Morgunblaðið - 30.11.2015, Page 22

Morgunblaðið - 30.11.2015, Page 22
22 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. NÓVEMBER 2015 Hafliði Jónsson, ráðgjafi í öryggis- og eftirlitsmyndakerfum, er45 ára í dag. „Það er mikil þróun í þessum heimi og miklarbreytingar. Maður þarf að vera á tánum og fylgjast vel með í þessum bransa, en ég er búinn að starfa í honum í átta ár. Ég er fyrst og fremst að gefa ráðgjöf fyrir fyrirtæki og þetta snýr að mestum hluta að aðgangsstýringarkerfum og eftirlitsmyndakerfum. Fólk er skynsamt og fer ekkert offari í þessum málum. Þegar vinnunni sleppir þá er maður í golfinu á sumrin og skotveið- inni á haustin og svo almennu vetrarstússi. Ég er búinn að vera í gæsaveiðinni undanfarin ár og gott að eiga eitthvað í frystikistunni. Veiðin gekk ágætlega núna, ég tók heim með mér átta fugla, en við veiðifélagarnir deilum því sem við veiðum jafnt út. Þetta dugar alveg, maður er svo nægjusamur. Gæsin er samt ekki jólamaturinn hjá okkur, sænsk jólaskinka sem er heimatilbúin frá grunni er jólamaturinn.“ Eiginkona Hafliða er Agnes Stefánsdóttir, fornleifafræðingur og sviðsstjóri á Minjastofnun Íslands, og börn þeirra eru Þorsteinn Már 22 ára, Andrea Sif 16 ára, en hún á einnig afmæli í dag, og Óskar Páll 10 ára. Ráðgjafinn Hafliði hefur sinnt öryggismálum í átta ár. Sinnir ráðgjöf í öryggismálum Hafliði Jónsson er 45 ára í dag Þ ór fæddist í Vestmanna- eyjum 30.11. 1945 og hefur alið þar allan ald- ur sinn en skrapp í land í gosinu: „Bernskuminningarnar snúast um bryggjurnar í Eyjum og nágranna mína, feðgana Guðjón Jónsson í Hlíðardal og Bergþór son hans. Þeir ráku útgerð og búskap og leyfðu mér að skottast með sér, fara á sjó, í eggjatínslu og sækja fé í úteyjar. Ég var í sveit í Austvaðsholti á Rangárvöllum og í Ásgarði í Reyk- holtsdal, hjá góðu fólki. Þar kynnt- ist ég búverkum eins og þau tíðk- uðust áður en vélvæðingin kom til.“ Þór æfði og keppti í knattspyrnu með íþróttafélaginu Þór og lék um skeið með meistarflokki ÍBV, en faðir hans hafði starfað mikið með Þór og sat þar í stjórn um skeið. Þór Ísfeld Vilhjálmsson, starfsmannastjóri í Eyjum – 70 ára Stór hópur Þór með Sólveigu, Maríu, móður sinni, börnum, tengdabörnum, barnabörnum og eina langafabarninu. Félagslyndur Eyjapeyi Jökull Blöndal Björnsson, Hlynur Þorri Helguson, Fróði Reyr Hákonarson, Óð- inn Bragi Sævarsson og Jóel Þeyr Kárason héldu tombólu í Grafarvoginum og gáfu Rauða krossinum ágóðann, 6.654 kr. Hlutavelta Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. þegar þú vilt kvarts stein á borðið Blettaábyrgð Viðhaldsfrítt yfirborð Slitsterkt Bakteríuvörn Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | www.rein.is By Cosentino

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.