Morgunblaðið - 30.11.2015, Qupperneq 19
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. NÓVEMBER 2015
✝ Jóna Þorvalds-dóttir fæddist
23. júlí 1935 á Fá-
skrúðsfirði. Hún
lést á hjúkr-
unarheimilinu
Hömrum 16. nóv-
ember 2015.
Foreldrar henn-
ar voru Þorvaldur
Sveinsson, f. 1898,
og Guðrún Sig-
urborg Vilbergs-
dóttir, f. 1906.
Systkini Jónu: Guðrún,
Hreinn, Ragnar, Magnús og fóst-
urbróðir, Sveinn Rafn Ingason.
Ragnar, Magnús og Sveinn Rafn
lifa hana.
Maki Jónu: Eiríkur Grétar
Sigurjónsson, f. 24. mars 1935 í
Reykjavík. Foreldrar hans voru
Sigurjón Eiríksson, f. 1899, og
Una Lilja Pálsdóttir, f. 1906.
Börn Jónu og Eiríks eru Sig-
urjón, kvæntur Helgu Ein-
arsdóttur, þeirra börn Einar,
Arnar og Kristrún. Þorvaldur
kvæntur Sólveigu Garð-
arsdóttur, þeirra synir Arnar og
Jóhann. Una Lilja gift Ævari
Sigdórssyni, þeirra börn Hildur
og Grétar Þór, Helgi Þór kvænt-
ur Önnu Níelsdóttur, þeirra
börn Níels og Steinunn, Sigrún,
maki Vilhjálmur
Matthíasson, þeirra
dætur Íris, Tinna
og Lísa. Barna-
börnin eru 11 tals-
ins.
Jóna stundaði
nám á Eiðum og
lauk þaðan prófi.
Flutti til Reykjavík-
ur 18 ára og bjó þar
til 1964, er þau
fluttu í Mosfellsbæ,
nánar á Skólabraut 1, og bjuggu
þau þar til 2001 er þau fluttu í
Spóahöfða 18, í sambýli við Sig-
rúnu dóttur þeirra. Jóna veiktist
2013 og flutti þá á hjúkr-
unarheimilið Hamra í Mos-
fellsbæ, þar sem hún lést.
Jóna vann ýmis störf, á Ála-
fossi, í Kjörval og fleira. Hún var
mikil félagsvera, elskaði ferða-
lög, hannyrðir og fjölskylduna.
Hafði yndi af að ferðast um land-
ið og var mikil fróðleiksnáma
um menn, málefni og staðhætti.
Hún fór nokkrar ferðir til út-
landa, og varð henni oft tíðrætt
um þær ferðir. Foreldrar henn-
ar og tengdafaðir voru til heim-
ilis hjá henni á sínu ævikvöldi.
Útför Jónu verður gerð frá
Lágafellskirkju í dag, 30. nóv-
ember 2015, kl. 15.
Mig langar að minnast í örfáum
orðum tengdamóður minnar, Jónu
Þorvaldsdóttur.
Okkar fyrstu kynni voru eftir-
minnileg, hún bauð mig velkominn
í fjölskylduna á sinn rólega hátt,
ekkert var eðlilegra en að ég flytti
inn á Skólabrautina og bættist þar
með í þann hóp sem þar var fyrir.
Þá bjuggu þar hún og Grétar,
fimm börn og foreldrar Jónu. Eftir
þetta átti eftir að fjölga, við urðum
11 í heimili og oft var fjör.
Ég get varla sagt að ég hafi séð
tengdamóður mína skipta skapi.
Hún var róleg og umhyggjusöm,
leyfði unglingunum hæfilegt frjáls-
ræði, var þó ákveðin er á þurfti að
halda. Mér tók hún vel frá fyrstu
tíð. Hún rakti ættir okkar saman til
Fossársdals í Berufirði, hún var
stolt af austfirskum uppruna,
„Fossárdalsþrjóskan“ var gæða-
stimpill, merki ákveðni og þraut-
seigju.
