Víkurfréttir - 28.01.1988, Blaðsíða 3
\IÍKUK
7 slösuðust í 2 slysum
Um síðustu helgi urðu tvö
umferðaróhöpp í umdæmi
lögreglunnar í Keílavík, þar
sem slys urðu á fólki. Það
fyrra varð á Reykjanesbraut
skammt sunnan við Grænás-
veg er fjórir bílar lentu í
þremur óhöppum er öll
tengdust. Voru sex fluttir á
sjúkrahús úr þeim óhöppum
og varð að flytja 4 þeirra til
Reykjavíkur.
Upphaf óhappahrinu
þessarar var að ökumaður
bifreiðar, er var á leið í suð-
Veislu-
þjónustan hí.
Iðavöllum 5
Sími 14797
urátt (til Reykjavíkur),
missti bílinn þversum á
götunni vegna hálku og í veg
fyrir bíl sem kom úr gagn-
stæðri átt. Kom síðan þriðji
bíllinn og lenti aftan á þeim
sem áður hafði lent á þeim bíl
sem varð þversum.
Ökumaður þess bíls hafði
verið í bílbelti og slapp því
alveg við meiðsli. Fór hann
út úr bílnum og stóð við hann
er fjórði bíllinn kom í áttina
að Leifsstöð og lenti utan í
þriðja bílnum og kastaði
honum á manninn sem stóð
við hann og slasaði mikið.
Þurfti m.a. að fá slökkvi-
liðið á Keflavíkurflugvelli til
að ná tveimur mönnum út úr
bílum sínum með klippum
sem þeir eiga. Auk þess sem
báðir sjúkrabílarnir í Kefla-
vík og sá í Grindavík voru
fengnir vegna slyss þessa.
Þá var ekið á konu aðfara-
nótt sunnudagsins á gatna-
mótum Hafnargötu og Aðal-
götu í Keflavík. Voru meiðsli
hennar ekki alvarleg.
Verður járnið flutt
í Hvassahraun?
þó eygja menn vonir í að nýtt
félag verði stofnað um stál-
bræðslu í Hvassahrauni, sem
muni taka við járni þessu.
Þeirri verksmiðju er ekki
ætlað að bræða járn til fram-
leiðslu á steypustyrktarjárni
eins og þeirri sálugu var
ætlað, heldur að vinna hrá-
efni til iðnaðarframleiðslu á
erlendri grundu. Myndijárn-
ið þá verða brætt í svokallaða
hleina.
Þess er vænst að hafist
verði handa með vorinu um
byggingu þessarar verk-
smiðju, sem tæki jafnvel til
starfa vorið 1989.
Á hverju ári safnast fyrir
mikið magn af rusli á at-
hafnasvæði Sorpeyðingar-
stöð Suðurnesja, sem stöðin
ræður ekki við. Er hér um að
ræða um 2500 tonn af stór-
gerðu brennanlegu rusli og
a.m.k. 1000 tonn af járni,
auk þess sem kemur frá
Varnarliðinu og þeir eyða
sjálfir.
Hafa tekist samningar við
Varnarliðið um að þettastór-
gerða rusl verði urðað við
DYE-5 stöðina, eins og áður
hefur verið sagt frá. Járniðer
hins vegar enn vandamál, en
ATHUGIÐ - AÐEINS íÞESSA ÞRJÁ DAQÆ
\jutUl
Fimmtudagur 28. janúar 1988
Smábátar:
Nýútgerð brostin?
Samkvæmt athugun
sem blaðið hefur gert
meðal ýmissa áhugaaðila
um útgerð þilfarsbáta, eru
nú miklar líkur á að
margir þeirra aðila sem
áttu slíka báta í smíðum,
séu hættir við. Eins hafa
sumir þeirra sem fengu
nýja báta á síðasta ári sett
þá á söluskrá og eru jafn-
vel búnir að selja.
Ástæðan er talin hinn
litli kvóti sem þessir bátar
fá og veldur því að von-
laust er talið að reka þessa
báta. Sjá menn jafnvel
fram á að aflakvótinn
dugi ekki nema fyrir þriðj-
ungi þeirra fjármuna sem
greiða þarf fyrir nýjan bát
fyrsta árið. Einnig spilar
þarna inn í að rækjuveið-
ar við Eldey brugðust að
mestu á síðasta sumri.
Einn þeirra aðila sem
selt hafa nýtt skip er Árni
Jónasson í Garði, en hann
fékk nýjan 14tonnaplast-
bát í mars og seldi hann
aftur í haust. Þá hefur
hann einnig hætt við
kaup á öðrum 9 tonna
báti sem var í smíðum hjá
Bátalóni. Auk Árna er
vitað um aðra aðila sem
eru að íhuga sölu á bátum
sínum af þessum ástæð-
um.
Er vitað um að sumir
þessara aðila hafa leitað
eftir kaupum á gömlum
þilfarsbátum sem hafa
einhvern kvóta, en þeir
eru vandfundnir.
fjmmtudað
föstudag °9
naestu 3 daga,
á innihurðum og þiljum.
Mikið úrval. - Hagstætt verð.
Fimmtudag og föstudag opið 8-18
Laugardag opið 10-16.
I —
m ' ' m _ S m jmmmam 1 1« m i
TRÉ _\/
TRE-X
BYGGINGAVÖRUR
Iðavöllum 7 - Keflavík - Sími 14700