Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 15.01.1987, Blaðsíða 20

Víkurfréttir - 15.01.1987, Blaðsíða 20
mun friUh Fimmtudagur 15. janúar 1987 AFGREIÐSLA BLAÐSINS er að Vallargötu 14, II. hæð. - Sími 4717. HRtmm ALLTAF OPINN SPARISJÓÐURINN I KEFLAVÍK Helmings fjölgun gjaldþrota Á síðasta ári varð um helmings fjölgun gjald- þrota hjá embætti skipta- ráðandans í Keflavík, Njarðvik, Grindavík og Gullbringusýslu að sögn Þorsteins Péturssonar skiptaráðanda. Þó tölur lægju enn ekki fyrir en árið áður voru slík mál alls um 40. Að sögn Þorsteins er meira um minni mál á síð- asta ári en hinu fyrra, en það árið kom upp mál Heimis h.f. sem er eitt stærsta gjaldþrotamál sem komið hefur upp hér syðra. Njarðvíkubær tölvuvæðist Nýlega festi Njarðvíkurbær kaup á tölvubúnaði ásamt hugbúnaði fyrir hina ýmsu þætti í skrifstofustarfsemi bæjarins. Er gert ráð fyrir að þessi búnaður komi í stað þeirrar þjónustu sem keypt hefur verið af Sparisjóðnum í Keflavík á þessu sviði. Vonar bæjarstjórnin að tækjakaup þessi eigi, eftir að leiða til hagræðingar og minni kostnaðar við þennan þátt í stjórnun bæjarins. - Á myndinni sjást bæjarstjórn Njarðvíkur og bæjarstjóri kynna sértækja- kOStÍnn. Ljósm.: ok. ársins Eðvarð Þór Eðvarðsson, sundmaður úr Njarðvík, var kosinn Iþróttamáður ársins 1986 af samtökum íþrótta- fréttamanna á þriðjudaginn. Eðvarð er ákaflega vel að þessu kjöri kominn, hann hefur verið í allra fremstu röð sundmanna og er raunar eini Islendingurinn sem komst í heimsafrekaskrána á síðasta ári. „Þetta er ein stærsta stund sem ég hef upplifað", sagði Eðvarð m.a. eftir að hann var kjörinn Iþrótta- maður ársins. Hann sagði ennfremur að þessi útnefn- ing myndi hvetja sig til enn frekari dáða í sundíþrótt- inni. Mesta fjölgun íbúa varð í Sandgerði Eðvarð íþrótta- maður Örlítil heildarfjölgun íbúa varð á Suðurnesjum á síðasta ári, en mest varð hún í Sandgerði eða 2,6%, stóð í stað í Njarðvík, en fækkaði í Grindavík, ann- ars staðar varð um örlitla fjölgun að ræða. 15 umferð- aröhöpp í síðustu viku I síðustu viku fékk lög- reglan í Keflavík tilkynn- ingu um alls 15 umferðar- óhöpp í umdæmi sínu. Þar af eitt banaslys, sem greint er frá annars staðar í blað- inu. Þá varð bílvelta um há- degið síðasta laugardag á Miðnesheiði skammt frá Sandgerði. Slapp ökumað- urinn með skrámur á nefi, en bifreiðin er mikið skemmd og trúlega ónýt á eftir. Kemur þetta fram í bráðabirgðatölum Hag- stofu íslands, þar kemur einnig fram að Keflavík er 5. stærsta byggðarlag landsins, Njarðvík í 15. sæti og Grindavík í 16. sæti. Samkvæmt sömu upp- lýsingum eru samtals 14.315 íbúar á Suðurnesj- um 1. des. s.l. enskiptingin milli sveitarfélaganna er þessi: Keflavík 6.993, Njarðvík 2.254, Grindavík 1.997, Miðneshreppur 1.251, Gerðahreppur 1.067, Vatnsleysustrandarhrepp- ur 633 og Hafnahreppur 120 íbúar. MISSUM VID ÞORRA T0GARAFL0TANS? Þær áhyggjur Atvinnu- málanefndar Suðurnesja, þingmanna o.fl. varðandi hugsanlegrar sölu togarans Gauts úr Garði út fyrir svæðið, hafa orðið til þess að menn hafa leitt hugann að stöðu togaraútgerðar á Suðurnesjutn í dag. Und- anfarin ár hefur slíkum skipum fækkað hér syðra. Fyrir nokkrum árum voru gerðir út 14 togarar af Suðurnesjum, þ.m.t. tveir togarar sem Grindvíkingar áttu hlutdeild að og gerðír voru út frá Hafnarfirði. í dag eru togararnir aðeins 8 og samkvæmt heimildum blaðsins úr fjármálaheim- inum getur svo farið að við missum 6 togara á næst- unni sökum fjárhagscrfið- leika. Samkvæmt umræddum heimildum er mikil óvissa um togarana tvo sem gerðir eru út af systurfyrirtækjum Sjöstjörnunnar hf., en talið er nokkuð öruggt að frysti- hús fyrirtækisins verði slegið á nauðungaruppboði í mars. Þá óttast menn að togarar Hraðfrystihúss Keflavíkur tendi hjá ein- hverju Sambandsfyrirtæk- inu úti á landi, en Sam- bandið sækir stíft í Gaut. Einnig óttast menn sölu annars togarans frá sam- steypunni Keflavík hf./ Miðnes hf. Verðí mál þessi að veru- leika, sem við skulum svo sannariegá vona að verði ekki, verða aðeins gerðir út tveir togarar af Suðurnesj- um, þ.e. annað skipið frá Keflavík hf./Miðnes hf., og Haukur, skip Valbjarnar hf. í Sandgerði. Vitað er að a.m.k. þrír aðilar á Suðurnesjum hafa lýst yfir áhuga á að kaupa Gaut GK, þannig að enn eru hér aðilar sem viljagera út togara og treysta sér til þess. Lokað á Heilsugæslustöðina Um síðustu helgi lét framkvæmdastjóri Garð- vangs loka húsnæði því er Heilsugæslustöð Suður- nesja hefur haft til ieigu fyrir læknamóttöku að Garðvangi. Kom þetta í ljós er læknir og sjúkl- ingar mættu sl. mánu- dagsmorgun. Að sögn Finnboga Björnssonar, framkv.stj. Garðvangs, er ástæðan sú að Garðvang bráðvantar húsnæði þetta, sem eru 40 fermetrar eða tvö her- bergi og biðstofa. Var húsaleigunni sagt upp í feb. 1985. Á síðasta húsaleigunni sagt upp í febrúar 1985. Á síðasta ári var uppsögnin ítrek- uð 3-4 sinnum og í desem- ber sl. var loks send út lokaaðvörun um, að ef ekki yrði komin hreyFtng á málið fyrir 9. janúar, myndi húseigandi taka húsnæðið í sínar þarfir. Í síðustu viku kom svo beiðni um frest, en stjórn Garðvangs taldi sig ekki geta orðið við henni og því var húsnæðinu lokað. Vegna þessa var málið tekið upp á fundi aðal- stjórnar HS sl. mánudag og þar var samþykkt að vísa sjúklingum, meðan núverandi ástand varir, á heilsugæslustöðvarnar í Keflavík og Sandgerði, en jafnframt er unnið að því að útvega bráðabirgða- húsnæði, auk þess sem unnið er að því að útvega framtíðarhúsnæði i Garði fyrir heilsugæslustöðina.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.