Jóna var fróð um Ísland, ættir
og sögu. Fátt fannst þeim hjónum
skemmtilegra en ferðalög, fyrst
með tjald, seinna var smíðaður öfl-
ugur húsbíll. Helst þurftu allir að
vera með, börn og barnabörn. Í
þeim hópi var tengdamamma
hrókur alls fagnaðar, tengdapabbi
hitaði kaffi á sinn rólega hátt,
greinilegt var þó að þetta var hon-
um að skapi. Minnisstæðar eru
komur Jónu til okkar Unu Lilju í
Hornbjargsvita. Henni fannst það
lítið mál að ferðast fyrst 400 km í
bíl, síðan í þrjá tíma í bát og vera
svo ferjuð í land í gúmmítuðru.
Hún kom tvisvar til okkar og naut
hverrar mínútu, eins og við gerð-
um líka, því við skynjuðum gleði
hennar yfir ævintýrinu.
Jóna og Grétar fluttu í Mosfells-
sveitina 1963, á Skólabraut 1. Öll
börn þeirra búa enn í Mosfellsbæ,
það lýsir best samheldni fjölskyld-
unnar, þessari samheldni sem
Jóna og Grétar skópu. Þessi sam-
heldni hefur haldið og flest barna-
börnin búa einnig í Mosfellsbæ,
hér er okkar staður.
Síðan veikist Jóna fyrir tveimur
árum og þurfti að leggjast inn á
hjúkrunarheimili. Það var þó lán
að hún fékk inni á nýju hjúkrunar-
heimili, Hömrum í Mosfellsbæ, í
námunda við ástvini sína.
Þar naut hún góðrar umönnun-
ar og atlætis, Grétar heimsótti
hana daglega og börnin komu
reglulega. Henni leið vel á Hömr-
um eftir aðstæðum, smátt og smátt
dró þó af henni, stundum var hún
veik, en hresstist ótrúlega þess á
milli.
Ég og Una hittum hana
skömmu fyrir andlátið, hún leit vel
út og ég sagði er við kvöddum
„sjáumst fljótt aftur“ og hún svar-
aði „já, í næstu heimsókn“. Hún
lést að kvöldi 16. nóvember sl.
Jóna skilur bara eftir sig góðar
minningar, minningar um góða
móður, eiginkonu, ömmu og lang-
ömmu.
Hrókur alls fagnaðar er fólk
kom saman. Hún hætti ekki að
bjóða til nýársfagnaðar fyrr en
íbúðin rúmaði ekki fleiri afkom-
endur.
Með þessum fátæklegu orðum
kveð ég þessa sómakonu, sem af-
sannaði allar sögur um tengda-
mömmur, hún var yndisleg og við
munum öll sakna hennar, takk fyr-
ir allt.
Ævar og fjölskylda.
Elsku amma okkar.
Nú þegar þú ert farin, streyma
minningarnar fram hjá okkur
systkinunum og þær eru ekki fáar.
Þú varst yndisleg amma sem alltaf
varst tilbúin til að hlusta, alltaf í
góðu skapi og innilegi hláturinn
þar sem tárin trilluðu niður kinn-
arnar fær okkur enn í dag til að
brosa, en einnig til að sakna. Það
eru forréttindi að hafa átt þig sem
ömmu. Öll ferðalögin, hvort sem
það var til Þýskalands, í Þjórsár-
dalinn, á Malarrif eða í Horn-
bjargsvita, alltaf varst þú hrókur
alls fagnaðar og hinn besti félags-
skapur.
Við erum svo heppin að vera
hluti af þeirri samheldnu fjöl-
skyldu sem þú og afi sköpuðuð. Öll
börnin ykkar og stór hluti barna-
barnanna búa enn í Mosfellsbæn-
um og tilhlökkunin er alltaf jafn
mikil fyrir hvert einasta fjölskyldu-
boð. Fjölskyldan er það mesta sem
skiptir máli og það vissir þú.
Við heiðrum minningu þína með
því að halda áfram að huga að fjöl-
skyldunni, við skulum einnig gera
okkar besta í að passa að afi svindli
ekki þegar hann leggur kapal. Við
látum fylgja með eitt erindi úr lag-
inu Rósin, sem á svo vel við þig.
Elsku afi, Sigurjón, Þorvaldur,
mamma, Helgi Þór og Sigrún, við
vottum ykkur okkar dýpstu sam-
úð, en við vitum að það er gott fólk
þarna hinumegin sem tekur á móti
henni og þau hafa sjálfsagt nóg að
tala um.
