Víkurfréttir - 17.09.1987, Blaðsíða 6
vikuh
6 Fimmtudagur 17. september 1987
_Orðvar___________________________
Skussaverðlaun í Njarðvík
Sumarið í ár var einstaklega
stillt og sólríkt, og gróður-
sældin eftir því. Víoa má nú
sjá fallega skrúðgarða á Suð-
urnesjum, sem í mörgu minna
á suðræna skrautgarða. Það
er af hinu góða ap veita viður-
kenningu fyrir augljósa
snyrtimennsku og fallega
grða, og hafa bæjar- og sveit-
arfélögin hér fylgst vel með
þessum málum undanfarin ár
og verðlaunað marga.
Sóldýrkendum er illa við
norðan-næðinginn, sem ævin-
lega fylgir sólskininu hér um
slóðir. Til þess að njóta sólar-
innar með einhverjum ár-
angri og ánægju þarf golt
skjól. Hér leggst enginn í sól-
bað úti á berangri.
Skrúðgarðaeigendur hafa
nú loksins átlað sig á þvi að
norðan nepjan er líka versti
óvinur skrautplantna og trjá-
gróðurs. Ein hressileg roknótt
getur hæglega eyðilagt
margra vikna nostursamt
starf í garðinum. Hvað er þá
eðlilegra fyrir framtakssama
og áhugasama garðyrkju-
menn á svæðinu en að taka sig
til og byggja skjólgirðingar í
kringum híbýli sín og og
garða? I flestum tilfellum er
hér um vandaðar og smekk-
legar girðingar að ræða. En
því miður ræna þær vegfar-
endur ánægjunni sem fallegur
og vel hirtur garður gefur.
Njarðvíkingar hafa í þessu
sem öðru algjöra forystu. Þar
hamast hver um annan
þveran að reisa virkisveggi og
skíðgarða í kringum hús sín og
lóðir. Því fór sem fór. Þegar
umhverfisnelnd bæjarins fór
á stúfana til að tilneína falleg-
asta garðinn kont hún víðasl
að himinháum timburklæðn-
ingum sem byrgðu alla
innsýn, en ilmurinn af skógar-
laufinu gaf til kynna mikla
grósku innan veggja. Krækló-
ttar hríslur í umhirðulitlum
görðum var það eina sem fyrir
augu nefndarinnar bar og
heillaðist hún ekki af þeirri
sjón. Samdægurs fundaði
nefndin og bókaði m.a.:
„Mikil gróska er víða í görð-
um, oe víða er verið að eera
góða hluti í frágangi við hús“.
- Einnig kom fram að þar sem
nefndinni gengi illa að finna
verðlaunahafa fyrir snyrti-
mennsku, mætti alveg eins
byrja á hinuni endanum. Nú,
eins og jafnaðarmönnum er
einum lagið, þá ákvað nefndin
að láta eitt yfir alla bæjarbúa
ganga og veitti engin fegurð-
arverðlaun í ár. Hún lét enn-
fremur þau boð út ganga, að
þeir sent ekki hefðu girt sig
rækilega af að ári, fengju
skussaverðlaun við næstu út-
hlutun. Framvegis verður því
fallegasta grindverkið verð-
launað í þeim bæ.
Ekki er umhverfisnefndinni
í Njarðvík þó alls varnað.
„Ákveðið var að senda eigend-
um verslunarinnar Nonna &
Bubba sérstakt þakkarbréf
fyrir góðan frágang á húsi
þeirra og lóð, sem er
eigendum og bæjarfélaginu til
sóma“.
Það eru orð að sönnu.
ORÐVAR
UutUt
„Vinn bara aldrei“
„Jú, ég er mikill áhugamaður um ensku knattspyrnuna
og fylgist vel með henni, en vinn aldrei“, seeir Sigurður
Kristjánsson, aðstoðarverkstjóri í Isnesi sf. í Keflavík.
„Mitt uppáhaldslið datt úr 1. deild í fyrra en það er
Derby County, fornfrægt og gott félag. Ég byrjaði að
halda með því þegar karlar eins og Peter Shilton, Frank
Workington og fleiri góðir kappar léku með liðinu. Maður
hefur haldið tryggð við það síðan og ég vona auðvitað að
liðið komi upp aftur. Byrjunin í deildinni sýnir að það get-
ur allt gerst. Þó hef ég ekki trú á því að Q.P.R. haldi efsta
sætinu lengi. Þeir verða þó í efri kanti deildarinnar þegar
yfir lýkur“, sagði Sigurður.
Heildarspá Sigurðar:
Arsenal - Wimbledon ... 1
Charlton - Luton ....... 2
Chelsea - Norwich....... 1
Coventry - Nott’m For. X
Derby - Sheff. Wed..... 1
Everton - Man. Utd. ... X
Oxford - Q.P.R..........2
Watford - Portsmouth . . 1
West Ham - Tottenham . 1
Huddersf. - Aston Villa X
Leicester - Plymouth .. X
Manch. City - Stoke .... 1
Indriði ekki aftur á Wembley
Nei, Indriði fer ekki aftur á Wembley. Hann fékk aðeins
fjóra rétta og ver því ekki titilinn frekar en fyrirrennarar
hans. Hann er þó í 1.-2. sæti með Steina Bjarna, enda
aðeins tveir búnir. Er á meðan er, eins og þeir segja . . .
\fíKUR
(utUt
- blaðið sem talað er um.
brids
Bridsfélag Suðurnesja hóf
vetrarstarfið s.l. mánudag
með tvímenningskeppni í
Golfskálanum í Leiru, þar
sem spilað verður í vetur.
16 pör spiluðu í einum riðli,
2 spil á milli para og urðu
fimm efstu eftirtaldir:
1. Heiðar-Eiríkur ........ 243
2. Ísleifur-Guðmundur .. 239
3. Karl-Jóhannes-Gísli .. 235
4. Stefán-Gunnar ......... 234
5. Grethe-Sigríður ....... 230
Næstkomandi mánudag
verður aftur spilaður eins
kvölds tvímenningur og
hefst spilamennskan kl. 20
stundvíslega.
Innbrot í
Sandgerði
Brotist var inn á skrifstofu
og í geymsluhúsnæði hjá
Fiskverkun Jóns Eriingsson-
ar h.f. í Sandgerði á miðviku-
dag í síðustu viku. Tvær
hurðir voru brotnar og ein-
hverju lítilsháttar stolið,
þ.á.m. síma.