Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 15.01.1987, Blaðsíða 5

Víkurfréttir - 15.01.1987, Blaðsíða 5
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 15. janúar 1987 5 Brothljóð og sprenging , ,Brothljóðið og sprengingin heyrðist inn í stofu, svo mikil voru læt- in. Þegar ég hljóp út í dyr blasti við ófögur sýn. Mikinn reyk lagði úr bíln- um og rúða ökumanns- megin var mölbrotin" sagði íbúi í Njarðvík sem varð fyrir þeirri óskemmti- legu reynslu að fá rakettu í gegnum rúðuna á bíln- um sínum sem stóð í mesta sakleysi fyrir utan heimili hans. Atvik þetta átti sér stað á miðvikudagskvöld eftir þrettándann. Ibúi í nær- liggjandi fjölbýlishúsi ætlaði að skjóta upp rak- ettu sem hann átti eftir. Hann stillti henni upp í flösku en svo illa vildi til að hún datt um koll, rak- ettan flaug í rúmri met- ershæð og endaði eins og áður segir inn í fólksbif- reiðinni og sprakk þar. Við sprenginguna kom stórt gat í klæðninguna og einnig dreifðust glerbrot um ailan bíl. Það er víst að aldrei er of vandlega farið með flugelda. Byggingar- nefnd kjörin Eftirtaldir þrír aðilar hafa verið settir í bygging- arnefnd vegna væntanlegr- ar nýbyggingar við Fjöl- brautaskóla Suðurnesja: Axel Nikolaison, Ingi- mundur Guðnason og Stur- laugur Olafsson. Bjargað úr Keflavíkurhöfn Um hádegisbilið sunnu- daginn næst síðasta var manni bjargað úr Keflavík- urhöfn. Hafði maðurinn verið að þvælast ölvaður niðri á bryggju er hann féll í höfnina. Leigubílstjóri frá Öku- leiðum, Pálmi Viðar, sá slysið og hljóp þegar til, jafnframt því sem hann kallaði á aðstoð. Tókst hon- um að klifra niður á dekk utan á bryggjunni og halda manninum uppi þar til nær- staddir sjómenn komu hon- um til hjálpar og aðstoðuðu við að koma manninum á land. Er lögreglan kom á staðinn hafði manninum verið náð á land og þar sem honum hafði ekki orðið meint af var hann fluttur til síns heima. Maðurinn var ósyndur og því var um hreina björgun að ræða. Hér má sjá inn í bQinn, stórt gat í toppnum, rakettan fbst í gatinu og gler- brot um allan bQ. er á sunnudaginn. Af því tilefni fá allir frítt gos með mat, föstudag, laugardag og sunnudag. - Ljúffengir skyndiréttir: eldbakaðar pizzur, pítur, hamborgarar og hinir Ijúffengu Chick-King kjúklingabitar. Við erum farin að taka á móti pöntunum á mat í fermingarveislur. Útvegum áhöld í veisluna og að sjálfsögðu vant starfsfólk. Glæsilegt hlaðborð með þorramat í neðri sal, föstudag, laugardag og sunnudag. - Eins og hver getur í sig látið fyrir 650 kr. Fjölbreyttur matseðill dagsins að sjálfsögðu einnig framreiddur. ATHUGIÐ! Tökum að okkur: Árshátíðir - Þorrablót Fermingarveislur Brúðkaupsveislur Afmælisveislur GERUM FÖST VERÐTILBOÐ FJÖR Á FJÖLUM GLÓÐARINNAR NÝTT - NÝTT - NÝTT - NÝTT Stórdansleikir föstudag og laugardag kl. 22-03. Hin frábæra hljómsveit KLASSÍK heldur uppi stanslausu fjöri. Já, nú rífum við upp góðu gömlu Glóðar-stemn- inguna aftur. - Láttu sjá þig og brostu, - það er betra. Sími 1777, 4777 EINS ÁRS AFMÆLI LANGBEST

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.