Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 15.01.1987, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 15.01.1987, Blaðsíða 6
6 Fimmtudagur 15. janúar 1987 VfKUR-fréttir Verið tímanlega með skattframtölin Tek aö mér gerð skattframtala fyrir einstaklinga og fyrirtæki. SKATTSÝSLAN sf. REYNIR ÓLAFSSON, viöskiptafræðingur Brekkustíg 39 - Njarðvík - Sími 4500 HÚSASMIÐUR Tek að mér alhliða trésmíðavinnu, jafnt nýsmíði sem viðgerðir. BALDUR BALDURSSON Húsasmiður - Sími 3627 Lyngholti 19 - Keflavík Trésmiðir Óskum eftir að ráða smiði til starfa á Kefla- víkurflugvelli. Upplýsingar í síma 3400. SUÐURNESJAVERKTAKAR HF. Tjarnargötu 3 - Keflavík —ordvar- Hitaveitan okkar og Sparisjóðurinn Um áramót setjast menn gjarnan niður og líta yfir farínn veg, meta stöð- una eins og skákmenn segja. Eitt góðaerið i við- bót þykir svo sjálfsagt á þessari allsnxgtaöld, að flestir veita því enga at- hygli lengur, ekki einu sinni eftirá. Tvennt eigum við Suðumesjamenn, sem aðeins er til í draumheim- um annarra landsmanna og allir öfunda okkur af. Við teljum hvorutveggja sjálfsagða og eðlilega hluti, Hitaveituna og Sparisjóðinn. Það var mikil fljótfxmi á sínum tíma að gefa ekki íbúunum, sem einstakling- um, kost á að leggja smá- aura af mörkum, og ger- ast hluthafar í Hitaveit- unni. Þó arðsemi íbúanna af Hitaveitunni geti varla verið meiri en hún er í dag, hefði persónuleg eignarað- ild í það minnsta aukið ánxgju og stolt Suður- nesjamanna af Orkuverinu í Svartsengi. Sparisjóðurinn hefur í áratugi dregið þjakaða húsbyggjendur á Suður- nesjum upp úr svartsýnis- heimi peningaleysis og biásið í þá kjarki og bjart- sýni til að Ijúka við það stórvirki, að koma þaki yfir hausinn á sér og sín- um. Nú um stundarsakir hafa orðið hlutverkaskipti á þeim bx vegna óvæntra aðgerða löggjafans. Þess- ar aðgerðir breyta þó ekki þeirri staðreynd að Spari- sjóðinn bráðvantar hús- næði til að koma allri starfseminni í Keflavík undir eitt þak og getur strax fúllnýtt allt húsið, sem hann á í smíðum við Tjarnargötuna. Flestir Suðurnesjamenn eiga erf- itt með að sætta sig við hin nýju boð og bönn varðandi húsið og trúa því að til séu löglegar leiðir til að fjár- magna bygginguna. Flest- ir eru reiðubúnir að leggja málefninu lið. Óráðshjal um að breyta húsinu í bókasafn, bilaverkstæði, húsgagnaverslun eða bæjarskrifstofur ganga manna á miili. Fáir hafa meiri hag af velgengni Sparisjóðsins en bæjar- stjómin í Keflavík. Ef hún þykist geta keypt húsið, ætti hún að gera það i hvelli og leigja Sparisjóðn- um það allt til næstu 20 ára. Stíg ég á stokk og strengi þess heit hafa ef- laust margir sagt um síð- ustu áramót. Einn ætlar að hætta drykkjuskap, annar reykingum og sá þriðji ætl- ar í megrun. Þetta eru al- gengustu áramótaheit- strengingamar, dægurmál sem enginn tekur lengur mark á. Ennþá er tími tii fyrir Suðumesjamenn að taka sig alvarlega á, stiga á stokk og strengja þess heit að styðja við bakið á Sparisjóðnum, og sleppa ekki hendinni af honum fyrr en hann hefur flutt alla starfsemina á Tjarn- argötuna. ORÐVAR Ljúffengt í munn Ef þig langar í Ijúffenga brauðsneið, vöfflu með rjóma eða annað Ijúfmeti með kaffi eða kakói - líttu þá inn til okkar. Gefðu þér nokkrar mínútur frá daglegu amstri. Útbúum brauð, snittur, ostabakka og ýmislegt fleira í hvers kyns mannfagnaði. - Fljót og góð þjónusta. - OPIÐ kl. 10-18 mánudaga tfl laugardaga. Lokað sunnudaga, nema fyrir pantanir. SMURBRAUÐSSTOFAN Hafnargötu 19 - Keflavík - Sími 2299 =zz getraunir „Einn af þessum delluköllum" ,,Ég hef lengi haft mikinn áhuga á ensku knattspyrnunni. Telst sennilega einn af þessum dellukörlum, hlustaáBBC á laugardögum og tippa í hverri viku", sagir næsti spekingur okkar, Ólafur Jónsson úr Keflavik, en hann er faðir Einars Ásbjörns knattspyrnumanns úr ÍBK. „Árangurinn í getraununum hefur kannski ekki orðið í samræmi við áhugann, þó hef ég einu sinni fengið 12 rétta og nokkrum sinnum 11 rétta. Við erum oft saman, ég og strákarnir, og tökum stundum kerfi en fyrir utan það er ég alltaf með einn 64 raða seðil á viku og einn gulan, sem ég hef eins allt árið. Uppáhaldslið? Það er Man. Utd. Ég hef haldið með því frá slysinu forðum daga. Þó gengið hafi ekki verið upp á þaö allra besta er þetta besta liðið í deildinni", sagði Ólafur, einn af fjölmörgum Man. Utd. aðdáendum hér á Suðurnesjum. Heildarsþá Ólafs: Aston Villa - Wimbledon .. 1 Charlton - Nott’m Forest . 2 Chelsea - Oxford ......... 1 Everton - Sheff. Wed.. 1 Leicester - Norwich ... X Man. City - Liverpool . 2 Newcastle - Tottenham ... 2 Southampton - Luton .... X Watford - O.P.R........ 1 West Ham - Man. Utd... 2 Derby - Portsmouth .... 1 Stoke - Oldham ........... 1 Halldór með tvo rétta Ekki tókst atvinnu-spekingnum Halldóri Þorkelssyni að sýna sitt rétta andlit í síðustu leikviku. Hann náði aðeins 2 réttum. Við minnum á glæsileg verðlaun sem spekingur ársins fær í sinn hlut, ferð á bikarúrslitaleikinn á Wembley með Samvinnuferðum-Landsýn. Það er vissara að vanda sig . . .

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.