Víkurfréttir


Víkurfréttir - 28.01.1988, Blaðsíða 18

Víkurfréttir - 28.01.1988, Blaðsíða 18
mur< 18 Fimmtudagur 28. janúar 1988 Keflavíkurkirkja: Föstudagur 29. janúar kl. 14: Jarðarför Jónu Eiriksdóttir, Hafn- argötu 63, Keflavík. Laugardagur 30. janúar kl. 14: Minningarathöfn um Elfar Þór Jónsson, háseta, og Magnús Geir Þórarinsson, skipstjóra, sem fór- ust með Bergþóri KE-5, 8. janúar sl. - Fólki sem ekki kemst í kirkju er bent á sæti í Kirkjulundi og tveimur langferðabifreiðum, sem verða staðsettar fyrir framan kirkjuna. Sunnudagur 31. janúar: Sunnudagaskóli kl. 11 í umsjá Málfriðar og Ragnars. Munið skólabílinn. Guðsþjónusta kl. 14. Sóknarprestur r Innri-Njarðvíkurkirkja Gifting laugardag kl. 17. Barnastarf í Safnaðarheimilinu, sunnudag kl. 11. Þorvaldur Karl Helgason Ytri-Njarðvíkurkirkja Barnastarf og messa kl. 11. Þorvaldur Karl Helgason Útskálakirkja Sunnudagaskólinn verður í kirkj- unni kl. 11. Sóknarprestur Hvalsneskirkja Sunnudagaskólinn verður í Grunnskólanum í Sandgerði og hefst kl. 14. Sóknarprestur h mæli Tvítug verður þriðjudaginn 2. febr. frú Stefanía Björns Coop- er, pylsusali að mennt, Keflavík. Þeir sem vilja hana gleðja á af- mælisdaginn meðgjöfum, blóm- um eða skeytum, er bent á að hún er við störf á Boggabar, Keflavík, þann dag. - Vinir. ATVINNA Óskum eftir að ráða afgreiðslustúlku. Uppl. ekki í síma. Pteabæp Tjamargötu 17 - Keflavík Bridskennsla Nú er að fara af stað kennsla í brids á veg- um Bridsfélags Suðurnesja. Námskeiðið stendur yfir í 5 til 7 vikur og verður kennt einu sinni í viku 3 til 4 tíma í senn. Námskeiðið er einkum ætlað byrjendum og þeim sem skammt eru á veg komin. Gripið verður í spil inn á milli til að skerpa kennsluna og farið í reglur um keppnis- brids. Kennt verður eitt útbreiddasta sagn- kerfi í heimi, American Standard. Námskeið þetta, sem verður ókeypis, ertil- valið fyrir einstaklinga sem og vinnu- og kunningjahópa. Þeir sem áhuga hafa á þátttöku, vinsam- legast hafi samband við Heiðar í síma 14810 eftir kl. 19. IMV u Njarðvíkurbær og Steindór Sigurðsson auglýsa fríar ferðir með Steindóri mánuðina jan., febr., mars 1988. FERÐAÁÆTLUN: Innri-Njarövik (Frá Seyluhverfi): 7.53 * 8.40 9.40 10.20 10.55 11.30 12.20 (Skólaferö: Endar viö Grunnskólann) 13.35 * 14.05 15.00 15.40 16.45 17.30 Billinn er 5-7 rhin. frá brottför (l-Nj. eða Kvik) i Ytri-Njarðvík. ’ 18.50 (mánud., þriöjud., fimmtud.) frá íþróttah. Y-Nj. til l-Nj. * 19.20 (mánud., þríöjud., fimmtud.) frá l-Nj. til íþróttah. Y-Nj. ’ 21.35 (mánud. og þríöjud.) frá iþróttah. Y-Nj. til l-Nj. * Þessar ferðir falla niður frá 20/5 -1/9 ’88. Aö ööru leyti gildir áætlunin út áríö. Nánari upplýsingar í símum 15444, 16200. Keflavik (SBK): 8.50 10.05 10.40 11.15 13.15 13.50 14.40 15.25 16.10 17.15 (tittu Sl. mánudag lauk Meistaramóti félagsins í tvímenning. Þátt tóku 18 pör og urðu úrslit þannig: 1. Gísli Torstason - Birkir Jónsson ............ 72 stig 2. Gísli Isleifsson - Kjartan Ólason ........... 66 stig 3. Jóhannes Ellertsson - Eiríkur Ellertsson .... 56 stig 4. Hagsteinn Ögmundsson - Heiðar Agnarsson .. 45 stig 5. Ragnar Jónsson - Eysteinn Eyjólfsson ........ 35 stig 6. Sigurhans Sigurhansson - Arnór Ragnarsson .. 33 stig Næsta mánudag hefst Meistarmót félagsins í sveitakeppni. Spilað er í Golfskálanum í Leirunni og hefst spilamennskan stund- víslega kl. 20. Að gefnu tilefni eru keppendur stranglega áminntir um að mæta tímanlega. Stjórnin Hættir lög- reglan að taka árekstrar- skýrslur? Miklar breytingar munu taka gildi á umferð- arlögum 1. mars n.k. Meðal þeirra verður sú breyting að lögreglan mun smám saman hætta að taka skýrslur vegna umferðaróhappa, nema um sé að ræða slys eða tjónvaldur eða tjónþoli finnist ekki. Að sögn Karls Her- mannssonar, aðstoðaryf- irlögregluþjóns hjá lög- reglunni í Keflavík, Grindavík, Njarðvík og Gullbringusýslu, hafa málin enn ekki verið kynnt þeim nægjanlega og því er ekki á þessu stigi séð hvernig framkvæmd- in verður. Samkvæmt lögunum er stefnt að því að hver bíl- eigandi hafi í bíl sínum skýrslueyðublöð til að fæíra tjón inn á þegar um slíkt yrði að ræða. Þó aðeins sé um mánuður til stefnu hefur kynningekki farið fram á því, hvernig þetta á að virka. Pizzufram- leiðsla stöðvuð Heilbrigðisfulltrúi Suður- nesja lét stuttu fyrir jól stöðva framleiðslu á Pizzu E1 Som- brero að Tjarnargötu 31, Keflavík, þar sem tilskilin leyfi skorti. Að því er fram kemur í fundargerð Heil- brigðisnefndar Suðurnesja, en nefndin var þessu sam- mála. A það skal bent, að pizzu- framleiðsla þessi er með öllu óskyld núverandi rekstri veitingastaðarins sem í húsinu er, enda urðu þar eig- endaskipti sem kunnugt er, um áramót.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.