Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 17.09.1987, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 17.09.1987, Blaðsíða 12
12 Fimmtudagur 17. september 1987 I I I Ökumaður úr Sand- gerði kom á laugardag á 176 km hraða inn á radar vegalögreglunnar á Reykjanesbraut: Rcykjanesbraut. Var hald þegar lagt á ökuskírteini ökumannsins svo og á bíl- inn og hann fluttur á svæði lögreglunnar í Keflavík. Var ökumaður- inn síðan boðaður fyrir _ fulltrúa. M TORFÆRUKEPPNI STAKKS Um næstsíðustu helgi var hin árlega torfærukeppni björgunarsveitarinnar Stakks haldin við Grindavik. Að venju mátti sjá þar ýmis tilþrif. Ljósm.: hpé/Grindavík. Allsherjaratkvæðagreiðsla Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjaratkvæðagreiðslu um kjör aðal- og varafulltrúa Verkakvennafélags Keflavíkur og Njarðvíkur á 13. þing Verkamannasambands íslands, sem haldið verður á Akureyri 29.-31. október n.k. Tillögur um 4 fulltrúa og jafn marga til vara skulu sendar skrifstofu félagsins í síðasta lagi fyrir klukkan 17.00 fimmtudaginn 24. septem- ber n.k. Hverri tillögu skal fylgja stuðningsyfirlýsing tilskilins fjölda félags- manna verkalýðsfélagsins. Kjörstjórn Allsherjar- atkvæðagreiðsla Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjar atkvæðagreiðslu um kjör aðal- og varafulltrúa Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis á 13. þing Verkamannasambands íslands, sem haldið verður á Akureyri 29.-31. október n.k. Tillögur um sjö fulltrúa og jafn marga til vara skulu sendarskrifstofu félagsins í síðasta lagi fyrir klukkan 17.00 fimmtudaginn 24. septem- ber n.k. Hverri tillögu skal fylgja stuðningsyfirlýsing tilskilins fjölda félags- manna verkalýðsfélagsins. Kjörstjórn Stúlkurnar á myndinni héldu nýlega hlutaveltu til styrktar Þroskahjálp á Suðurnesjum og söfnuðu 1.550 krónum. Næst okkur er Inga Dóra Karlsdóttir, þá íris Sigurðardóttir og aft- ast er Ósk Daníelsdóttir. KYNNING: IÐNÞRÓUNAR- FÉLAG SUÐURNESJA Markmið: Stuðla að aukinni fjölbreytni iðnaðar og eflingu starf- andi iðnaðar. Vettvangur félagsmanna og sveitarfélaga til að styðja framtak einstaklinga og fyrirtækja. Stofnár: 1984. Félagsform: Sjálfseignarstofnun. Stjórn: Þorvaldur Ólafsson forstj. Tré-x, formaður; Albert Al- bertsson framkvstj. Hitaveitu Suðurnesja, varaformaður; Magnús Magnússon framkvstj. fiskvinnslunnar Annes; Þórarinn St. Sigurðsson sveitarstjóri Höfnum; Jakob Árnason stjómarform. Keflavíkurverktaka; Valgeir Helgason málarameistari, Njarðvík. Starfsmenn: Jón Egill Unndórsson framkvstj., Arndís Hálfdánardóttir ritari. 1984 1985 1986 Félagsaðilar 77 155 160 Fjárhagur: Velta 552.187 2.308.395 2.842.815 Launak 201.209 838.323 1.067.984 Eigið fé 231.219 1.292.616 2.042.825 Fjármögnun: Iðnaðarráðuneyti 238.711 (43%) 651.483 (28%) 787.293 (27%) Samb. sveitarfél 96.387 (17%) 240.967 (10%7 307.008 (11%) félagsgjöld 186.000 ( 34%) 766.000 (33%) 1.089.400 (38%) Seld þjónusta 1.460 ( 1%) 499.086 (22%) 405.800 (14%) Annað 29.629 ( 5%) 150.859 ( 7%) 276.022 (10%) Starfsemi: Iðnráðgjöf (alm. aðstoð, miðlun, uppl.), námskeiða- hald (stefnumörkun, stofnun fyrirt.), þróunarverkefni fyrir sveit- arfélög (sérstakt verke.), rekstraráðgjöf. Á árinu 1986 fengu eftirtaldir aðilar aðstoð Iðnþróunarfélagsins: ísborg sf., Garði; Kristján Magnússon, Njarðvík; Fiskvinnslan Annes, Keflavík; Plastverk, Sandgerði; Víkurplast, Njarðvík; Bif- reiðaverkstæði Steinars Ragnarssonar, Keflavík; Viðar Jónsson, Keflavík; Sigurjón Þórðarson, Keflavík; Rafmagnsverkstæði R.Ó., Ketlavík; Toppvörur, Garði; Birgir Guðnason, Keflavík; Útgerð Baldvins Nielsen, Keflavík; Ragnar Karl Þorgrímsson, Vogum; ígull sf., Sandgerði; íslenskur skelfiskur, Vogum; Ragnarsbakarí, Keflavík; Svínabúið, Sandgerði; Einar Jóhannesson, Blönduósi; Björn Guðmundsson, Húsavík; Vilhjálmur Einarsson, Egilsstöð- um; Garðar Vilhjálmsson, Egilsstöðum; Eyjólfur Olafsson, Grindavík; Dieselvélastilling Lárusar Árnasonar, Keflavík; Vil- berg Skúlason, Keflavík; Atvinnumálanefnd Keflavíkur; Vél- smiðja Ol. Olsen, Njarðvík; Stjórn dvalarheimilis aldraðra Kefla- vík; Þórhallur Jóhannesson, Sandgerði; Njarðvíkurbær, Impex, Keflavík.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.