Víkurfréttir - 28.01.1988, Blaðsíða 14
[/iKurt
\jUUU
ATVINNA - ATVINNA - ATVINNA - ATVINNA
Frá Holtaskóla
Kennari eða leiðbeinandi óskasttil aðann-
ast tilfallandi forfallakennslu.
Upplýsingar í síma 11045 og 11135.
Skólastjóri
Afgreiðslustarf
hálfan daginn
Óskum eftir að ráða starfskraft í afgreiðslu
hálfan daginn, frá kl. 13-18.
DEHÓK
Hafnargötu 54 - Sími 13066
Vélstjóri, háseti
og beitingamenn
Fyrsti vélstjóri óskast á Jóhannes Jónsson
KE-79. - Háseta vantar á sama bát og vana
beitingamenn.
Upplýsingar í símum 11817 og 11579.
Atvinna í boði
Ritari óskast í hálft starf. Upplýsingar í
síma 14027.
Iðnþróunarfélag Suðurnesja
Næturvörður
Viljum ráða næturvörð til starfa sem fyrst.
Verður að geta unnið sjálfstætt. - Upplýs-
ingar á staðnum.
^sHÓJEL
KEFLAVÍK
Atvinna í boði
Fóstra eða annar starfskraftur óskast á
dagdeild allan daginn frá 15. mars. Einnig
óskast fóstra í hálft starf eftir hádegi. Uppl.
gefur forstöðukona í síma 16100 eða á
staðnum.
DAGHEIMILIÐ HOLT
Innri-Njarðvík
Beitingafólk
vantar strax á Búrfell. - Upplýsingar í síma
11815 og á kvöldin í símum 12751 og
12383.
ATVINNA
Starfsfólk óskast í snyrtingu og pökkun til
hálfs- eða heils dags starfa. Bónusvinna.
Stöðug vinna. Loðnufrysting framundan.
Akstur úr og í vinnu.
Upplýsingar hjá verkstjóra í síma 11104
eða á staðnum.
Hraðfrystihús Keflavlkur hf.
ATVINNA
Vantar vanan vörubílstjóra strax. Upplýs-
ingar á staðnum.
Olíusamlag Keflavíkur
og nágrennis
Víkurbraut 13
Ræsting
Óskum eftir góðri konu í ræstingu. Um er
að ræða yfirumsjón með hreinsun á her-
bergjum, móttöku o.fl.
^iHÓTEL
KEFLAVtK
Afgreiðslustörf
Óskum að ráða starfsfólk í búsáhaldadeild
hálfan daginn (eftir hádegi) og allan dag-
inn. - Upplýsingar gefur verslunarstjóri á
staðnum.
SAMKAUP
Háseti óskast
Vanan háseta vantar á m/b Skagaröst, sem
rær frá Keflavík. - Upplýsingar í síma
12587.
Suður-
nesjamenn
slegnir út
Prentvillupúkinn tók
keppnislið Suðurnesjamanna
heldur betur í gegn í síðasta
tölublaði og rangnefndi einn
keppandann, auk þess sem
hann gerði annan að Grind-
víkingi að ósekju.
Hið rétta keppnislið var
því þannig skipað: Magnús
Ólafur Ingvarsson, Keflavík;
Þorkell Logi Steinsson,
Keflavík, og Elsa Kristjáns-
dóttir, Sandgerði. Eru við-
komandi beðnir velvirðingar
á mistökum þessum.
Af keppninni sjálfri er það
að segja, að Kjalnesingar
unnu naumlega og þar með
eru Suðurnesjabúar dottnir
út, eins og sjá mátti í ríkis-
sjónvarpinu á sunnudag.
MlKUn
{[Utttt
er óháð öllum
stjórnmálaflokkum
og nýtur engra
opinberra styrkja.
Svæfingalæknir
ráðinn
við Sjúkra-
húsið
Tvær umsóknir bárust um
stöðu svæfingalæknis við
Sjúkrahús Keflavíkurlæknis-
héraðs. Voru þær frá Oddi
Fjalldal, svæfingalækni, og
Sunil S.Kalra, indverskum
svæfingalækni. Hefur stjórn
SK samþykkt að ráða Odd
Fjalldal.
Þá hefur Karl Guðmunds-
son framkvæmdastjóri, gert
tillögu um að Bryndís Ösk
Haraldsdóttir meinatæknir,
verði gerð að aðstoðardeild-
armeinatækni við SK. Hefur
stjórnin samþykkt það.
Ef þú vilt ekki góð laun og ekki
vinna með skemmtilegu fólki,
slepptu þá að lesa þetta
Við erum lítil fiskverkun á góðum stað í Keflavík og vantarfólk í
fiskvinnu. Hjá okkur vinnu lítill hópur af skemmtilegu fólki.
Það er nóg að gera og kaupið sem við borgum er betra en
gengur og gerist. Og athugið eitt. Kaffitímarnir hjá okkur eru
öðruvísi.
Hugleiddu málið og sláðu á þráðinn - eða komdu.
FISKVERKUN
GUÐMUNDAR AXELSSONAR
Framnesvegi 23 - Keflavík - Sími 12587