Víkurfréttir


Víkurfréttir - 28.01.1988, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 28.01.1988, Blaðsíða 8
ViKurc 8 Fimmtudagur 28. janúar 1988 molar jutUt í hjarta Keflavíkur Kl. 14 á sunnudag verður bein útsending frá Giaumbergi á Stjörnuþættinum ,,í hjarta Kcilavíkur", sem Jörundur skemmtikraftur stj6rnar. Halá Molar heyrt því fleygt, að Tré-X og Rammi muni senda lið í spurningaþátt, sem er hluti þessa þáttar. Einn kínverskur Þó Oskar Arsælsson sé ný- búinn að opna veitingastað, sem Brekka heitir, cr hann með lleiri járn i eldinum. Inn- an tíðar mun hann opna kín- verskan veitingastað á Vatns- néstorgi, þar sem Sportbúð Óskars var áður til húsa. Á þetta að vera hágæðastaður með sérsmíðuðum innrétting- um á kínverskan máta og með kínverskum kokkum. Sólin skín hjá nýjum eigendum i Ungó Eigendaskipti hafa orðið á Sólbaðsstof'unni Sólhúsið, Hafnargötu 6, Kel'lavík (gamla Ungó-húsinu). Hinn nýi eigandi er Árni Björn Erl- ingsson úr Sandgeröi, sonur eins af gömlu Hljómunum, Erlings Björnssonar. Árni Björn keypti stofuna af Ægi Má Kárasyni, ungum Keflvík- ingi. Hinn nýi eigandi mun ekki háfa amalega viðskipta- vini á næstu vikum, því þátttakendurnir í Ungfrú Suð- urnes munu sóla sig hjá hon- um fyrir keppnina. Hótaði að kæra lögregluna fyrir lögreglunni Nokkuð skondið mál kom í Ijós í umræðum bæjarfulltrúa í Keflavík á fundi bæjarstjórn- arinnar á þriðjudag. Var það vcgna byggingarlcyfisum- sóknar Lögreglufélags Gull- britigusýslu um aðlá aðbyggja við félagsheimili sitt skv. teikn. dags. jan. ’88. Kom fram að byggingafulltrúi hafði veitt því eftirtekt að þarna var komin bygging sem ekkert leyll var lyrir og því hótað iögreglunni að ef málið tæri ekki rétta leið í gegnum kerfið, myndi hann verða að kæra þetta til lögregl- unnar. Er þetta varð upplýst, varð einum bæjarfulltrúanum að orði: „Með byggingalögum skal land byggja". Guðni í blaðaútgáfu Fréttir berast nú af því að Keflvíkingurinn Guðni Kjærbo ásamt tveimur öðrum reyndum blaðamönnum, séað kaupa eða jafnvel búnir að kaupa Fjarðarpóstinn í Hafn- arfirði. Auk þess sem Guðni liefur reynslu af blaða- mennsku hefur hann að und- anförnu starfað sem útlits- teiknari hjá Morgunblaðinu. Rangar heimildir Eins og hefur verið sagt lrú hér í Molum, cr þessi dálkur byggður upp frá vanga- veltum, sögusögnum ogóstað- festum fréttum. Er þetta eini staðurinn í blaðinu sem slíkt á sér stað. Þá eru birtar hérsmá- fréttir af fólki í opinberu lífi, sem vcrður að sætta sig við það, að um það sé talað og skoðanir hafðar á því sem það gerir. Því miður kemur þófyrir að þeir aðilar sem læða að okk- ur viðkomandi upplýsingum, bregðast okkur og enginn lötur er l'yrir viðkomandi upp- lýsingum. Við slíkt eru þeir afskrifaðir sem upplýsinga- menn og að sjálfsögðu beðið afsökunar á röngum flutningi. En einmitt í síðustu Molum kom upp slíkt tilvik, sem hijóðaði upp á sölu Sigurjóns í Quelle á fyrirtækinu. Hörmum