…
Finna hjá þér ást og munað
yndislega rósin mín.
Eitt er það sem aldrei gleymist,
aldrei það er minning þín.
(Guðmundur G. Halldórsson.)
Hildur og Grétar.
Jóna Þorvaldsdóttir
Fleiri minningargreinar
um Jónu Þorvaldsdóttur bíða
birtingar og munu birtast í
blaðinu næstu daga.
✝ Örlygur Ívarssonfæddist í Ólafsvík
2. apríl 1931. Hann lést
19. nóvember 2015.
Foreldrar Örlygs
voru Ívar Þórðarson
frá Ólafsvík, síðar
bóndi í Arney á
Breiðafirði, f. 4.1.
1904, d. 5.5. 1983, og
kona hans, Sigrún
Hólmfríður Guð-
björnsdóttir frá
Sveinsstöðum í Neshreppi á Snæ-
fellsnesi, f. 4.2. 1900, d. 3.3. 1999.
Systkini Örlygs eru Björg Ív-
arsdóttir, f. 25.8. 1928, Helga Ív-
arsdóttir, f. 7.2. 1930, Brynjar
Ívarsson, f. 8.7. 1933, d. 25.10.
2003; Leifur Ívarsson, f. 23.1.
1935, Svala Ívarsdóttir, f. 10.11.
1937, d. 19.7. 2009.
Örlygur kvæntist 24.12. 1961
Bryndísi Ármann Þorvaldsdóttur,
f. 17.4. 1940, íþróttakennara.
Hún er dóttir Þorvalds Jóns-
ertsdóttur og dóttir þeirra er Ísa-
bella, f. 16.12. 2001. 3) Harpa
María, f. 9.7. 1972, gift Andra
Stefánssyni, f. 20.10. 1972, og
börn þeirra eru Viktor Örlygur, f.
5.2. 2000, og Arney María, f. 21.1.
2004.
Örlygur ólst upp á Hellissandi
og í Reykjavik en var auk þess í
Arney á Breiðafirði öll unglings-
árin. Hann var búsettur í Kanada
í tvö ár við ýmis störf, bjó á náms-
árunum á Akranesi í þrjú ár, var
við nám og störf í Danmörku á ár-
unum 1962-1970, var síðan tækni-
fræðingur í Borgarnesi en hefur
síðan verið búsettur á Akureyri.
Örlygur lauk vélstjórnarprófi
1953, lauk prófum sem vélvirki
1961, lauk rekstrartæknifræði-
prófi frá Danmörku 1968. Örlyg-
ur stundaði sjómennsku í tíu ár.
Hann var tæknifræðingur í Borg-
arnesi í tvö ár og síðan á Ak-
ureyri tíu ár en auk þess var hann
kennari við Verkmenntaskólann
á Akureyri í tuttugu og átta ár.
Útför hans fer fram frá Ak-
ureyrarkirkju í dag, 30. nóv-
ember 2015, kl. 13.30.
sonar, f. 11.10.
1918, d. 19.06.
2003, og Maríu
Stefánsdóttur, f.
20.2. 1920, d. 17.4.
2003. Börn Örlygs
og Bryndísar eru:
1) Ormarr, f.
24.11. 1962,
kvæntur Valgerði
Önnu Vilhelms-
dóttur, f. 25.7.
1964, og eru börn
þeirra a) Erla, f. 26.6. 1983, sam-
býlismaður hennar er Andri
Hjörvar Albertsson, f. 13.8. 1980,
börn þeirra eru Karlotta Björk, f.
7.7. 2007, og Heiðmar Tumi, f.
15.6. 2009. b) Almarr, f. 25.2.
1988, sambýliskona hans er Ás-
gerður Stefanía Baldursdóttir, f.
5.1. 1987. c) Vala, f. 28.4. 1996,
kærasti hennar Aron Gauti
Magnússon, f. 4.7. 1997. d) Arna,
f. 6.6. 1998. 2) Þorvaldur, f. 2.8.
