Morgunblaðið - 30.11.2015, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 30.11.2015, Blaðsíða 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. NÓVEMBER 2015 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Hættu að vorkenna sjálfri/sjálfum þér og líttu frekar á hvað það er sem þú ger- ir rangt. Mundu það þegar þú ert í sam- skiptum við viðkvæma persónu sem þú þekkir. 20. apríl - 20. maí  Naut Hlustaðu á eðlisávísun þína, þegar kemur að máli sem snertir þig og þína nán- ustu. Stattu föst/fastur á þínu uns rykið eft- ir hina hefur sest aftur. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Lífið hefur mikinn tilgang núna, þar sem viss manneskja spilar stóra rullu. Vertu þér meðvitandi um vald þitt og farðu vel með það. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Það er eðlilegt að finna til af- brýðisemi vegna yfirgengilegrar velgengni annarra. En þú þarft bara að takast á við vandann með hetjulund. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Dagurinn markast af kraftmiklum og skapandi törnum. Ef það er satt er þig oft að dreyma þessa daga – í sturtunni, í umferð- inni, í búðinni og svo auðvitað á nóttunni. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Það er hollt að vera jafnan við öllu búin/n og geta þá notið velgengni og tekist hraustlega á við mótlætið. Ekki afskrifa neina drauma án umhugsunar. 23. sept. - 22. okt.  Vog Hættu að mikla fyrir þér eigin vanda. Kannski lætur þú blekkjast af sorgarsögu sem ekki er sannleikanum samkvæm. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Fólk treystir því að þú munir mæta, og þegar þú gerir það er augljóst að allir eru að horfa á þig. Mundu að þetta er leikur, þú ert enn frjáls. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú getur leitað hátt og lágt, en kemst að því að það er ekkert til að stressa sig yfir. Hlustaðu og taktu þátt í samræðum en ekki lofa neinu. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú sérð ekki út úr augum vegna anna og þarft að komast frá í smátíma. Sumir taka eftir breytingunum, aðrir ekki. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Vinur gagnrýnir meðferð þína á fjármunum hugsanlega. Sýndu aðgát við akstur eða á gangi. Háttvíst fólk eins og vog- in veit hvenær rétti tíminn er til þess að byrsta sig. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þið ættuð ekki að hika við að beita gömlum ráðum gegn nýjum vandamálum. Slík framkoma kemur þér bara í koll fyrr eða síðar. Ármann Þorgrímsson var meðskemmtilegar hugleiðingar á Leirnum á miðvikudag, – hann minnti mig á kerlinguna og sálina hans Jóns míns þegar hann sagði að „ég er að komast á þann aldur að ég þarf að fara að hugsa um vista- skipti og skrapp þess vegna upp til að huga að stöðu minni þar. Ég mætti mörgum á leiðinni sem ég kannaðist við en ég er bjartsýnn að eðlisfari og hugsaði því: Framundan er gatan greið hinn gullna veg. Nú er fólk á niðurleið nema ég. Ég kom að dyrum sem voru í frekar lélegu viðhaldi og voru þær opnar í hálfa gátt. Fljótt ég sá að Framsókn ræður flestu þar Uppi í hillu eru skræður ólesnar. Engar tölvur eiga þarna og ekkert fés aðeins skruddu illa farna sem enginn les. Hvíthærður öldungur, eldri en ég, var við afgreiðslu. Ekki hefur hann verið látinn hætta 70 ára. Fletti hann með fingrum sveittum fornri bók, sagðist ekki sjá þar neitt um svartan hrók. Þannig standa málin núna. Er að hefjast önnur lota eilífðar. Eflaust þarf ég ekki að nota úlpu þar.