Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 17.09.1987, Blaðsíða 20

Víkurfréttir - 17.09.1987, Blaðsíða 20
yfmn 4auit Fimmtudagur 17. september 1987 er AFGREIÐSLA BLAÐSINS að Vallargötu 14, II. hæð - Sími 1-47-17 -Rskverkendur fjölmenntu á annað uppboð Fiskmarkaðarins og fengu núrner. Ljósm.: bb. Fiskmarkaður Suðurnesja: Mikill ahugi - og langur biðlisti af mönnum sem vilja gerast hluthafar Fiskmarkaður Suðurnesja hefur hafið sfarfsemi sína og fór fyrsla uppboðið fram á mánudaginn. Þá var afli (veggja báta, Vörðufellsins GK og Unu úr Garði, boðinn upp. Fiskmarkaðurinn starf- ar með fjarskiptum og verður iiskurinn boðinn upp um borð í veiðiskipunum. Fremur lágt verð fékkst fyrir fiskinn á fyrsta uppboðinu en hefur farið hækkandi síðan. Fáir fískkaupendur buðu í íiskinn á fyrsta uppboðsdegi en daginn eftir hafði þeinr tjölgað til muna og þá fór fiskurinn á hærra verði. Ól- afur Þór Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri Fiskmarkaðs Suðurnesja, sagði að þeir vildu fara hægt í sakirnar og markaðurinn vrði að aðlaga sig eftir aðstæðum. „Við urð- um fyrir talsverðum von- brigðum með verðið l'vrsta daginn, cn jvað hefur farið hækkandi. Eg finn að áhugi er mikii'. hjá útvegsmönnum á svæðinu og ég held að þetta fyrirtæki eigi framtíð fyrir sér.“ Sigurður Garðarsson, fiskverkandi í Vogum, sagði að sér litist vel á þetta fyrir- komulag og það hlyti að hafa sparnað og hagræðingu í för með sér að þurfa ekki að aka fiskinum á markað í Hafnarfirði eða Reykjavík. Logi Þormóðsson, stjórn- arformaður Fiskmarkaðar- ins, sagði að byrjunin lofaði góðu og svo virtist sem menn hcfðu almenna trú á þessu fyrirtæki. „Hlutaféer 5millj- ónir og það var litlum vand- kvæðum bundið að safna loforðum fyrir þeirri upp- hæð og nú er langur biðlisti af mönnum, sem vilja gerast hluthafar, falli einhverjir út.“ sagði Logi ennfremur. Er ævintýraljómi yfir flugvallarvinnu? Bæjarsjóður Keflavíkur: Kröfu Drátt- arbrautar- innar hafnað Eftir skoðun Odds Ólafs- sonar, bæjarlögmanns í Keflavík, á kröfugerð Drátt- arbrautar Keflavíkur á hendur bæjarsjóði, hefur bæjarstjórn Keflavíkur sam- þykkt að hafna kröfugerð- inni alfarið. Kröfugerð þessari var lýst hér í blaðinu í næstsíðustu viku en hún hljóðar upp á tæpar 16 milljónir króna. Bæjarstjórn Keflavíkur: Hraða- hindrunar- æðið til umræðu Það æði, sem virðist hafa gripið um sig hér á Suðurnesj- um, að óska hraðahindrunar hér og þar, var til umræðu á síðasta fundi bæjarstjórnar Keflavíkur. Meðal þess sem kom fram var að nær væri að hafa hraða- hindranir á hjólum til að trylla um bæinn en að útbúa varan- legar hraðahindranir um allan bæ. Fannst bæjarstjórnar- mönnum að einnig mætti minnka niður hámarkshrað- ann á vissum svæðum, fremur en að drita niður slíkunr hindrunum um allan bæ. Vísuðu surnir á, að vísu í gamni, að best væri að hætta gatnaframkvæmdum og hafa göturnar holóttar, fyrst það virtist fylgjast að, að þegar gatan væri komin í gott ástand kæmi beiðni um hraðahindr- un. Sorphaugarnir við Iðavelli: Á annað hundrað bíl- hlassa þurfti