Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 15.01.1987, Blaðsíða 1

Víkurfréttir - 15.01.1987, Blaðsíða 1
0 imn 2. tbl. 8. árg. Fimmtuáagur 15. janúa LftNDSBOKÍ HVERFISB 101 REYK Varnar- liðs- mönnum fjölgar utan vallar Flestir þeirra búa í Keflavík Að undanförnu hefur borið mikið á óánægju með það að varnarliðsmönnum hefur farið fjölgandi á húsa- leigumarkaðinum utan vallar. Hefur gengið erfið- lega að fá staðfestar tölur um fjölda þeirra utan vall- ar, en nú á síðustu þingdög- um fyrir jól upplýstust þau mál, er utanríkisráðherra svaraði fyrirspurnum frá Geir Gunnarssyni á Al- þingi. Kom þar fram að árið 1980 bjuggu 37 varnarliðs- menn utan vallarsvæðisins. Árið eftir voru þeir 27, 39 árið 1982, 46 árið 1983, 58 árið 1984, 59 árið 1985 og 1. des. sl. voru þeir 63, þar af 14 hermenn. Lang- flestir bjuggu þeir í Kefla- vík. Hefur búseta þeirra því farið fjölgandi, þrátt fyrir ótvíræðar yfirlýsingar ís- lenskra stjórnvalda um að þeir haldi sig innan vallar og marg ítrekaðar óskir bæjaryfirvalda hér á svæð- inu sama efnis. Forstöðumaðurinn lagði fram uppsögn Aðalstjórn Sjúkrahúss Keflavíkurlæknishéraðs og Heilsugæslustöðvar Suðurnesja kom á mánu- daginn til fundar í hús- næði Samband sveitarfé- laga á Suðurnesjum. Þann dag rann út frestur sá sem veittur var forstöðumanni sjúkrahússins til að skila spurnmgum endurskoð- svörum við félagsiegra enda. Lagði forstöðumaður- inn fram skýrslu um mál- ið, en hvað þar kom fram vildi Ólafur Björnsson, formaður stjórnarinnar, ekki láta hafa eftir sér þar scm samþvkkt var að fundarefnið yrði trúnað- armál fram að fundi með fulltrúum allra sveitarfé- . laganna á Suðurnesjum, scm halda átti í gær. Þó sagði Ólafur: „Um er að ræða veruiega samskipta- örðugleika milli forstöðu- manns og stjórnarinnar". Síðdegis á þriðjudag kont síðan upp sú óvænta staða, að forstöðumaður- inn sagði sjálfur upp störf- um. Var aðalstjórnin þá kölluð til fundar á ný og var þar samþykkt að taka uppsögnina til greina. Tók uppsögn hans þegar gildi og hefur hann þar með hætt störfum Ragnar Eðvaldsson bakarmeistari, ásamt þýska brauðgerðarmanninum Jorg Schatte, með nokkur af þeim brauðum sem verða á boðstólum á næstunni. Ljósm : bb Ný lína í brauð- unum hjá Ragnari „Við erum að koma með nýja línu í brauð- og köku- gerð frá Þýskalandi og mun- um gefa fólki kost á að smakka á þessu góðgæti á útsölustöðum okkar“, sagði Ragnar Eðvaldsson, bakara- meistari í Ragnarsbakaríi. Hann er nú með tvo brauðgerðarmenn frá Þýskalandi á sínum snær- um og eru þeir að kynna bökunarefni frá fyrirtæki sínu. Annar er sérhæfður í brauðgerð, en hinn í köku- gerð. Ragnar sagði að 12 teg- undir af brauði yrðu á boð- stólum hjá sér og nefndi hann sérstaklega nýtt 6 korna brauð sem væri nýj- ung hér á landi. Auk þessa yrði boðið upp á mikið úr- val af kökum og tertum. Sérleyfisbifreiðir Keflavíkur: VERULEGUR 1 FJAt Við úttekt á stöðu Ketlavík- urbæjar, sem cndurskoðunar- skrifstofan Hagskil sf. stendur að, kom í ljós verulegur fjár- dráttur er rakinn var til full- trúa hjá Sérleytlsbifreiðum Keflavíkur. í framhaldi af þvf hefur viðkomandi fulltrúi nú IDRAI sagt starfi sínu lausu. Var lausnarbeiðni hans tekin fvrir í bæjarráði Kefla- víkur síðasta þriðjudag og þar samþvkkt að hún tæki þegar gildi og hefur hann því látið af störfum. Jafnframt var sam- þykkt að Hagski! skoðaði TUR nánar fjárreiður Sérleyfisbif- reiðanna árin 1983, 1984 og 1985. Einnig var samþykkt að fela Vilhjálmi Þórhallssyni hrl., að fara með mál þetta f.h. Sérleyfisbifreiða Keflavíkur. Togarasalan í biðstöðu Væntanleg sala togarans Gauts GK er í biðstöðu þar sem Guðmundur Ingvars- son, eigandi skipsins, er nú erlendis, en skipið er í sölu- ferð. A.m.k. þrír hópar Suðurnesjamanna gerðu í síðustu viku tilboð í skipið og sagði einn þeirra manna sem var í þeim hópi sem átti hæsta boðið af heima- mönnum, að fyrir þeim hefði fyrst og fremst vakað að halda skipinu á svæðinu. Atvinnumálanefnd Suð- urnesja, þingmenn kjör- dæmisins og sveitarstjórn- armenn í Garði hafa und- anfarnar vikur gert ýmis- legt til að koma í veg fyrir að skipið yrði selt út af svæðinu. En samkvæmt áreiðanlegum heimildum hefur þegar verið gerður óformlégur kaupsamning- ur við aðila á Grundarfirði.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.