Morgunblaðið - 30.11.2015, Page 26

Morgunblaðið - 30.11.2015, Page 26
VIÐTAL Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is „Það er ánægjulegt ef teikningar manns blása fólki í brjóst meiri já- kvæðni, ekki veitir af,“ segir lista- maðurinn og Kópavogsbúinn Karl Jóhann Jónsson, en hann er að gefa út sína fyrstu barnabók sem hann bæði skrifar og myndskreytir en það fyrsta sem lesendur reka augun í eru skemmtilega líf- legar og litríkar mynd- ir Karls í bókinni. „Sagan heitir Smá- kon og fjallar um búálf, öllu heldur eldhúsálf sem er þokkalega ham- ingjusamur í sinni hversdagslegur rútínu en heimurinn flækist þegar mús gerir innrás í heiminn hans en hann þarf þá að glíma við þann kvíða sem við öll glímum við þegar hlut- ir breytast í kringum okkur.“ Karl segist ekki vita hvort hafi komið á undan teikningarnar eða textinn. Myndlistarmaðurinn hugsi oft söguna í myndum og þá birtist textinn með. „Ég hef skrifað aðra barnabók sem ég reyndi í mörg ár að gefa út en illa gekk þar til ég sýndi Náms- gagnastofnun hana. Okkur kom saman um að stytta textann og að- laga hana lestrarbókarformi og bók- in heitir Sófus og svínið og fjallar um samskipti svíns og listmálara og er með tilvísunum í listasöguna. Það ánægjulega var að ég hlaut svo Dimmalimm verðlaunin það árið fyrir myndskreytingarnar. En í báð- um þessum bókum byrjaði sagan með teikningum sem spunnu síðan utan um sig söguna eftir því sem lengra gekk.“ Álfarnir í lífi Karls Hugmyndin af sögunni um Smá- kon segir Karl að rekja megi til símakrots en eins og mörg okkar á hann það til að krota eitthvað niður á blað þegar hann er í símanum. „Margir eru með sitt persónulega símakrot, svona dútl sem þeir pára, hjá mér eru það álfar. Ég hef ekki hugmynd um af hverju, ég hef ekki séð slíkt fyrirbæri, og læt ekki uppi hvort ég trúi á slíkt. Þetta er líklega meira að þeir gefa tilefni til skemmtilegrar karaktersköpunar.“ Hann viðurkennir einnig að kveikjan að sögunni komi til af gleymsku. „Ég er alltaf að týna einhverjum hlutum en hver hefur svo sem ekki velt því fyrir sér hvað hafi orðið um annan sokkinn eða aðra hluti sem við erum svo gjörn á að gleyma hvar við lögðum frá okkur? Konan mín og ég höfum stundum gantast með þá hugmynd að búálfarnir hljóti að vera í einhvers konar pokahoppi með sokkana okkar, sem ég gerði svo nokkrar myndir við.“ Spurður um það hvort teikningar hans og sögur séu ætlaðar sér- stökum aldurshóp segir hann bros- andi að svo sé ekki. Sögurnar og sérstaklega myndirnar séu fyrir fólk á öllum aldri. Hver getur ekki haft gaman af fallegum myndum og skemmtilegri sögu? Tómahljóð myndlistarinnar Fyrir um það bil tíu árum var komið tómahljóð í myndlistina hjá Karli og segist hann hafa verið far- inn að tapa málaragleð- inni. Teikningarnar hafi þá komið honum til bjargar. „Þetta var eins og að fara aftur í einhvern kjarna. Það rifjaðist upp hvað það var gam- an að teikna án þess að þurfa að hugleiða eitt- hvert djúpt konsept,“ segir Karl en kynni hans af Haraldi S. Magnússyni komu hon- um aftur á sporið. „Haraldur hafði skrifað bækur sem kallast Ragga-bækurnar og vantaði teiknara. Ég hef síðan verið á einn eða annan hátt að myndskreyta. Nú síðustu ár í aðra bókaröð um dreng- inn Gumma eftir Dagbjörtu Ás- geirsdóttur og nokkuð teiknað fyrir Námsgagnastofnun og aðra aðila.“ Karl segist einnig bera ábyrgð á nokkrum skopmyndum en fyrst og fremst starfi hann sem kennari í dag en hann lauk kennsluréttindum frá LHÍ árið 2006 og hefur frá þeim tíma kennt ásamt því að stunda list sína og önnur störf. Spurður um það hvort hann hafi tíma í sólahringnum fyrir eitthvað annað en vinnu hlær hann og segist ekki vinna mjög hratt og gefi ekki út teikningar fyrir margar bækur á ári. „Ég vinn fulla vinnu með listinni og ég get sagt þér að ég vinn ekki mjög hratt. Það helgast helst af því að ég er lengi að verða ánægður með það sem ég geri og næ kannski tveimur bókum á ári meðfram öðr- um verkefnum og vinnu.“ Ferlið er tímafrekt en nákvæmt en Karl vinnur myndskreytingar sínar í samstarfi við höfund verks og lestur textans. „Ég held að ég vinni þetta mjög hefðbundið. Ég byrja á því að lesa textann og ræði svo við höfundinn um það hvernig hann sér hlutina myndrænt fyrir sér. Oftast punkta ég niður hugmyndir við lesturinn, geri litlar, ljótar skissur, bara spýtukalla í byrjun. Ég held að flestir sem sæju skissurnar mínar teldu að ég gæti ekki teiknað Óla prik skammlaust. En ég hef verið gríðarlega heppinn með þá sem ég hef unnið með og fyrir og alltaf náð góðri lendingu með teikningar mín- ar.“ Tölvan og pensillinn Karl er einn þeirra sem notar enn pensilinn en viðurkennir að tölvan sé þó aldrei langt undan. „Ég nota tölvur reyndar mikið, vinn í photoshop en ég vatnslita mikið líka, gríp í þetta jöfnum hönd- um eftir því hvað hentar verkefninu. Sum þeirra eru þess eðlis að það að lita þau í tölvu er betra, ég þarf kannski að vera sveigjanlegur með liti og púsla saman hlutum. Þá geri ég oftast línuteikningar með bleki og pennaoddi sem ég skanna svo inn og lita í tölvunni.“ Karl segist hafa unnið nokkuð af stafrænum myndum í barnabækur en það sé einhver tilfinning eða ein- lægni sem hann leitast eftir sjálfur er honum gengur betur að ná með vatnslitum. „Það skrýtna er að ég er ekki fljótari að lita í tölvunni því ég þarf að glíma svo lengi við að gera mynd- ina þannig lifandi að ég sé sáttur við hana en vatnsliturinn er svo lifandi og skemmtilegur í sjálfu sér að þrátt fyrir allskonar klaufaskap sem erfitt er að breyta er ég oftar ánægður með niðurstöðuna. Tölvur eða málning, skiptir ekki máli, þetta er bara sitt hvor miðillinn líkt og olía eða akríl, bara spurning hvernig lagi hver nær á honum.“ Myndin segir hluta sögunnar Í hefðbundna myndabók þar sem hver opna er texti og mynd segir Karl myndskreytingar skipta gríðarlegu máli. Með pensilinn á lofti  Karl Jóhann Jónsson myndlistar- maður skrifar og myndskreytir eigin bækur  Leitaði í teikningar og myndskreytingar þegar tóma- hljóð var komið í myndlistina Listamaður Karl Jóhann Jónsson. 26 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. NÓVEMBER 2015

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.