Víkurfréttir - 17.09.1987, Blaðsíða 16
16 Fimmtudagur 17. september 1987
mun
Lesendasíðan
Sóðaskapur nemenda úr Holtaskóla
Kona úr Lyngholtinu
hringdi og sagði að mikill
sóðaskapur kæmi í kjölfar
ncmcnda úr Holtaskóla er
stunduðu verslunina Lyng-
holt í frímínútum sínum.
Konan sagði að þetta búðar-
ráp nemendanna hefði við-
gengist lengi, en umgengnin
hefði ekki áður verið jafn
hrikaleg. Krakkarnir skildu
eltir sig sióð af bréfum og
flöskubrotum sem gætu
skapað mikla hættu hjásmá-
börnum í hverfinu.
Konan sagðist liafa verið
viðstödd skólasetningu hjá
tveirri bekkjum skólans í
haust og þar hefði verið tal-
að um að krakkarnir væru
nú einu ári eldri en í fyrra
og ættu því að hafa bætt
þroska sinn talsvert.
„Mig undraði að heyra
ekkert tekið á þessu máli
við setningu skólans og
skora hcr með á ábyrga
aðila að grípa í taumana.
Það er nokkuð kaldhæðn-
islegt að margir af þessum
krökkum sem þarna eru á
ferð voru í unglingavinn-
unni í smnar og tóku þá
virkan þátt í fegrun
bæjarins", sagði konan enn
fremur,
&
Rimlagluggatjöid úr járni og tré
Stæröir frá 60 cm
upp í 150 cm.
Ath: Afgreiðumeftirmáli.
Harðviðar-gluggatjöld,
glæsileg vara.
Félag Þineyinga
á Suðurnesjum
heldur aðalfund í Karlakórshúsinu Vestur-
braut 17 (uppi), sunnudaginn 20. sept.
kl. 15.
Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur mál.
Mætið vel og stundvíslega.
Stjórnin
JARÐVINNA
Steinsögun - Gröfur
Loftpressur - Sprengingar
NYTT
símanúmer
16155
SIGURJÓN MATTHÍASSON
Háseylu 13 - Innri-Njarðvík
ER BÆRINN EKKI
ÁBYRGUR?
Kvöld eitt fyrir skömmu
ók ég bíl mínum inn í Eyja-
byggð í Keflavík, þ.e. frá
Drangavöllum. Er ég hafði
nýsleppt Suðurvöllum og
sveigði um beygju ei.ta á
Elliðavöllum skall bíllinn
með miklu afli ofan í holu,
sem ég hafði ekki séð vegna
dimmu.
Tjón varð að vísu ekki
mikið en þó varð tjón á
felgum og dekki hjá mér.
Daginn eftir skoðaði ég að-
stæður og kom þá í ljós
nokkuð djúp hola í veg-
kantinum, en þó í aksturs-
línu, ef ekið er nærri kant-
inum.
Þar sem holan var með
öllu ómerkt og götur bæj-
arins eru í eigu bæjarfél-
agsins, tel ég að bæjarfélag-
ið sé skaðabótaskylt í slík-
um tilfellum. Tel égþví rétt
að velta þeirri spurningu
upp, jafnframt því sem ég
skora á bæjaryfirvöld að
lagfæra þetta nú þegar.
Bíleigandi,
sem greiðir fulla skatta.
[ftevkianes-
brautin
rafWst
í Njarðvlk
I i sutnar á *
f Ramma ' ‘n""fan ViðFitjar. I
\ UpPr,áðhVeRag>nð'n sem 'æ‘Ur I
lsem s'endn' nuBstöðvarveg-l
1 ekki um n«a^Ufyrir atlegBÍ-)
þnn^aðatíiogHðfn-
I í vegkantmn á þ beggja
lcn'Tbann hluta vegarms
Lmertvtc^'^^
Reykjanesbrp.ut
í Njarðvík:
Hvað líður
raflýsing-
í 31. tbl. Víkur-frétta, 31.
maí 1987 er smágrein þar
sem greint er frá að í sumar
ætti að raflýsa Reykjanes-
brautina frá Ramma í Innri-
Njarðvík og upp á hæðina
ofan við Fitjar, og sé það
Vegagerðin sem eigi að sjá
um þessar framkvæmdir. í
greininni segir einnig að búið
sé að leggja rafstreng í veg-
kantinn á þessum kafla og
eigi lýsingin að verða beggja
megin þann hluta vegarins
sem er tvær akreinar.
Þar sent nú eru liðnir nær
fjórir mánuðir síðan skýrt
var frá þessum fyrirhuguðu
framkvæmdum og ekkert
bólar enn á framkvæmdum,
langar mig að vita hvort
eitthvað eigi ekki að fara að
gerast í þessum málum?
Akandi vegfarandi
TAKIÐ Þi Víkurfréttir hvetja lesendur til að skrifa blaðinu um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til - eða hringja milli kl. 9 og 17, mánudaga til föstu- ATT 1 SKRIFUNUM daga, ef þeir koma því ekki við Bréf þurfa ekki að vera vél- að skrifa. Meðal efnis, sem vel rituð en nöfn, nafnnúmer og er þegið, eru ábendingar og heimilisföng verða að fylgja orðaskiptingar, fyrirspurnirog öllu efni til blaðsins, þó höf- frásagnir, auk pistla og stuttra undur óski nafnleyndar. greina.
Ljóður á um-
hverfi hótela
Senn líður að því að stórt
og glæsilegt hótel opni við
Hafnargötu í Keflavík.
Nokkur hundruð metrum
þar frá er þegar komið eitt
hótel. Þarna á rnilli er hins
vegar svæði sem stingur mjög
í stúf við hótelgistingar. A ég
hér við hið forljóta svæði sem
tilheyrir vörubílastöðinni.
Fyrir utan draslaragang,
sem þar er til staðar, er sóða-
skapur frá þvottaplaninu og
hávaði mikill þegar öku-
menn bílanna henda skjól-
borðum fram og til baka.
Vonandi sjá menn því að
sér og sameinast nú um að
flytja vörubílastöðina á ein-
hvern þann stað sem hún
verður ekki til skammar.
N.N.