Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 15.01.1987, Blaðsíða 3

Víkurfréttir - 15.01.1987, Blaðsíða 3
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 15. janúar 1987 3 Smábátahöfn í Njarðvfk? Á fundi í bygginganefnd Njarðvíkur 27. nóv. sl. var tekið fyrir erindi um smá- bátahöfn í Njarðvík, sent frá bæjarráði til umsagnar skipulagslega. Benti nefnd- in á, að svæði það sem til umræðu er, er annars vegar hafnarsvæðis (neðan Fitja- brautar) og smábátahöfn fellur innan þess ramma. Svæðið ofan Fitjabrautar er hins vegar skilgreint sem þjónustusvæði við fiskiðn- að. Benti bygginganefndin jafnframt á að stjórn Lands- hafnarinnar sé bæði land- eigandi og skipuleggjari hafnarinnar sjálfrar. Skömmu fyrir jól var málið tekið upp í bæjar- stjórn Njarðvíkur og þar var svohljóðandi tillaga samþykkt: Gjögur hf., Grindavík: 1200 tonna loðnuskip í smíðum í Noregi Guðmundur Þorbjörns- son útgerðarmaður íGjögri h.f. Grindavík hefur gert samning við Ulstein skipa- smíðastöðina í Noregi um smíði á nýju stóru loðnu- skipi að því er fram kom nýlega í Fiskifréttum. Skipið verður útbúið fyrir síld, loðnu og fyrir veiðar með botntroll til veiða á rækju og gulllaxi og fyrir flottroll vegna kol- munnaveiða. Þá verður um borð búnaður til þess að vinna og frysta rækju og gulllax. Á að afhenda skipið fyrir lok þessa árs. Það verður 56 m. langt og 12,5 m. breitt og hefur um 1200 tonna burðargetu að sögn blaðs- ins. Þá verður skipið eitt af þeim fyrstu sem útbúið er nýrri gerð af stýri sem skipasmíðastöðin hefur þróað. ,,Bœjarstjórn Njarðvíkur samþykkir að fara fram á það við stjórn Landshafnar, að hún taki afstöðu tilfram- kominna óska um aðstöðu fyrir smábátaeigendur á svœði Landshafnar á Fitjum í Njarðvík". Verslun við Njarðvíkurhöfn? Benjamín Friðriksson, eigandi Biðskýlisins hf. í Njarðvík, hefur óskað eftir heimild bæjarráðs Njarð- víkur til að reka útibú frá Biðskýlinu við höfnina í Njarðvík. Umsóknin var tekin fyrir hjá ráðinu nýlega og var þar tekið jákvætt í málið, jafnframt sem óskað var frekari upplýsinga. Grindavík: Bæjarmerkið að komast í höfn Grindavíkurbær er nú eina bæjarfélagið af sjö á Suðurnesjum, sem ekki á sér sérstakt staðarmerki. En nú eru taldar líkur á að það fari að styttast í að þetta sveitarfélag fái sér bæjarmerki. Áð sögn Jóns Gunnars Ungfrú Suðurnes: Sfðustu forvöð að láta vita Leitin að þátttakend- um i keppnina „Ungfrú Suðurnes 1987“ stendur nú yfir. Er tekið við á- bendingum í síðasta lagi um helgina og verður hópurinn valinn í næstu viku að öllum líkindum. Þær Ágústa Jónsdóttir í síma 3564 og Birna Magnúsdóttir í síma 6062 taka við ábendingum. Er fólk úr minni byggðarlög- unum hvatt til að láta ekki sinn hlut eftir liggja og koma ábendingum áleiðis. Viðbrögð hjá fyrirtækj- um hafa verið góð sem ætla að vera með, en þau sem hafa áhuga og hafa ekki látið vita, er bent á að gera það næstu daga. ISFUGL kynnir VEISLUKJÚKLING föstudaginn 16. jan. kl. 14-19 og laugardaginn 17. jan. kl. 12-16. - KYNNINGARVERÐ. Stefánssonar bæjarstjóra, er nefnd sú sem sá um málið búin að skila áliti og kynna tillögur óformlega fyrir bæjarfulltrúum. Hafa menn verið að velta málunum fyrir sér að und- anförnu og er reiknað með því að bæjarfulltrúarnir verði búnir að skoða hug sinn fyrir næsta bæjar- stjórnarfund og málið komist þar með í höfn. „Því það er mikið lagt upp úr því að vanda það sem lengi skal standa“, sagði Jón Gunnar. BREYTTUR opnunartími frá og með 12. jan.: Lokum framvegis kl. 18.30 mánudaga-fimmtudaga. Að öðru leyti óbreytt. U> Keflavíkurkirkja Sunnudagur 18. jan.: Sunnudagaskóli kl. 11. Munið skólabílinn. Guðsþjónusta kl. 14. Sóknarprestur - Þar er gaman að vera ... ATH: í kvöld, fimmtudag: Diskótek kl. 22-01. Öll nýjustu lögin leikin af fingrum fram. ATH: Aðgangseyrir kr. 0. Hin frábæra hljómsveit KLASSÍK leikur fyrir dúndrandi stuði föstudag og laugardag. Rúllugjald. Snyrtlegur klæðnaður. Eignamiðlun Suðurnesja Hafnargötu 17 - Keflavík - Sími 1700 - 3868 Sunnubraut 38, efri hæð, Keflavik: Mjög skemmtileg 134 ferm. sérhæð ásamt 30 ferm. bil- skúr. Góður staður. 3.400.000 Heimavellir 17, Keflavik: Mjög skemmtilegt Viðlaga- sjóðshús, m.a. ný eldhús- innrétting og tæki, klæðning í loftum o.fl. Góöur staöur. Skipti á lítilli íbúð möguleg. 3.250.000 KEFLAVÍK: Mjög vönduð nýleg 2ja herb. íbúð við Faxabraut. Falleg sameign ...... 1.800.000 Bragavellir 11, Keflavík: Mjög skemmtilegt 141 ferm. einbýlishús ásamt tvöföld- um bílskúr. Skipti á ödýrari eign möguleg .. 4.800.000 Vesturgata 6, neðri hæð, Keflavik: Hugguleg 3ja herb. íbúð ásamt rúmgóðum bílskúr. Skipti á stærri eign. 2.500.000 Góð 2ja herb. íbúðviö Heið- arhvamm ........ 1.550.000 Góð 3ja herb. íbúð við Máva- braut ........... 1.550.000 Hugguleg 3ja herb. íbúðviö Hringbraut. Nýleg eldhús- innrétting o.fl. .. 1.750.000 Heiðarhvammur 8, Keflavfk: Glæsileg 3ja herb. íbúð. All- ar innréttingar sérsmíðaðar og af vönduðustu gerð. 2.050.00 Hugguleg 100 ferm. 4ra herb. ibúð við Hringbraut. 2.000.000 Gott 119 ferm. raðhús við Kirkjuveg ásamt bílskúr, laust strax .... 3.300.000 Huggulegt 127 ferm raðhús við Heiðargarð ásamt bíl- skúr. Góður staður. 3.800.000 Sérlega skemmtilegt 200 ferm. einbýlishús við Smára- tún ásamt bílskúr, mikið endurnýjuð eign, m.a. eld- hús, baðherb. innihuröiro.fl. 4.100.000 Nýlegt 147 ferm. einbýlls- hús við Suðurvelli ásamt bíl- skúr............ 4.200.000 Skemmtiiegt 135 ferm. einbýlishús við Þverholt á- samt bílskúr ... 4.500.000

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.