Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 17.09.1987, Blaðsíða 5

Víkurfréttir - 17.09.1987, Blaðsíða 5
\)IKUR (í€tU* Fimmtudagur 17. september 1987 5 Yfirbyggingu á Gauki lokið Hjá Skipasmiðjunni Herði h.f. í Njarðvík er nýlokið yfirbyggingu á vertíðarbátn- um Gauki GK frá Grinda- vík. Auk yfirbyggingarinnar var spilkerfið endurnýjað og nýr krani settur upp aftan við brú skipsins. Gaukur GK 660 er stál- skip sem mældist 180 tonn fyrir yfirbygginguna, í eigu Fiskaness h.f. Grindavík. Gatnamót Aoalgötu og Reykjanesbraut- ar verði Jóhannes Sigurðsson, for- maður umferðarnefndar Keflavíkur, hefur nýlega rit- að Vegagerð ríkisins bréf vegna merkinga á gatnamót- um Aðalgötu og Reykjanes- brautar (Flugstöðvarvegar). Koma fram í bréf þessu óskir um að hraðað verði merkingum við umrædd gatnamót, sem eru á aðal- tengingum Keflavíkur við merkt Reykjanesbrautina. Þá legg- ur hann einnig til að komið verði upp merkingum vegna þjónustustofnana á gatna- mótum þessum. Um er að ræða stöðluð merki s.s. vegna hótels, veitingastaða, sjúkra- húss o.fl. þess háttar. Er hér um tímabæra ósk að ræða, að margra dórni, því gatnamót þessi eru gjörsam- lega ómerkt af hálfu vega- gerðarinnar. Njarðvíkurbær: Garð- yrkju- maður ráðinn Bæjarstjórn Njarðvíkur hefur ákveðið að á næsta ári verði gert átak í umhverfis- málum í Njarðvík. Skipu- lagning er hafin og hefur ver- ið ráðinn garðyrkjumaður til starfa hjá bænum. Fyrsta verkefni hans verður að aðstoða við gerð tillagna til fjárhagsáætlunar vegna átaks í umhverfismál- um á næsta ári og undirbúa átakið að öðru leyti, ásamt þeim öðrum sem að þessum málaflokki munu starfa í framtíðinni. Til starfans hefur verið ráðinn svissneskur garð- yrkjumaður, að nafni Peter Hotz. Peter er eiginmaður Salbjargar Sveinsdóttur, tónlistarkennara, og búa þau hér í Njarðvík. Peter lauk prófi í garð- yrkjufræðum í heimalandi sínu og hefur mikla reynslu af garðyrkjustörfum, m.a. starfaði hann fyrir heimabæ sinn, en hann er frá Zug í Sviss. Njarðvíkurbær væntir sér góðs af Peter Hotz við það mikla uppbyggingarstarf sem framundan er í fegrun umhverfisins hér í Njarðvík og er hann boðinn velkom- inn til starfa. Bæjarstjóri íþróttaæfingar fatlaðra Næstkomandi sunnudag hefjast í Iþróttahúsinu við Sunnubraut í Keflavík æf- ingar fyrir fatlaða. Munu þærstandayfirfrá kl. 15.10 til 16.50. Undirbúningsnefndin RÝMINGARSALA Buxur.... kr. 790 Peysur .. kr. 650 Kvenjakkar .... kr. 990 Kvenskyrtur ... kr. 500 Herraskyrtur ... kr. 390 LOÐFÓDRAÐIR LEÐURKULDASKÓR Bamastærðir, 28-35 . kr. 2.469 Kvenstærðir, 36-41 . kr. 3.140 Karlastærðir, 40-45 . kr. 2.790 ÚRVAL AF VETRARÚLPUM Á ALLA FJÖLSKYLDUNA. MIKIÐ ÚRVAL RÉTTA í KJÖT- OG FISKBORÐI HEILDSÖLUVERÐ Á REYKTUM LAMBAHRYGG 380 þessa helgi... Sími 11540 kr. U>

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.