Búið er að urða sorphaug- ana, senr myndast höfðu ofan Iðavalla í Keflavík. Kom það fram í máli Vil- hjálms Ketilssonar, bæjar- stjóra, á fundi bæjarstjórn- ar Keflavíkur sl. þriðjudag. Sagði Vilhjálmur að þurft hefði á annað hundrað bíl- hlöss af jarðefnum til að urða sorphauga þá, sem þarna höfðu myndast. Það hefur ekki farið frarn- hjá fólki að mikil mannekla er víða á Suðumesjum. Þess vegna vekur það mikla at- hygli að þegar störf á Kefla- víkurflugvelli eru í boði, ber- ast oft umsóknir í tugataliog það jafnvel þó ekkert sé vitað um launakjörin. Dæmi um þetta eru við- brögð viðauglýsingu er birt- ist í síðasta tölublaði Víkur- frétta, þar sem auglýst var eftir þremur konum og nokkrum karlmönnum til starfa. Þær upplýsingar, sem hægt var að fá, voru þó frek- ar fátæklegar. T.d. voru hvorki upplýsingar um laun né vinnutiíKögun. Þó virðist auglýsing þessi hafa heillað, því sírninn áaf- greiðslu blaðsins var rauð- glóandi fram yfir helgi og á fjórða tug umsókna barst um störfin. Síðan á að vísu eftir að koma í ljós hvort launa- kjörséu freistandiognokkur umsækjenda vilji taka þeim. Hvað sem þessu líður, virðast störf á Keflavíkur- flugvelli laða að sér mun fleiri umsækjendur en þekk- ist, þegar önnur störf eru í boði. Hver er ástæðan? Þá spurningu lögðum við fyrir Sigurbjöm Bjömsson, fram- kvæmdastjóra Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis: „Ekki veit ég hvað veldur þessu, nema sú ímynd sem margir hafa, unr að allt sé betra á Keflavíkurflugvelli. Varðandi þennan tiltekna aðila, sem auglýsti þarna, þá eru launin mun lakarien ger- ist í fiskvinnsluhúsunum." Samkvæmt þessum orðum Sigurbjöm virðist það öllu heldur vera einhver ævin- týraljómi yfir einhverju óþekktu sem ræður ferðinni, en upplýsingar um launa- kjörin. Bæjarstjórn Keflavíkur: Lagning og klæðning Flugvallarveg- ar samþykkt Ingólfur Falsson, bæjar- fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, lagði fram tillögu á fundi bæjarstjórnar á þriðjudag um að bæjarstjórn sam- þykkti tillögu bæjarverk- fræðings um lagningu og klæðningu flugvallavegar, þ.e. upp að nýju Reykjanes- brautinni. Miðast tillaga þessi við það að fjármagn verði til af hálfu bæjarins. Miklar umræður urðu urn mál þetta og sýndist sitt hverjum. Heyrðust jafnvel raddir um að réttara væri að loka vegarspotta þessum. Að lokunr var tillaga Ingólfs samþykkt með 8 atkvæðum, Hannes Einarsson sat hjá. Stef nt verði að fjögurra hæða D-álmu við sjúkrahúsið Málefni Sjúkrahúss Kefla- víkurlæknishéraðs voru mikið til umræðu á síðasta fundi bæjarstjórnar Keflavíkur. Bentu fundarmenn á að nú stæði til að byggja 3ja hæða álmu, svonefnda D-álmu, við sjúkrahúsið. Yrði 4. hæðin ekki byggð líka, myndi húsið ekki fá viðurkenningu sem deildarskipt sjúkrahús. Voru rnenn á því að þar sem nú væri komin ný ríkisstjórn ætti að reyna enn einu sinni að fá samþykki fyrir byggingu D- álmunnar upp á fjórar hæðir. Helstu fylgismenn fyrir þessu voru bæjarfulltrúarnir Ingólf- ur Falsson og Magnús Har- aldsson.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.