Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 15.01.1987, Blaðsíða 7

Víkurfréttir - 15.01.1987, Blaðsíða 7
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 15. janúar 1987 7 Settu bílinn upp á bílskúr Dag einn í síðustu viku veittu menn athygli að sendiferðabifreið af Tra- bant-gerð stóð á þaki bíl- geymslu einnar í vestur- bænum í Keflavík. Þar sem sömu vegfarendur vissu að bíleigandinn var erlendis var því slegið föstu að hann Grágás og Víkur- fréttir keyptu Umbrot Á síðasta ári urðu eig- endaskipti á auglýsinga- stofunni Umbrot íKeflavík er prentsmiðjan Grágás keypti fyrirtækið. Nú hafa aftur orðið eigendaskipti er Víkurfréttir h.f. gerðist meðeigandi að fyrirtækinu. Mun auglýsingastofan flytja starfsemi sína í hús Grágásar og verður fyrir- tækinu gerð nánari skil síðar. hefði ekki þorað öðru en að setja bílinn upp á skúrinn til geymslu á meðan hann var í fríinu. Við nánári athugun kom í ljós að allt annað var á ferðinni. Hér höfðu félagar bíleigandans gerst hrekkja- lómar, en hann og félagar hans ásamt mökum eru óvenju léttlyndir gagnvart hver öðrum og kemur það fram í ýmsum saklausum leikjum sem þeir beita hvern annan. Verður hér getið nokk- urra þeirra: I vetur varð ein konan í hópnum þrítug. Þann dag birtist tilkynning í Víkur-fréttum þess efnis að hún tæki á móti gestum úti í Helguvík. Var það grín rekið til eiginkonunnar í húsinu sem bíllinn var sett- ur upp á skúrinn. Ymsir fleiri hrekkir hafa komið þaðan og því þótti öðrum félögum nú tímabært að hrekkja þau hjón í utan- landsferð þe;rra, og það svo um munaði. Einn hrekkurinn átti sér stað í flugvélinni út. Þegar allir höfðu fengið miklar kræsingar sem í flugvélinni voru, fengu þau hjónin sér bakka. Þar sem vitað var að eiginmaðurinn var lítið fyrir banana, fékk hann að sjálfsögðu niðurskorna skemmda banana ásamt miða sem á stóð „éttu þetta, apinn þinn“. Er konan opnaði sinn bakka voru á honum þrjárfallegargell- ur og miði sem á stóð „heldur þú að þú sért ein- hver gella, þó þú sért að fara til Kanarí?“. Síðan eftir að mikill hláturskliður hafði farið um flugvélina fengu þau að sjálfsögðu sama rétt og aðrir. Nú, þegar þau komu heim var tekið á móti þeim með flugeldaskothríð. Tra- bantinn hafði eins og fyrr segir verið hífður upp á bíl- skúrinn og þar sett á hann rauð ljósasería, í tjörnina á lóðinni voru lifandi mar- hnútar og innan dyra var margs konar grín. Eiga félagar þeirra hjóna nú allt eins von á alls kyns uppátækjum frá þeim út árið í hefndarskyni. En hvað með það, er það ekki allt í lagi þegar um hrekklaust grín er að ræða eins og þarna? Trabantinn hífður upp á bílskúrinn. Jólaseríu komið fyrir á bílnum. Tækifæris- tékkareikningur ...með allt í einu hefti! Við stigum fyrstu skrefin í mars '86 með breytingum á tékkareikningi okkar. Að fenginni reynslu af þeim breytingum gerum við nú enn betur með stórkostlegum endur- bótum á tékkareikningnum. Við kynnum Tækifæristékkareikning Verslunarbankans. Hann býður einstaklingum upp á tækifæri og möguleika sem ekki hafa áður þekkst í einum tékkareikningi, s.s.: • Yfirdráttarheimild allt að 20.000 kr. • Dagvexti reiknaða af stöðu reikningsins. • Stighækkandi vexti með hækkandi innstæðu. • Hraðlán og Launalán afgreidd án milligöngu bankastjóra. • Enn hærri vexti á fasta lágmarksinnstæðu. • Bankakort sem veitir aðgang að Hraðbönkum. Tækifæristékkareikningur Ávaxtar veltufé - auðveldar lántöku! VÉRZlUNflRBANKINN -uÍKHun, þvi! VATNSNESVEGI 14 - SÍMI 1788

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.