1966, kvæntur Ólöfu Mjöll Ell-
Elsku pabbi. Það er ekki hægt
að segja að þessi kveðjustund komi
óvænt. Það þýðir þó ekki að það sé
á neinn hátt léttbærara eða að
maður sé undir það búinn þegar
svo að því kemur að skilja. Veik-
indin höfðu herjað á í langan tíma
og síðustu fjögur ár verið erfið fyrir
þig. Ekki síst sú staðreynd að
hreyfanleikinn minnkaði og meira
og meira þurfti að reiða sig á aðra
til að komast um. Þá kom sér
reyndar vel þessi þrautseigja og
kannski þrjóska, t.d. var ekki gefið
eftir að fara það sem þú ætlaðir að
fara og vera viðstaddur.
Ég ímynda mér að þetta mótist
að einhverju leyti af því umhverfi
sem þú kemur úr. Sjálfur hef ég
ekki þreyst á að segja frá því þegar
afi og amma, foreldrar þínir,
ákváðu eftir að hafa baslað á Hell-
issandi og síðar í Reykjavík, að
flytja með allan skarann út í Arney
á Breiðafirði. Þetta gerðist á miðju
stríði, uppgangstíma í Reykjavík,
þá ákvað afi að gerast óðalsbóndi,
tók börnin úr skóla þar án frekari
formála. Samt barðist þú áfram,
hélst áfram að læra, kláraðir vél-
virkjun og tókst þig svo loksins til
og skelltir þér í nám til Danmerkur
30 að aldri. Ég held að það hljóti að
hafa verið einsdæmi. Það þvældist
ekki fyrir þér að kvænast á þessum
sama tíma og stofna fjölskyldu, út
skyldi farið.
Þegar ég lít yfir þann tíma sem
við áttum saman minnist ég stuðn-
ings við hvaðeina sem við systkinin
tókum okkur fyrir hendur. Þó að
íþróttir skipi þar hugsanlega
stærstan sess var margt annað
sem kom þar inn. Þá tókst þú
skíðabakteríuna þannig að það var
ekkert gefið eftir að skella sér í
fjallið hvernig sem viðraði. Eftir á
að hyggja þá er það líka dæmi um
seigluna að til að fylgja okkur hefur
þú sennilega byrjað þína skíðaiðk-
un kominn yfir fertugt. Að sjálf-
sögðu var svo fótboltaáhuginn
mest smitandi og þar fólst stuðn-
ingurinn ekki síst í því að þú starf-
aðir með KA í knattspyrnudeild-
inni í fjölda ára sem stjórnarmaður
og formaður deildarinnar.
Þó held ég að þú hafir náð
toppnum þegar barnabörnin fóru
að koma, þá varstu í essinu þínu.
Það sem ekki var brasað eða þurfti
að gera. Spil, leikir og íþróttavið-
burðir voru stór hluti af þessu og
heilu mótin haldin. Þó var í öllu
þessu undirliggjandi að læra eitt-
hvað með, afar oft var reiknings-
kennsla færð í leikbúning sem
dæmi. Við Vallý vorum svo heppin
að þar áttu krakkarnir okkar
öruggan samastað þegar þurfti og
virðist aldrei hafa verið neitt mál að
passa krakkana þegar þurfti.
Meira að segja langafabörnin
fengu notið samvistanna og var
enn eftir glettni og áhugi á þeirra
hugðarefnum.
Elsku pabbi, þegar ég fer yfir
árin okkar saman verður mér enn
betur ljóst hversu stoltur ég er af
þér og því sem þú hefur kennt okk-
ur og staðið fyrir. Það koma svo
augnablik þegar maður heyrir
sjálfan sig bergmála gamla frasa
eða brandara frá þér, þá var fyrsta
hugsunin áður fyrr, „nei, ég ætlaði
ekki að tala svona“. Í dag er ég
bara ánægður með það og lít á það
sem tilvitnun í spakan mann.
Pabbi minn, þakkir fyrir allt
sem þú hefur eftirlátið okkur.
Þakkir frá okkur Vallý, krökkun-
um okkar og barnabörnum.
Ormarr.
Elsku pabbi, tengdapabbi og afi
okkar hefur kvatt þennan heim eft-
ir löng og erfið veikindi.
Við kveðjum hann með sorg og
söknuði, en einnig þakklæti. Við
eigum honum svo margt að þakka,
svo sem allan hans stuðning og
hvatningu við nám og íþróttir.
