Víkurfréttir - 15.01.1987, Blaðsíða 18
18 Fimmtudagur 15. janúar 1987
VÍKUR-fréttir
Nýtt starfsár hófst hjá l ings með þátttöku lópara,
Bridsfálagi Suðurnesja og varð röð efstu manna
mánudaginn 5. jan. 1987 þessi:
með eins kvölds tvímenn- | 1. Gísli - Guðmundur . 262
§Stofn-
fundur
Stofnfundur Alþýöuflokksfélags Gerða-
hrepps verður haldinn í kvöld kl. 20.30.
Fundurinn verður í Samkomuhúsinu.
Á fundinn koma alþingismennirnir Jón
Baldvin Hannibalsson, Kjartan Jóhanns-
son og Karl Steinar Guðnason.
Fjölmennið!
Alþýðuflokkurinn
HAPPDRÆTTI
HÁSKÓLA
ÍSLANDS
Að eiga miða í Happdrætti
Háskólans er vænlegt til
vinnings. Við eigum enn
nokkur sett af níföldum
miðum. - Dregið í kvöld.
UMBOÐIÐ
Hafnargötu 79 - Keflavík - Sími 1560
Auglýsing í Víkur-fréttum
Borgar
sig
Hvað er góð auglýsing? Allir auglýsendur
borga fyrir að fá auglýsingu birta í blöðum.
Hvers vegna auglýsa fyrirtæki þá vöru
sína? Jú, til þess að hún seljist. Þannig er
hægt að láta auglýsingu borga sig.
En það er ekki sama í hvaða blaði auglýst
er, því mörg blöð hafa litla útbreiðslu og
fáa lesendur. Víkur-fréttir hafa aftur á móti
mikla útbreiðslu og er án efa útbreiddasta
blað á Suðurnesjum. 4800 eintök vikulega;
blað í hverja íbúð á svæðinu og rúmlega
það . . .
GERI AÐRIR BETUR
2. Eyþór - Sigurbjörn . 240
3. Grethe - Sigríður ... 235
Sl. mánudag, 12. jan.,
hófst Meistaramót Brids-
félags Suðurnesja í tví-
menning og er spilaður
Barometer með þátttöku 20
para, og er staða þeirra
efstu eftir 4 umferðir
þannig:
1. Karl - Jóhannes .. 46
2. Gísli - Guðmundur .. 45
3. Logi - Jóhann..... 31
4. Gunnar - Haraldur .. 30
Aðalfundur Bridsfélags
Suðurnesja verður haldinn
föstudaginn 16. jan. 1987
og verður í húsi Verslunar-
mannafélags Suðurnesja að
Hafnargötu 28, Keflavík,
kl. 20 stundvíslega. Þar
verða venjuleg aðalfundar-
störf og verðlaunaafhend-
ing fyrir liðið ár. Eftir aðal-
fundinn verður gripið í spil
og spilaður einfaldur tví-
menningur.
Stjórnin
Gaf upp rangt nafn
- Fékk gistingu hjá lögreglunni í staðinn
Mjög mikil ölvun hefu;r
verið að undanförnu og hef-
ur nýting á fangageymsþ
um lögreglunnar í Keflavík
því verið all góð, eða 1-3
hverja einustu nótt síðan
um áramót. Þá voru fjórir
ökumenn teknir fyrir
meinta ölvun við akstur í
síðustu viku. Einn þessara
ökumanna var að auki
réttindalaus.
Þá fékk einn þeirra öku-
manna sem tekinn var
fyrir meinta ölvun við akst-
ur, gistingu í fangageymslu
lögreglunnar, þar sem hann
gerði tilraun til að gefa upp
rangt nafn við handtökuna.
Lágkúrulegur þjófnaður
Borgari einn hringdi
vegna þeirra lágkúrulegu
skemmdarverka og þjófn-
aðar sem átti sér stað nú um
hátíðarnar í kirkjugarðin-
um þeim gamla í Keflavík.
Að vanda var garðurinn vel
skreyttur með marglitum
ljósum.
Ekki fékk þetta að vera í
friði að sögn mannsins,
heldur var gengið á línuna
og stolið perum úr ljósun-
um og skreytingar jafnvel
skemmdar. Væri þetta
síðasta sort, að geta ekki
látið slíka reiti sem kirkju-
garða í friði.
