Víkurfréttir


Víkurfréttir - 28.01.1988, Blaðsíða 16

Víkurfréttir - 28.01.1988, Blaðsíða 16
mun 16 Fimmtudagur 28. janúar 1988 „Hingað og ekki lengra, Hreinn minn“, gæti Teitur Örlygsson Njarðvíkingur verið að segja við Hrein Þorkelsson, sem þarna reynir körfuskot. Ljósm,: mad. „Bikarinn á heima hér, bikarinn á heima hér“, sungu áhangendur íslands- og bikarmeistara Njarðvíkur á lokamínútum leiks UMFN og IBK i 16 liða úrslitum bikarkeppni KKÍ í Njarðvík á föstudagskvöld- ið. Njarðvíkingar sigruðu í frábærum leik tveggja bestu liða íslands, þrátt fyrir að geta ekki skartað helstu stjörnum sínum. En þeirsýndu það í þessum leik að þaðerengin tilviljun að UMFN hefurverið efst á stalli íslensks körfubolta í áratug. Mcnn komu í manna stað og þrátt fyrir að hafa verið undir megin hluta leiksins unnu Njarðvíkingar sanngjarnan sigur á nágrönnum sínum úr Keflavík, 78:71. í leikhléi hafði ÍBK 4 stiga forystu, 41:37. Frábær vörn UMFN „Við lékuin frábæra svæðis- vörn, seni við æfðum sérstak- lega fyrir þennan leik. Strákarn- ir börðust frá fyrstu mínútu til hinnar síðustu og stóðu sig allir frábærlega. Við erum ákveðnir að endurtaka leikinn frá því í fyrra; að sigra í öllum þeim mót- um sem við tökum þátt í“, sagði Valur Ingimundarson, þjálfari UMFN, sem var á bekknum í þessum leik, - og tók út leikbann sem og Sturla Orlygsson. „Við gál'um eftir í vörninni og klikkuðum illa í sókninni í seinni hálfleik. Slíkt gengurein- faldlega ekki gegn liði eins og UMFN“, sagði Gunnar Þor- varðarson, þjálfari ÍBK. UMFN fékk andlegan stuðning Menn ráku upp stór augu þegar liðin hituðu upp fyrir leik- inn og sáu „garnla" brýnið Jón- as Jóhannesson í Njarðvíkur- búningnum, en hann hefurekki leikið með liðinu sl. 2 ár. Jónas mætti á æfingu hjá Njarðvík kvöldið fyrir leik. „Það var eins og menn lyftust upp um helming við að sjá Jónas, því hljóðið var ekki gott og menn svartsýnir eftir þennan leikmannamissi fyrir leikinn“, sagði Hilmar Haf- steinsson, form. körfuknatt- leiksdeildar UMFN. Það kom á daginn að Jónas var betri en enginn. Hann kom inn á í fyrri hálfleik, hvíldi Helga Rafns og stóð sig vel og eins á lokamínútum leiks- ins. Nokkrir Njarðvíkingar sögðu eftir leikinn að þessi ,,andlegi“ stuðningur Jónas- ar hafði haft mikið að segja. „Það er gott að vita af svona manni á bekknum1,, sagði einn þeirra. Óli Gott, góður Leikurinn var spennandi og skemmtilegur og mjög fjörugur. ÍBK hafði forystu, mest 8 stig, 32:24, en tókst ekki að auka muninn fyrir leikhlé, þrátt fyrir að UMFN setti 3 varamenn inn á í lokin, þá Friðrik, Ellert og Jónas. Góð frammistaða Olafs Gottskálkssonar, Keflvíkings, vakti ntikla athygli í fyrri liálf- leik. Hann var alls staðar, skor- aði í sókn og tók fráköst í vörn. Oft mátti sjá hann flatan í loft- inu og tilþrifin voru mikil oft á tíðum. Þáttur Teits Þáttur Teits Örlygssonar í seinni hálfleik skóp sigur Njarð- víkinga. Hann skoraði 21 stigaf 