Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 15.01.1987, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 15.01.1987, Blaðsíða 8
8 Fimmtudagur 15. janúar 1987 VÍKUR-fréttir ^KBTTNIjOF Atvinna Óskum eftir að ráða starfsmann frá og með næstu mánaðamótum. Upplýsingar gefur Gunnar Hasler í síma 6955. eaðð SJÓEFNAVINNSLAN HF Skrifstofustarf Skrifstofustúlka óskast, þarf að vera vön almennum skrifstofustörfum og innslætti á tölvur. Sveigjanlegur vinnutími, en miðast við ca. 1/2 starf í fyrstu. Upplýsingar á skrifstofunni. FISKIMJÖL OG LÝSI HF. Ægisgötu 2 - Grindavík Blysberar og púkarnir ganga framhjá foreldrum og börnunum af Tjarnarseli á þrettándanum. Ljósm.: pket. ÞAKKIR TIL BJÖRGUNAR- SVEITARINNAR STAKKS Foreldrafélagið á Tjarn- arseli vill koma á framfæri þakklæti til félaga í Björg- unarsveitinni Stakki, fyrir að koma skemmtilega á ó- vart er þeir færðu börnun- um á Tjarnarseli stjörnu- ljós. Færðu Stakksmenn þessa gjöf á mánudag í síð- ustu viku. Deginum síðar, þ.e. á þrettándanum, gengu börnin í Tjarnarseli að Siúkrahúsinu ásamt for- eldrum sínum í skrúð- göngu frá Tjarnarseli að Sjúkrahúsinu með stjörnu- ljósin logandi. Stóðu þau þar síðan í hópi er blysför- in að þrettándabrennunni gekk framhjá á leið að íþróttavellinum. Bæjarstjórn Njarðvíkur: Krefur stjðrn Sjúkra- hússins svara Eftirfarandi tillaga var samþykkt samhljóða á fundi bæjarstjórnar Njarð- víkur skömmu fyrir jól: ,,Bœjarstjórn Njarðvíkur óskar eftir því við stjórn Sjúkrahúss Keflavíkurlækn- ishéraðs, að hún skýri sérfrá því, hvað gert haft verið til að bœta það sem hún nefnir í fundargerð fr. 4.11. 1986, ,,skort á venjulegt og sjálf- sagt eftirlit haft verið við haft ásamt nánast algjöru sambandsleysi milli starfs- fólks ogforstöðumanns", og ,,hvar sé pottur brotinn í eftirliti með að reikningar séu réttir, hvaða starfsfólk hafi haft þetta eftirlit með höndum og hvort fyrirhugað sé að viðkomandi aðilar víki úr starfi á meðan rannsókn fer fram“. Er hér átt við rannsókn á fjármálamisferli Þvotta- húss Keflavíkur fyrr í haust. Einkaréttur á skipsnafni Siglingamálastjóri hefur samkvæmt lögum um skráningu skipa, veitt Ut- garði hf., Garði, einkarétt á skipsnafninu „Gautur“. Málningar- þjónusta utan sem innan, - og skiltagerð. Gerum tilboð ef óskað er. - málningarþjónusta 4^ Jón ' Sigurðsson Sími 3456 DEKKIN SEM DUGA POWER LIFTER Eru iðngarðar sam- róma sorgarsaga? Er tillaga sú sem greint var frá í síðasta blaði um stofnun iðngarða í Njarð- vík kom fyrir bæjarstjórn á staðnum, var hún sam- þykkt með fjórum atkvæð- um gegn tveimur, en einn sat hjá, Ingólfur Bárðar- son. Hann gerði grein fyrir hjásetu sinni með eftirfar- andi bókun: ,,Eg undirritaður vil gera grein fyrir hjásetu minni um athugun á rekstri iðngarða hér í Njarðvík. Eg sam- þykkti það í bœjarráði 13.12. að gera þessa athug- un, en eftir bæjarráðsfund- inn hafði ég samband við nokkur sveitarfélög sem hafa prófað að fara út í rekstur á iðngörðum, t.d. Egilsstaðir. Var þar sam- róma sorgarsaga hjá þeim öllum, stór fjárhagsleg úl- gjöld, sem skilaði þeim ekki öðru en vandrœðum. Og að framansögðu œtla égað sitja hjá við lokaafgreiðslu á þessari tillögu í bæarstjórn". Af sama tilefni óskaði Kristbjörn Albertsson eft- irfarandi bókunar: „Eg undirritaður er and- vígur tillögunni, eingöngu vegna þess, að orðið „iðn- garðar“ kemur fyrir í henni“.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.