Víkurfréttir


Víkurfréttir - 28.01.1988, Blaðsíða 20

Víkurfréttir - 28.01.1988, Blaðsíða 20
mun 4Utth Fimmtudagur 28. janúar 1988 AFGREIÐSLA BLAÐSINS er að Vallargötu 15. - Símar 14717, 15717. TÉKKAREIKNINGUR SPURÐU SPARISJÓÐINN Fógetamálið féll í Hæstarétti Drífa átelur skipu- lagsnefnd Hæstiréttur hefur kveðið upp dóm í svonefndu fógeta- máli Landeigendafélagsins gegn Aðalstöðinni. Snýst mál þetta um það erfulltrúi bæjar- fógetans í Keflavík hafnaði beiðni sóknaraðila um að matsmenn fengju að koma fyrir dóm og staðfesta mat sitt, er fyrir dómi var krafa um fjárnám á hendur Aðal- stöðinni vegna lóðagjaldanna. Skutu landeigendur mál- inu til hæstaréttar, þar sem þeir kröfðust þess að mats- mönnum yrði leyft að koma fyrir fógetadóminn. Þegar mál fara þessa leið, þ.e. í fógetadóm, er um fljótvirka aðferð að ræða og því var úr- skurður frá 3. desember í fógetadómi Keflavíkur tek- inn fyrir strax eftir áramót í Hæstarétti og var dómur kveðinn upp 14. janúar s.l. í dómsorðum Hæstaréttar kemur fram að fógetadómi sé að jafnaði ekki ætlað að taka afstöðu til ágreinings- efna, sem gefa tilefni til að dómsskýrslur séu teknar af matsmönnum. Efniságrein- ingur aðila þessa máls er verulegur og óvíst hve víð- tæka málsmeðferð þarf, svo að hann verði til lykta leidd- ur. Mátti fógeti því hafna beiðni sóknaraðila um að í fógetarétti færi fram sú skýrslutaka, sem óskað var eftir af þeirra hálfu. Ber því að staðfesta úrskurð fógeta- réttar. Þar sem fógetamálið er þar með fallið, varð að taka mál- ið upp á ný og nú verður að fara hina venjulegu leið. Hófst málið því á ný og nú fyrir bæjarþingi Keflavíkur, í gær. VÍKUR-FRÉTTIR flytja um helgina Þessa dagana eru Víkur- fréttir að flytja starfsemi sína frá Vallargötu 14 og yfir götuna í eigið húsnæði nr. 15. Um leið og við flvtj- um fjölgum við símanúmer- unum og tökum í notkun númerið 15717 og að sjálf- sögðu notum við áfram símanúmerið 14717. Þrátt fyrir að við séum að flytja er margt enn ógert á nýja staðnum og þá sér- staklega varðandi ytra útlit og þ.á.m. gerð bílastæða. En meðan snjór var yfir öllu og frost urðu þessir lið- ir að bíða. Bendum viðskiptavinum þvt á að nota til bráða- birgða bílastæði prent- smiðjunnar Grágásar, en uni leið og meira þiðnar verða útbúin stór og góð bílastæði við Vallargötuna gegnt Grágásarhúsinu. Vonandi verður þess ekki langt að bíða svo laga megi alla aðkomu að húsinu og ytra útlit þess. Yfirborganir og dulbúnar greiðslur hverfa Nokkur órói er meðal starfsfólks Njarðvíkurbæjar vegna þess að verið er að skera á fasta yfirvinnu og gera ýmsar kerfisbreytingar hjá starfsfólkinu. Að sögn Odds Einarssonar bæjar- stjóra gætir nokkurs mis- skilnings meðal starfsfólks- ins um þetta. Sagði hann að þegar starfs- matið var gert, hefði það tekið fyrir öll störfin og því væri sjálfgefið að allar yfir- borganir og hvers kyns dul- búnar greiðslur sem virkað hefðu sem kauphækkun í gegnum árin hyrfu, þar sem þær ættu ekki við eftir að starfsmat hefði verið gert. Auk þessa er nú verið að endurskipuleggja stjórn- sýsluþáttinn og verða þau mál skýrð nánar síðar. Á fundi í bæjarstjórn Keflavíkur á þriðjudag lagði Drífa Sigfúsdóttir fram eftir- farandi bókun: „Þann 1. september 1987 var samþ. eftirfarandi tillaga í Bæjarstjórn: ,,Bœjarstjórn Keflavíkur samþykkir að óska eftir við skipulagsnefnd að hún leggi fram tillögur um útivistar- svœði fyrir bœjarbúa fyrir af- greiðslu nœstu fjárhagsáœtl- unar. Drífa Sigfúsdóttir, Þorsteinn Árnason." Tillögunni fylgdi greinargerð. Engar tillögur varðandi þetta mál bárust bæjarstjórn og þegar mér fannst biðin verða orðin löng þá óskaði ég eftir því við bæjarstjóra (á bæjarstjórafundi) að hann reyndi að hraða afgreiðslu málsins. Síðar á fundi bæjarráðs minnti ég form. skipulags- nefndar á þetta erindi og óskaði eftir afgreiðslu á því sem fyrst. Nú eru liðnir rúmlega 410 mánuður frá samþ. tillög- unnar og ennþá hefur bæjar- stjórn ekki borist vitneskja um að áðurnefnd tillaga hafi fengið svo mikið sem um- fjöllun hvað þá afgreiðslu. Með þessum vinnubrögðum er komið í veg fyrir að bæjar- stjórn fái umbeðnar upplýs- ingar fyrir afgreiðslu fjár- hagsáætlunar ársins 1988. Eg tel þetta óviðunandi seinagang og átel skipulags- nefnd fyrir slakleg vinnu- brögð í þessu máli.“ Setur Drífa nýtt bókanamet í ár . . . ?

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.