Innbrotahrina
Síðasta föstudag var
brotist inn á bifreiðaverk-
stæði í Garðinum og stolið
þaðan útvarpi, kassettu-
tæki og hátölurum úr bíl.
Einnig var spjaldi í útihurð
á bæjarskrifstofunum í
Njarðvík sparkað upp og
farið þar inn. Þá voru unnin
skemmdraverk á hrað-
bankanum við Sparisjóð-
inn í Keflavík og sá sami
olli einnig skemmdum á
bifreið. Og á laugardag var
brotist inn og stolið hjá
versluninni Öldunni í Sand-
gerði.
Golfarar
með opið
hús í Leiru
Annað kvöld verður
„Opið hús“ hjá Golf-
klúbbi Suðurnesja í nýja
klúbbhúsinu í Leiru.
Sýndar verða golfmyndir
á myndbandi, púttkeppni
verður og keppt um verð-
laun. Verður húsið opnað
kl. 20 og eru allir golfarar
á Suðurnesjum, bæði úr
GS og nágrannaklúbbun-
um velkomnir.
Léttar veitingar og
drykkir verða á boðstól-
um.
Fjörður hf. og Strandir hf
- til gjaldþrotaskipta
í nýlegu Lögbirtinga-
blaði birtust tilkynningar
frá Skiptaráðandanum í
Keflavík, Njarðvík og Gull-
bringusýslu um úrskurð
skiptaréttar þess efnis að bú
átta einstaklinga og tveggja
fyrirtækja á Suðurnesjum
hafi verið tekin til gjald-
þrotaskipta.
Fyrirtækin eru Fjörður
hf. í Garði og Strandir hf.,
Höfnum. Fyrrnefnda fyrir-
tækið gerði út togarann Erl-
ing GK 6, en það síðara
rak fiskimjölsverksmiðju á
Reykjanesi.
I tilkynningunum skor-
ar skiptaráðandinn á alla
þá er telja til skulda í bú-
unum eða eignum í hans
vörslu, að lýsa kröfum
sínum innan tveggja mán-
aða frá fyrstu birtingu.
Skiptafundir verða ýmist
haldnir í febrúar eða mars-
mánuði.
Suðumes:
Mikil fjölgun á
nauðungar-
sölum
Mikil fjölgun varð á
nauðungarsölum hjá
embætti bæjarfógetans í
Keflavík, Njarðvík og
Grindavík og sýslumanns-
ins í Gullbringusýslu á síð-
asta ári. Urðu þær samtals
58 á síðasta ári, sem er fjór-
um fleiri en í Reykjavík.
Árið 1985 urðu nauðung-
arsölurnar 33 hjá embætt-
inu hér. Er því um
geysimikla fjölgun að ræða,
auk þess sem mikið fjör
kom í sölurnar í haust, því i
október voru þær aðeins
orðnar 22, að því er fram
kom í Þjóðviljanum nýlega.
Jólahrað-
skákmót
Jólahraðskákmót var
haldið á Víkinni 30. des. sl.
Alls voru 14 þátttakend-
ur í mótinu og kepptu allir
við alla. Olafur Ingason
vann það afrek að vinna
alla sína andstæðinga, þótt
nöfn eins og Björgvin Jóns-
son, Pálmar Breiðfjörð og
Haukur Bergmann væru
meðal keppenda.
Röð efstu manna varð
þessi: v.
1. Olafur Ingason ...... 13
2. Björgvin Jónsson .... 12
3. Gísli Torfason ....... 10
4. Guðm. Sigurjónss. ... 8
5. Haukur Bergmann . . Vh
Taflæfingar eru á þriðju-
dögum kl. 20.
GRÍ
Sólarkaffi
Vestfirðinga
Um aðra helgi verður hið
árlega sólarkaffi Vestfirð-
ingafélagsins í Keflavík og
nágrenni haldið. Að þessu
sinni fer það fram í Golf-
skálanum í Leiru og hefst
kl. 20.30, laugardaginn 24.
janúar.
Miðasala verður í Sam-
kaup eftir kl. 14 föstudag-
inn 23. janúar og við inn-
ganginn.
(Fréttatilkynnining
frá skemmtinefnd)
íslands-
fiskur hf.,
Njarðvík
Sett hefur verið á stofn
nýtt fyrirtæki í Njarðvík er
ber nafnið Islandsfiskur hf.
og er starfssvið þess fisk-
verkun.
Stofnendur eru fimm
aðilar í Reykjavík.