Víkurfréttir


Víkurfréttir - 28.01.1988, Blaðsíða 4

Víkurfréttir - 28.01.1988, Blaðsíða 4
4 Fimmtudagur 28. janúar 1988 VÍKUK (tOUt t Minningarathöfn um eiginmann minn, föðurokkar, tengdaföður og afa, MAGNÚS GEIR ÞÓRARINSSON sem fórst með m.b. Bergþóri KE-5, þann 8. janúar sl., fer fram frá Keflavíkurkirkju laugardaginn 30. janúar kl. 14.00. Ásta Erla Ósk Einarsdóttir Einar Þórarinn Magnússon Bryndis Sævarsdóttir Guðbjörg Magnúsdóttir Vignir Demusson Sigurvin Bergþór Magnússon Sævar Magnús Einarsson t Minningarathöfn um sambýlismann minn, son okk- ar og föður, ELFAR ÞÓR JÓNSSON sem fórst með m.b. Bergþóri KE-5, þann 8. janúar sl., fer fram frá Keflavíkurkirkju laugardaginn 30. janúar kl. 14. Halldóra Grétarsdóttir Jón Þ. Sigurjónsson Rósa Arngrimsdóttir og börn. Fóstrur Staða forstöðumanns við dagvistar- heimilið Tjarnarsel, Keflavík, er laust til umsóknar. Áskilið er að umsækj- endur hafi fóstrumenntun. Staðan veitist frá 1, apríl 1988. Upplýsingar um stöðuna eru veittar hjá félagsmálastjóra, Hafnargötu 32, sími 92-11555, frá kl. 9-12 alla virka daga. Skriflegar umsóknir þurfa að berast félagsmálastjóra fyrir 10. febrúarn.k. Félagsmálaráð Keflavíkur Ævintýraþrá og gamall draumur Rætt við Þór Magnússon, sem hefur ráðið sig til friðargæslusveita SÞ í Suður-Líbanon Það getur vart talist smá- mál að taka sig upp og flytja bút'erlum með tjögurra manna tjölskyldu til Israel. En annað slagið á slíkt sér stað, að menn leggja þetta á sig, og einmitt á þriðjudag fór ein íjölskylda liéðan af Suðumesjum til dval- ar þama niður frá. Em þetta hjónin Hulda Guðmundsdótt- ir og Þór Magnússon, og syn- imir Baldurog Jóhann. Astæð- an fyrir ferðalagi þessu er að Þór hefur ráðið sig til starfa hjá friðargæslusveitum Samein- uðu þjóðanna í Suður-Líbanon. Til að forvitnast um ferða- lag þetta heimsótti blaðið tjölskyldu þessa um síðustu helgi og stal frá þeim dýr- mætum tíma við undirbún- ing brottfararinnar. Fyrsta spurningin sem lögð var fyrir Þór var þessi: Hvers vegna tekur fjögurra manna fjöl- skylda sig upp og fer slíka ferð til að setjast að í Israel? „Þetta er ævintýraþrá og gamall draumur. Eg sótti því um þetta starf fyrir u.þ.b. tveimur árum, en það var ekki fyrr en í september í haust serh eitthvað fór að gerast í þessu“. - Var starf þetta þá aug- lýst? „Nei, ég útvegaði mér um- sóknareyðublað og sótti um, en það tekur þennan tíma að komast í gegnum kerfið“. - Hvaða starf er þetta sem þú tekur að þér? Þór Magnússon „Ég kem til með að vinna í Líbanon sem rafvirki við við- haldsþjónustu hjá friðar- gæslusveitum Sameinuðu þjóðanna. I gæslusveitum þessum er fólk frá 26 þjóð- um, en þjónustuliðið sem ég mun starfa i er eingöngu samansett af rafvirkjum, að því er ég best veit“. - Ætlar þú að búa í Israel og starfa í Líbanon? ,,Já, við munum búa skammt frá landamærunum og verður vegalengdin frá vinnustaðnum að þeim stað sem við búum á, aðeins 25-30 km. Unnið er þarna 5 daga vikunnar frá kl. 7.30 til 15.30 og alltaf frí laugardaga og sunnudaga. Mun ég því fara milli heimilis og vinnustaðar kvölds og morgna“. Frétt vikunnar VlKUR- FRÉTTIR no. 15 VJ/KUR ri ,« ■«» '"J“’ ■— víkur-fbéttirflytja um helgina I nvtt húsnæði að VAU.ARGÖTU15 í Y* VÍÖfíCÖlH U''S' ..v,» os vveouf |wUune»»i*kVmn.^*jSJ ii-kWun núxfwnJi S« •* ............. “ISto sis. ndnd SSS íal«5 latf , hwj- , f v,.irii i lúft’flóðu. 1 i ixnsu tilbuöi STKB Vikur- tréttir bæta við nýju síma- númeri: 15717. < O i < § VALLARGATA Prentsmiðjan GRÁGÁS 3 Mý VATNSBÖL VID patterson*? f f * ■ -rti oUmcnifunm . . . hiuusvaöA. tr Wt ,ðl„ «««, úi. l U*5u*‘ :?* *;. um i v.L,u:u>rurn»ovv«,as«n- - Eru íleiri íslendingar þarna? „Ég held að ég sé einn, en það hafa verið Islendingar þar og eru þeir nijög hátt skrifaðir við þessi störf. Ég veit um nokkrar aðrar íslenskar fjölskyldur í Israel, m.a. fjölskyldu Þórarins Eyjólfssonar (Dodda) úr Keflavík, en hann er nú í Jerúsalem. Hann starfaði áður þar sem ég verð, en er nýbúinn að fá sig færðan. Þá er ístak með verkefni þarna sunnar og þar starfa nókkrir íslendingar“. - Hvað gerir þú ráð fyrir að vera þarna Iengi? „Reynsluráðningin er 6 mánuðir og verður síðan framlengd ef báðum aðilum líkar við hinn. Ég er með í huga að við verðum þarna svona í tvö ár, enda tekur því varla að vera að rífa sig upp hér heima fyrir minni tíma. Það er það mikið mál að rífa sig svona upp og pakka öllu niður og ganga frá öllum hlutum. Þetta var mun meira mál en ég reiknaði með“. - Hvað með laun og að- búnað? „Launin eru góð og eftir því sem ég best veit er allt þarna mjög vestrænt og að- búnaður þ.a.l. mjög góður. Við verðum að taka á leigu húsnæði, sem þeir greiða að sjálfsögðu fyrir, og því á ekkert að fara illa um okk- ur“. - Mun Hulda starfa eitt- hvað þarna, og hvað með skólann hjá strákunum? „Konurnar fá ekki at- vinnuleyfi þarna og verður Hulda því heimavinnandi, sem er_ mikil breyting hjá henni. A ég von á að hún og strákarnir dvelji eitthvað hjá Þórarni í Jerúsalem, en það er aðeins í 160 km fjarlægð frá þeim stað sem við mun- um búa. Strákarnir munu síðan væntanlega ganga í breskan skóla sem reknir eru þarna fyrir sendiráðsfólk, auk þess sem við munum auk þess sem við tökum með okkur skólabækur héðan“. - Að lokum, Þór, áttu ekki von á að lenda í ófriði, og hvað ætlið þið að gera í tóm- stunþum ykkar? „Ég veit um einn Islend- ing sem hefur verið þarna í 7 ár og aldrei orðið var við ófrið. Við vonum bara að okkur gangi vel þarna og veltur það á því hvað maður verður fljótur að venjast að- stæðum. Þar sem við munum búa er vinsæll baðstrandar- staður og síðan munum við ferðast mikið um“.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.