25 stigum UMFN þegar Njarð- víkingar náðu 9 stiga forystu, 71:62, þegar aðeins um 2 mín. voru til leiksloka. A meðan gekk ekkert upp hjá Keflvíkingum þrátt fyrir mörg tækifæri. Eins misstu þeir tökin á vörninni. Endirinn gat því ekki orðið nema á einn veg og fjórði sigur Njarðvíkinga á IBK íveturvarð staðreynd. Fögnuður heima- manna á áhangenda þeirra varð mikill. Bikarinn, sem virtist horfinn úr augsýn, er nú aðeins í seilingarfjarlægð að flestra mati. Byrjunarliðsmenn UMFN áttu allir stórleik, þó hlutur Teits hafi verið stærstur. Vara- mennirnir sem komu inn á þegar mikið reið á, stóðu sig einnig vel. Keflvíkingar geta nagað sig í handarbökin. Þeir áttu sigurinn vísan en héldu ekki haus. Það var eins og þeir hefðu ekki trúað því að þeir gætu sigrað Njarðvík- inga, menn urðu ragir í góðum tækifærum og ekkert gekk upp þegar mest reið á. Bestu menn IBK voru Ólafur Gottskálksson, Guðjón Skúla- son og Magnús Guðfinnsson. Stig ÍBK:" Stig UMFN: Teitur 30, ísak 16, Helgi 14, Hreiðar 12, Árni 2, Ellert 2 og Friðrik 2. Stig ÍBK: Guðjón 26, Sigurður 19, Hreinn 12, Jón Kr. 6, Ólafur 2, Magnús 2, Falur 2 og Axel 1. | júttu ÍBK og UMFN unnu sig upp úr 2. deild og upp í þá fyrstu á íslandsmótinu í innanhúss- knattspyrnu í Laugardalshöll. Víðir hélt sæti sínu í 1. deild en töpuðu engu að síður tveimur af þremur leikjum sínum. UMFN og Rcynir féllu úr 2. deild niður í þá þriðju en Hafnir unnu sig upp í 3. deild. Kvennalið ÍBK leikur í 1. deild og vann tvo leiki en tap- aði einum. Fyrsta flokkamótið í snóker á þessu ári verður haldið á Knatt- borðsstofu Suðurnesja laugar- daginn 6. febrúar og er fyrir 3. flokk. Skráningu í mótið lýkur n.k. miðvikudag, 3. febr. Sandgerðingar hafa tapað sex leikjum af sjö í 1. deildarkeppn- inni í körfuknattleik. Þeir léku síðast við IS fyrir skömmu og töpuðu 60:71. Rafn Hafnfjörð verður gestur kvöldsins á „Opnu húsi“ hjá Siangveiðifélagi Keflavíkur ann- að kvöld, föstudag, í Iðnsveina- félagshúsinu. Rafn mun sýna myndir af efra svæðinu í Laxá í Aðaldal. Auk þess verður kynn- ing á vetrardagskrá á veiðisvæð- um. Dregið hefur verið um töflu- röð í íslandsmótinu í knatt- spyrnu í 1. og 2. deild. ÍBK leik- ur sinn fyrsta heimaleik gegn Völsungum 15. maí og fá KR viku síðar í heimsókn. Víðis- menn, sem leika í 2. deild, fá Fylki í 1. umferð í Garðinum en leika næsta leik úti gegn Tinda- stóli. Júdómenn í UMFK og UMFG stóðu sig vel á afmælis- móti Júdósambands Islands sem fram fór í íþróttahúsi Kennaraháskóla íslands sl. laugardag. Suðurnesjamenn sigruðu í fjórum flokkum. Gylfi Örn Gylfason UMFK í -35 kg. flokki, Róbert H. Georgsson UMFK í -40 kg. flokki, Stefán Jónsson UMFG í -45 kg. flokki, Hilmar Kjartansson UMFG í -60 kg. flokki og Ómar Sigurðsson UMFK sigraði í -78 kg. flokki. Júdómenn héðan röðuðu sér einnig í næstu sæti í mörgum flokkum. Grindvíkingar unnu yfirburð- arsigur á Skallagrími í seinni leik liðanna í bikarkeppni KKI, 