Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 15.01.1987, Blaðsíða 4

Víkurfréttir - 15.01.1987, Blaðsíða 4
4 Fimmtudagur 15. janúar 1987 VÍKUR-fréttir Fasteignasalan Hafnargötu 27 - Keflavík KEFLAVÍK: 2ja herb. íbúöviö Faxabraut. Sér inngangur. Skipti mögu- leg ............ 1.450.000 Einbýlishús við Suðurtún, mikiö endurnýjað, góð eign. 4.100.000 3ja-4ra herb. íbúðviö Hátún. Skipti á minni íbúö koma til greina ......... 1.800.000 2ja herb. ibúðviö Hringbraut (né eldhúsinnrétting og skápar í svefnherb.) 1.400.000 2ja herb. ibúðviö Heiðarholt (tilb. undir tréverk), fast verð............ 1.550.000 2ja herb. íbúð viö Heiöar- hvamm í góðu ástandi. 1.600.000 fbúðir i smiðum i Keflavik: 2ja og 3ja herb. íbúðir við Heiðarholt, seljast tilb. undir tréverk eða fullfrágengnar. Seljandi: Húsagerðin hf., Keflavík. Nánari uppl. áskrif- ■stofunni varðandi söluverð. Hringbraut 61, efri hæð, Keflavík: 4ra herb. íbúð með sérinn- gangi, 110 ferm. 2.200.000 Háteigur 11, Keflavík: Rúmgott hús á einni og hálfri hæð. Ýmis konar skipti möguleg .... Tilboö NJARÐVÍK: 4ra herb. ibúðvið Fitjabraut, þarnast viðgerðar. 1.100.000 Einbýlishús við Kirkjubraut. Skipti á íbúð í Njarðvík eða Keflavik koma til greina. 2.800.000 2ja og 3ja herb. ibúðir við Brekkustíg, seljast tilb. undir tréverk. Seljandi: Hilmar Hafsteinsson, Njarðvík. 1.700.000-1.900.000 GARÐUR: Eldra einbýlishúsvið Sjávar- götu, laust strax, engar skuldir ........ 800.000 VOGAR: Einbýlishús við Vogagerði ásamt bílskúr, vönduð hús- eign ........... 4.500.000 Túngata 9, Keflavík: Vandað eldra einbýlishús, sem gefur mikla möguleika, á góðum stað ........ Tilboð Hjallagata 10, Sandgerði: Glæsilegt einbýlishús, möguleiki á aö taka minni ibúð upp í kaupverð. Tilboð Suðurgata 5, Sandgerði: Nýtt hús að mestu fullgert á besta stað. Bílskúrsgrunnur fylgir ............ Tilboð FASTEIGNASALAN Hafnargötu 27 - Keflavík - Sími 1420 4800 eintök vikulega Blað í hverja búð og rúmlega það. molar Maraþonfundur í felum Hinn mikli leyndardóm- ur sem svífur yfir forráða- mönnum Sjúkrahússins þessa dagana, hefur vakið athygli í fjölmiðlaheimin- um. Og í þeim anda reyndi varaformaður stjómar SK og HSS að draga sem mest hún gæti úr fréttum af þeim máluni sem þar eru nú í brennidepli. Þegar formað- urinn kom til landsins biðu niörg hitamál úrlausnar og því ákvað hann að boða til fundar aðalstjórnar síðasta mánudag, en varaformað- urinn hafði gefið út að fund- urinn yrði á miðvikudag. Var mikil leynd yfir þess- urn fundi og reynt að passa að ekki læki út um hann, en hann var haldinn í aðal- stöð'/um SSS og stóð í alls 6 klukkustundir. Hlerar fólk Einn mesti húmorist- inn meðal læknaliðsins við Heilsugæslustöð Suð- urnesja skemmtir sér mikið þessa dagana vegna frásagnar Arndísar Tóm- asdóttur um hleranir af stjórnarfundum sjúkra- hússins. Segist þessi sami iæknir vera hættur að hlusta sjúklingana, hann hleri þá! Með trompi Samkvæmt heimildum Mola ætlar Ólafur Ragn- ar Grímsson að taka Suðurnesin nú með trompi í kosningunum í vor. Er hann að opna kosningaskrifstofu hér syðra og ætlar jafnvel að setjast hér að til vetrar- dvalar. Ekki