Pabbi var duglegur maður og
þegar við vorum yngri þreyttist
hann aldrei á því að þeytast með
okkur á skíði eða aðra íþróttavið-
burði. Hann var þrjóskur og gafst
ekki svo auðveldlega upp og það
lýsir honum vel að þegar vegurinn
upp í fjall var ísilagður og ómögu-
legt að komast upp á afturhjóla-
drifnum bíl, þá bakkaði hann upp.
Pabbi var mjög stoltur af því að
taka strákana sína á lundaveiðar á
sínar heimaslóðir við Breiða-
fjörðinn og kenna þeim til verka.
Hann elskaði barnabörnin sín heitt
og fylgdist vel með þeirra daglega
lífi og spurði til þeirra alveg fram á
síðasta dag. Það eru margar minn-
ingar sem koma upp í hugann á
þessari stundu og við munum
halda vel í þær.
Við kveðjum þig, elsku pabbi,
með þessu kvæði og þökkum fyrir
að hafa átt þig að.
Englar guðs þér yfir vaka og verndi pabbi
minn
vegir okkar skiljast núna, við sjáumst ekki
um sinn.
En minning þín hún lifir í hjörtum okkar hér
því hamingjuna áttum við með þér.
Þökkum kærleika og elsku, þökkum
virðingu og trú
þökkum allt sem af þér gafstu, okkar ástir
áttir þú.
Því viðmót þitt svo glaðlegt var og góðleg
var þín lund
og gaman var að koma á þinn fund.
Með englum Guðs nú leikur þú og lítur
okkur til
nú laus úr viðjum þjáninga, að fara það ég
skil.
Og þegar geislar sólar um gluggann skína
inn
þá gleður okkur minning þín, elsku pabbi
minn.
Vertu góðum Guði falinn er hverfur þú á
braut
gleði og gæfa okkur fylgdi með þig sem
förunaut.
Og ferðirnar sem fórum við um landið út
og inn
er fjársjóðurinn okkar, pabbi minn.
(Denver/Guðrún Sigurbjörnsdóttir.)
Harpa María Örlygs-
dóttir, Andri Stefánsson,
Viktor Örlygur og Arney
María. Þorvaldur Örlygs-
son , Ólöf Mjöll Ellerts-
dóttir og Isabella.
Örlygur Ívarsson
Fleiri minningargreinar
um Örlyg Ívarsson bíða birt-
ingar og munu birtast í blað-
inu næstu daga.
✝ Birgir Þórð-arson fæddist
26. september 1938 í
Reykjavík. Hann
lést á Dvalarheim-
ilinu Lundi 15. nóv-
ember 2015.
Foreldrar hans
voru Þórður Þor-
grímsson, f. 19.
október 1910 í
Reykjavík, d. 14.
febrúar 1989, og
Vilborg Jónsdóttir, f. 12. júní
1905 í Reykjavík, d. 18. apríl
1944.
Alsystkin Birgis:
Þorgrímur Þórðarson, f. 1934,
d. 2009. Bjarni Valgarður Þórð-
arson, f. 1940. Sverrir Þórðarson,
f. 1941.
Systkin samfeðra: Þórður, f.
1947, d. 2011, og Alda Særós, f.
1949.
Fyrri maki: Adda Valgerður
Þorsteinsdóttir, f. 19. janúar
1937, d. 6. apríl 2010. Þau skildu
árið 1983.
Seinni maki: Marianne Ósk B.
Nielsen, f. 26. nóvember 1948,
þau skildu árið 1997.
Börn Birgis og Öddu eru:
1) Vilborg Salóme, f. 18. janúar
1956, maki Arnviður Unnsteinn
1987. Barn þeirra er Katrín
Emma, f. 15. júlí 2014. d) Leifur,
f. 3. janúar 1995.
3) Sigurbjörg Helga, f. 16. maí
1964, barnsfaðir Ragnar Hjálmar
Ragnarsson, f. 1. maí 1959, d. 8.
maí 1994. Barn þeirra er Sindri
Rafn, f. 11. ágúst 1986. Barns-
faðir Arnar Tryggvason, f. 27.
febrúar 1969, börn þeirra eru
Ingibjörg Vala, f. 12. júní 2001 og
Viktoría Ír, f. 14. apríl 2004.