104:66, í Borgarnesi á sunnu- dag. Fyrri leikinn vann UMFG 139:83 og er komið í 8 liða úrslit. B-lið UMFN er einnig komið í 8 liða úrslit ásamt auðvitað bik- armeisturunum sjálfum, stóra UMFN liðinu. B-liðið vann Stúdenta í báðum leikjunum, samtals með 13 stigum. Nú er bara spurning hvort Jónas Jó- hannesson, sem leikið hefur með 1. flokki, fái að leika með liðinu eftir að hafa leikið með meist- araflokksliðinu gegn ÍBK sl. föstudag. ÍBK er í 2. sæti í 1. deild kvenna í körfuboltanum eftir sigurá UMFG í Grindavík66:38. UMFN tapaði heima fyrir IS 31:46 og er í 3ja neðsta sæti. UMFG er næst neðst en Islands- meistarar KR verma botnsætið. 2. deildar lið UMFN í hand- bolta leikur útileik gegn Gróttu n.k. föstudag. Sigri UMFN á lið- ið möguleika á að komast í 2. sæti í deildinni. Stuðningsmenn Njarðvíkinga hafa ákveðið að fjölmenna inneftir og verða sætaferðir frá Hótel Kristína kl. 20. ttll Suðurnesjaliðin unnu Öll Suðurnesjaliðin sigruðu í viðurcignum sínum í 2. og 3. deild handboltans á miðvikudag í sl. viku. Standa þau öll vel að vígi, ÍBK hefur svo að segja tryggt sér sæti í 2. deild að ári og bæði UMFN og Reynir eru í góðum sætum í 2. deild. Titringur á lokamínútum Það urðu fjörugar lokamín- útur í leik Reynis og HK, sem háður var í Sandgerði. Eftir að heimamenn höfðu haft örugga forystu mest allan leikinn, sem fór upp í 6 mörk, þjörmuðu gestirnir að þeim á lokamínút- unum og voru nálægt því að jafna. Það tókst þó ekki og Reynismenn sigruðu 31-29, eftir að hafa leitt í leikhléi 16- 12. Mörk Reynis: Páll Björnsson 8, Willum Þór og Sigurður Óli 7 hvor, Stefán A. 4, Viðar H. 3 og Hólmþór 2. Naumt í Njarðvík Lokamínúturnar urðu æsi- spennandi í Njarðvík, þar sem heimamenn tóku á móti Aft- ureldingu. UMFN hafði 2-3 mörk yfir mest allan tímann en þegar örfáar mínútur voru til leiksloka voru tveir Njarðvík- ingar reknir út af og annar til þegar hálf mínúta var eftir. Afturelding minnkaði muninn óðfluga og voru sex á móti þremur síðustu 30 sekúndurn- ar en skutu framhjá á lokasek- úndunum. UMFN slapp með skrekkinn og vann 24-23. í leikhléi var UMFN yfir 13-11. Heimir Karlsson var bestur í liði UMFN, lék vel og skoraði 6 mörk. Guðjón Hilmarsson og Snorri Jóh. og Pétur Ingi skoruðu 4 mörk, Arinbjörn 3 og þeir Valtýr og Pétur Á. og Ólafur Thord. 1 hver. Yfirburðir ÍBK í toppslagnum IBK vann ótrúlega léttan sigur á ÍH í íþróttahúsi Kefla- víkur, 30-12, 1 viðureign efstu liðanna I 3. deild. í hálfleik var ÍBK 7 mörkum yfir, 13-6. Eins og tölurnar gefa til kynna voru yfirburðir Keflvíkinga miklir. Mótstaða Hafnfirðinga var lítil sem engin. Lið ÍBK var jafnt, allir léku vel og Pétur Magg í markinu traustur bak- hjarl fyrir vörnina. Mörk ÍBK: Hafsteinn 12 (10), Jóhann Júl. 4, Gísli Jóh.4, Sig. Bj. 4, Ellert 3, Einvarður 2 og Her- mann 1 mark. Gísli Jóhannsson ÍBK reynirskot í leiknum við ÍH. Ljósm.iómj.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.