háttskrifaðir Ekki eru Suðurnesja- menn hátt skrifaðir hjá Flokki Mannsins, því Suðurnesjamaður, Jón Eyjólfsson, vermir 6. sætið, en á sama tíma hampa þeir Reykvíkingi í fyrsta sætinu. Varla getur þetta talist veiðilegur listi hér syðra. Á táknmáli Molum hefur borist það til eyrna að stjórn Sjúkrahússins hafi nú ákveðið að framvegis verði fundir hennar haldnir á táknmáli til að koma í veg fyrir að þeir leki út eða verði hleraðir, eins og Arndís Tómas- dóttir hefur látið hafa eft- ir sér í fjölmiðlum. Hafsteinn ólöglegur Umræðan í Molum um löglega en siðlausa skip- un fulltrúa i stjórnir stofnana þar sem þeir starfa sjálfir hefur vakið mikla athygii. Einn þeirra aðila sem hafði samband við blaðið var Magnús Guðjónsson framkvæmd- astjóri Sambands ísl. sveitarfélaga. Benti hann á að í nýjum sveitarstjórn- arlögum sem tóku gildi á síðasta ári eru tvær til- vitnanir sem fjalla um þessi mál. í öðru tilvik- inu stendur „Forstöðu- menn eru ekki kjörgengir til stjórna þeirra stofnana sem þeir starfa hjá“ og annars staðar í sömu lög- um stendur að „fulltrúar sem eru í stjórnum sem þeir starfa hjá ber að víkja sæti ef verið er að fjalla um mál, viðkomandi þeim sjálfum eða vensla- fólki þeirra". Samkvæmt þessu má Hafsteinn Guð- mundsson ekki vera for- maður íþróttaráðs Kefla- víkur. Guðmundur undanskilinn í síðustu molum var greint frá nokkrum nefndarstörfum í Kefla- vík, þar sem siðleysi ræð- ur rikjum, þ.e. viðkom- andi nefndarmenn eru í öðru orðinu yfirmenn og í hinu undirmenn, eða bæði gagnrýnendur og þolendur. Meðal þeirra sem minnst var á var Guðmundur Björnsson, framkvæmdastjóri Verk- fræðistofu Suðurnesja, og hönnuður að nýbyggingu Fjölbrautaskólans, en sá hinn sami er einnig for- maður skólanefndar FS. Nú hefur komið í ljós að eftir að nýbyggingin var ákveðin var skipuð sér- stök byggingarnefnd og á Guðmundur ekki sæti í henni. Getur því ekki komið upp sú staða að hann þurfl að gagnrýna störf sjálfs sín. Biðjum við þvi Guðmund velvirðing- ar á umræddum bolla- leggingum, sem ekki hafa haft við rök að styðjast. Suðurnesjamann í það þriðja Fréttir berast nú af því að Alþýðubandalags- menn leiti logandi ljósi að Suðurnesjamanni til að setja í 3. sæti framboðs- listans hér í kjördæminu fyrir alþingiskosningarn- ar i vor. Hefur m.a. heyrst að þeir hafi Íeitað á náðir Gylfa Guðmundssonar skólastjóra, en hann ku hafa afþakkað gott boð. Fljótur að gleyma Þegar ákveðið var að Steingrímur Hermanns- son yrði frummælandi á fundi Kiwanisklúbbsins Keilis í Keflavík áttu flestir von á mikilli fram- boðsræðu frá honum, enda er hann í efsta sæti hjá framsókn hér syðra. En hans vegna varð því miður lítið um fyrirheit fyrir væntanlegar kosn- ingar, helstu nýmælin sem hann talaði um voru frekar í hina áttina eins og t.d. að kísilgúrverksmiðj- an yrði frekar staðsett í Hvalfirði en Helguvík, þ.e.a.s. ef hún yrði flutt suður. Virðist þvi fram- bjóðandinn ætla að gleyma sér fyrir kosning- arnar. „Vegna gruns um hleranir, legg ég til ,,Jæja, þá ættum viðaðgetafundað í að fundurinn verði fluttur I annað ró og næði“. húsnæði".

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.