“ Sigmundur Benediktsson spáir í veðrið: Í veðurkortum vindur hrín, vart ég skjólsæld hreppi. Best að drekka brennivín birgður undir teppi. Frostið herðir freratök fleira skreppur saman og ef krapar vonavök verður lítið gaman. Kneyfa skal því koníak, kvæða auka raupið. Ferskeytlan er fyrirtak. Fæ mér enn í staupið! Vel lá á Pétri Stefánssyni í vik- unni og átti von á góðum kvöld- verði: Nú er ég reifur og rogginn og rölti frá allri neyð, nú fæ ég gott í gogginn; grillaða lambasneið. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Hvernig verður það eftir vistaskiptin? Í klípu „ÉG ER AÐ FARA AÐ LÝSA FISKI DAGSINS, VEIDDUM Í DAG, EN LEYFIÐ MÉR FYRST AÐ LÝSA ÞEIM SEM SLAPP Í BURTU.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „EF ÞÚ ERT SVONA MIKIÐ Á MÓTI VEÐMÁLUM, HVERS VEGNA ERTU ENN Í ÞESSUM HJÓNABANDSBRANSA?“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... þegar danstímarnir ykkar fara að skila sér! HANN LEÓ FRÆNDI MINN VAR HEILSUHRAUSTUR ALLA SÍNA TÍÐ… SÍÐAN EINN DAGINN… BAMM! HANN FÓR BARA SISVONA! HJARTAÁFALL? SÍMASKRÁIN Í HONG KONG ÞESSI BÆKLINGUR SEGIR AÐ SMÁ- DREKAR VERÐI… …NÆSTA GÆLUDÝRIÐ SEM „ALLIR VERÐI AÐ FÁ“! ÉG VILDI AÐ ÉG GÆTI STOFNAÐ SMÁDREKABÝLI… HVAÐ STOPPAR ÞIG? BRUNATRYGGINGIN ER SVO DÝR! Hatursorðræða er hugtak sem hef-ur fest sig í sessi á málþingi dagsins. Allt mögulegt sem ber á góma og er á jaðri þess sem almennar óskráðar leikreglur leyfa er flokkað sem hatur, mannvonska, fordómar og þaðan af verra. Skiptar skoðanir um málefni innflytjenda og minnhluta- mál eru kröftugt dínamít og hávaði frá sprengingum bergmálar víða. Áberandi er að fulltrúar þeirra sem segjast vilja þeim sem höllum fæti standa vel telja sig þess umkomna að dæma þá sem hugsanlega eru á önd- verðum meiði. Þá eru ekki spöruð stóru orðin. Viðkomandi sagt að hafa sig hægan, draga orð sín til baka og sýna auðmýkt. x x x Samkvæmisleikurinn „að biðjastafsökunar“ er annars orðinn frekar þreytandi, að mati Víkverja. Fólk getur verið heiðarlega ósam- mála, misskilið, haft rangt eftir eða bara lagt ólíkan skilning í hlutina. Það þarf enga afsökunarbeiðni þó að menn sjái silfrið hver með sínum aug- um. Sem betur fer eru ekki allir eins, sagði amma um árið við Víkverja, sem hefur sannfærst æ betur með ár- unum um að gamla konan hafi haft sitthvað til síns mál. x x x Kjarni þessa alls eru mannasiðir.Flestir læra sem börn að best er að fara með löndum og stilla orðum í hóf. En alltaf er til fólk sem fer fram úr sjálfu sér með rugli og röfli og er sér til skammar. Þegar þetta hendir spyr Víkverji viðkomandi hvort hann hafi farið öfugum megin fram úr þann morguninn. Biður svo viðkomandi um að telja upp að tíu, draga andann djúpt og fara út og fá sér frískt loft. „Í guðanna bænum“ er sagt ef viðkom- andi minnkar ekki dampinn. x x x Um 90-95% af öllum sem Víkverjihittir eru ágætis fólk sem vill vel og kann listina að vera manneskja. Það kemst af við aðra. Inn á milli leynist svo leiðindalið sem dæmir sig sjálft úr leik með því sem Víkverji kallar munnsöfnuð og bjánagang, enda er óljóst hvað felst í hugtakinu hatursorðræða. víkverji@mbl.is Víkverji Látið ekkert fúkyrði líða ykkur af munni heldur það eitt sem er gott til uppbyggingar, þar sem þörf gerist, til þess að það verði til góðs þeim sem heyra. Smiðjuvegi 66 • Kópavogi • 580 5800 • www.landvelar.isFuruvöllum 3 • Akureyri • 461 2288 Kamasa verkfæri – þessi sterku

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.