við það og biðjumst velvirðingar á þeim mistökum. Sandkassaleikur leigubílstjóra Lengi vel hafaþeirháðstríð, leigubílstjórarnir á Ökuleið- um og Aðalstöðinni í Keflavík. Stríð þetta hefur komið fram í ýmsum myndum, þó mest þannig að þeir hafa ítrekað klagað stéttarbræðurnar á hinni stöðinni fyrir ýmsa smámuni. Nú hefurþettatekið á sig nýja mynd. Sú mynd snýst um Víkur-fréttir og skrif um leigubílstjóra í hvaða AUKIÐ SKÍÐA- ÚRVAL og nú bjóðum við einnig FISHER skíði og TYROLA bindinga, skíða- poka, skótöskur, lúffur og skíðabakpoka. Úrval af smávöru í skíðaferðina. SPORTBÚÐ ÓSKARS mynd sem það nú birtist. Alltaf finnur einhver frá hinni stöðinni eitthvað neikvætt út úr skrifum þessum og þá er um leið fullyrt að einhver andstæð- ingur úr hópi bílstjóra af stöð mótherjans hafi ný stýrt penna viðkomandi blaðamanns. Já, hann vill oft verða skrítinn þessi sankassalcikur, eini munurinn er að nú leika í honum fullorðnir, en ekki krakkar, enda væri búið að siða krakka, ef þau ættu hlut að máli. Framsýn lögregla I síðustu Molum og frétt í biaðinu var rætt um árekstur á Duusgötu í Keflavík og ýjað að því að lögreglan hefði talið hann vera á Hafnargötu. Nú hefur lóðarskrárritari Keíla- víkur haft samband við blaðið og bent á að þetta liafi ekki verið svona rangt hjá lögregl- unni, því fyrir nokkrum árum hafi skráning húsanna Hafn- argata 2, Duusgötu 1 og 3 verið breytt í veðbókum. Eru hús þessi þar því nú skráð Hafnargata 2-2a og 4. Duusgata 5 sé hins vegar áfram með því númeri. Þegar þessu var breytt láðist hins vegar að breyta númerunum á sjálfum húsunum og því eru þau enn með gömlu merkin, þó þau eigi að vera fallin úr gildi. Átti sjálfur að passa þetta Hér á undan er rætt um merkingu húsa þar sem raun- veruleikinn og veðbækur passa ekki saman. Kom þetta í ljós við ábendingu lóðarskrár- ritara Kellavikur. En hver skyldi eiga að sjá um að þetta væri rétt merkt á húsununr sjálfum? Sökin í þessu máli er hjá byggingafulitrúa og vara- manni hans. Hver skyldi svo vera varamaðurinn? Það er sami maðurinn og er lóðar- skrárritari. Eða með öðrum orðum, með ábendingunni var hann að kvarta yfir sjálfum sér. Drífa vanhæf - eða 5. kratinn Áheyrendur á bæjarstjórn- arfundinum í Keílavík á þriðju- dag urðu vitni að óvanalegri rimmu milli tveggja bæjarfull- trúa minnihlutans, þeirra Drífu Sigfúsdóttur og Ingólfs Falssonar. Snerist deila þeirra um afstöðu til launaflokks- hækkana til bæjarstarfsmanna og gekk svo langt að Drífa kallaði Ingólf „5. kratann", en Ingólfur taldi Drífu vera ,,van- hæfa“ í umræðu um launamál, þar sem starfs síns vegna hjá Fjölbrautaskólanum tæki hún laun eftir þeim samningum sem til unrræðu væru. Garðbúar! Opnum þann 2. febrúar matvöruverslun að Gerðavegi 1, Garði. VELKOMIN IKAUPFÉLAGIÐ Garði Sími 27122 Flytjum að Vallargötu 15 um helgina og bætum við nýju símanúmeri: -15717. mun

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.