Víkurfréttir - 28.01.1988, Blaðsíða 13
jutu*
Fimmtudagur 28. janúar 1988 13
Lesendasíðan
HVAR ER LðGREGLAN?
Gruggugt
tollatilboð
Það er betra að hugsa sig
um tvisvar áður en fjárfest er
í dýrum hlut. Það getur marg
borgað sig að gera verðsam-
anburð á fleiri en einum stað.
Það var rétt fyrir síðustu
jól að égákvað að slá til ogfá
mér videoupptökuvél til
þess að festa jólahátíðina á
band.
Eg var lítið að „pæla“ í
verðsamanburði og rakst á
auglýsingu í jólablaði Víkur-
frétta, þar sem verslunin Frí-
stund í Njarðvík bauð við-
skiptavinum sínum fyrirhug-
aða tollalækkun sem taka
átti gildi um áramót, strax.
Videovélin, sem er af tegund-
inni JVC Videomovie GR C-
11, átti að kosta krónur
85.900 staðgreidd og þá var
búið að lækka tollana um
15% á vélinni. í auglýsing-
unni stóð: ,,Þú græðir á því
að versla við okkur strax í
dag.“
Fyrir tilviljun rakst ég á
auglýsingu í sama blaði frá
versluninni Lítt’inn hjá Ola í
Keflavík, þarsem sama upp-
tökuvél var boðin á aðeins
79.900 stgr. og af henni var
ekki búið að lækka tolla.
Eg hafði samband við Olaf
Gunnarsson í Lítt’inn hjá
Ola og hann sagði mér að
bíða með kaupin fram yfir
áramót, sem ég og gerði. Nú
er búið að lækka vélina um
40% og kostar 49.800 í
Lítt’inn hjá Óla.
Eg sendi þeim, sem keyptu
videoupptökuvélar á tolíatil-
boði Frístundar, samúðar-
kveðjur. Það væri allt í lagi að
fara aðeins betur í saumana á
þessu grugguga tollatilboði
Frístundar. Ég hef þettaekki
lengra.
Það getur borgað sig að
gera verðsamanburð.
Einn heppinn í Keflavík.
Einhvern tíma fyrir jól
sá ég í blaðinu lesenda-
bréf sem mér þótti ntjög
svo tímabært. Snerist efni
bréfsins um leiðigjarna
sjón fyrir frantan hús um-
ferðarnefndarmanns við
Vesturgötu í Ketlavík.
Þar sem ábending sú
sent kom fram í bréfinu
snerist urn bíl sem lagt
var hálfunt upp á gang-
stétt var sanngjörn, átti ég
von á skjótum viðbrögð-
um umferðarnefndar-
mannsins, og ef ekki, þá
af hálfu lögreglunnar. Én
ekkert slíkt hefur átt sér
stað. Því brenna tvær
keimlíkar spurningar í
huga mér og snúa báðar
að lögreglunni.
Hin fyrri er: Geturver-
ið að umferðarnefndar-
ntaðurinn hafi einhver
ítök innan lögreglunnar
og því sé ekkert gert í mál-
inu? Sú síðari er: Er lög-
reglan of upptekin af
sjálfri sér til að sjá brot
þetta, sem er í mínum
huga slæmt?
Gaman væri ef blaðið
legði þessar spurningar
fyrir lögregluna, með ósk
um svör sem birtust
samhliða bréfi þessu á les-
endasíðu Víkur-frétta.
Með nýárskveðju.
Skalli
Svar lögreglunnar
vegna bréfs þessa hafði
blaðið samband við Karl
Hermannsson, aðstoðar-
yfirlögregluþjón hjá lög-
reglunni í Kefiavík. Sagði
hann að spurningar um
ítök einhverra innan lög-
reglunnar og það hvort
lögreglan væri of upptek-
in af sjálfri sér, væri ekki
svaravert.
Um brotið sjálft væri
það hins vegar að ræða, að
fylgst væri með fram-
vindu málsins af hálfu
lögreglunnar og ef rétt
væri með farið í bréfinu,
yrðu gerðar þær ráðstaf-
anir sem gera þyrfti.
Áramótagleði Umf. Þrðttar
Kæru-
hús-
ráðendur
Mikið værum við blaðburð-
arfólkið þakklát, ef þið vild-
uð moka snjóinn frá dyrum
ykkar svo við eigum betur
með að komast með blöðin.
Einnig þeir sem eru með
hunda í bandi, ef þið vilduð
hemja þá, svo við getum
borið til ykkar blaðið.
Með vinarkveðju.
Ulaðburðarfólk
Fyrir 10-15 árum komstsá
skemmtilegi siður á í Vogun-
um að hafa „opið hús“ í
Glaðheimum á nýársnótt.
Þar hittust ungir og gamlir
hreppsbúar til þess að fagna
nýju ári, rabba saman, skála
og dansa. A fyrstu árunum
var spilað á harmonikku
undir dansi eða notuð segul-
bönd og þá var hægt að tala
saman án þess að fólk þyrfti
að öskra upp í eyrað á við-
mælandanum.
A síðustu árum hefur orð-
ið mikil breyting á. Ærandi
diskómúsik ríður svo húsum
að ekki heyrist mannsins mál
og lagavaíið höfðar ekki til
allra aldurshópa. Eldra fólk-
ið er að mestu hætt að mæta
og er það miður. Því vonast
ég, og fleiri, ti! þess að
U.M.F. Þróttur taki ára-
mótagleðina til endurskoð-
unar þannig að skemmtunin
höfði til allra hreppsbúa eins
og áður fyrr.
Sesselja Guðmundsdóttir
Brekkugötu 14, Vogum.
Láttu ekki TOYOTA frá þér sleppa!
Vatnsnesvegi 29A - Kellavik - Simar:l108l.1488B
TOYOTA