4) Steinlaug Birgisdóttir, f. 8.
nóvember 1967, maki Gunnar
Kristjánsson, f. 3. maí 1971, börn
þeirra eru Elvar Snær, f. 7. sept-
ember 1999, og Adda Kristín, f.
17. júlí 2004.
5) Guðrún Kristmanns Birg-
isdóttir, f. 7.janúar 1969, maki
Eyjólfur Ólafsson, f. 20. mars
1962. Börn þeirra eru: a) Hrann-
ar Máni, f. 2. febrúar 2000, b) Sól-
dís Eva, f. 29. desember 2001, og
c) Nökkvi Svan, f. 16. desember
2003.
Börn Birgis og Mariönnu eru:
6) Benjamín Aage Birgisson, f.
2. ágúst 1983, barnsmóðir Íris
Rán Símonardóttir, f. 15. maí
1987. Barn þeirra er Aníta Björg,
f. 2.júní 2007.
7) Rikard Arnar Birgisson, f.
20. janúar 1988, maki Linda
Ramdani, f. 17. júlí 1991.
Útför Birgis fer fram frá Sel-
fosskirkju í dag, 30. nóvember
2015, klukkan 14.
Marvinsson, f. 17.
ágúst 1947. Börn
þeirra eru: a) Vignir
Þór, f. 13. júlí 1975.
b) Unnur Ósk, f. 6.
nóvember 1983,
barnsfaðir Finnbogi
Jónasson, f. 13. apríl
1982. Barn þeirra er
Frosti, f. 19. maí
2010. c) Steinn Atli,
f. 12. ágúst 1985,
maki Birgitta Ragn-
arsdóttir, f. 22. apríl 1989.
2) Margrét Eygló, f. 2. október
1958. Fyrri maki Sigmundur Ces-
ar Karlsson, f. 28.nóvember 1954.
Börn þeirra eru: a) Hörður Ár-
sæll, f. 16. apríl 1982, barnsmóðir
Signý Egilsdóttir, f. 18. febrúar
1987. Börn þeirra Erla Margrét,
f. 18. maí 2009, og Kolbrún
Emelía, f. 2. júlí 2012. b) Eydís
Rós, f. 25. apríl 1984, maki Ingvar
Guðni Ingimarsson, f. 18. febrúar
1978. Börn þeirra: Þórunn Eva, f.
6. desember 2007, Eyþór Berg-
mann, f. 29. september 2009, og
Greta Sóley, f. 9. júlí 2015.
Seinni maki Margrétar er Auð-
unn Leifsson, f. 16. ágúst 1955.
Börn þeirra eru: c) Guðrún, f. 28.
febrúar 1991, maki Kristján Sig-
urjónsson Saithong, f. 5. febrúar
Elsku afi. Hjartans þakkir fyr-
ir allar stundirnar okkar saman,
þá vináttu og traust sem þú sýnd-
ir okkur alla tíð. Á stundu sem
þessari hellist yfir okkur heilt haf
af yndislegum minningum.
Heimsóknir í Stekkholtið, þegar
þú komst í sunnudagsbíltúr aust-
ur í Landeyjar með ís og fékkst
meðal annars viðurnefnið „afi-ís“,
veiðiferðir með misgóðum afla og
príla upp á Stóra-Dímon. Þú lést
ekkert stoppa þig. Alltaf tilbúinn
að hjálpa og vildir alltaf allt fyrir
okkur gera.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Við höldum áfram lífsins leið
með minningar okkar um þig í
veganesti og geymum þig í
hjartastað um ókomna tíð. Þín
afabörn,
Hörður Ársæll, Eydís
Rós, Guðrún og Leifur.
Nú allur er minn ástkæri frændi Birgir,
fjölskyldan í Hlaðbæ öll hann syrgir.
Því gleði og elsku hann með sér bar,
hvenær sem hittumst, þá líka hvar.
Í margþættu lífshlaupi margt mátti
reyna,
fimm eignaðist dætur og tvo hrausta
sveina.
Er loka ég augum sé brosið hans
bjarta,
í minningunni hann ávallt mun skarta.
Fjölskyldu hans samúðarkveðjur færi,
ef hans ekki notið við snauðari ég
væri.
Bergrós
Þorgrímsdóttir.
Birgir Þórðarson