP Bjartsýn Margrethe Vestager yfir- maður samkeppnismála hjá ESB.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.