Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.02.1988, Blaðsíða 4

Víkurfréttir - 11.02.1988, Blaðsíða 4
4 Fimmtudagur 11. febrúar 1988 Netariðillinn hrúgast upp hjá fyrirtækjum, eftir að slysavarnasveitirnar hættu að taka hann til endurvinnslu. Ljósm.: hbb. Knattspyrnu- ráð ÍBK Æfingar hjá meistaraflokki karla hefjast 16. febrúar. - Mæting í Perlunni. Í.B.K. Stýrimaður óskast Óskum að ráða stýrimann á m.b. Unu í Garði GK-100, sem er á línuveiðum. Upplýsingar í símum 27155 og 27214. Barnafólk! Hér er lausnin! Ef þið ætlið t.d. að skella ykkurádansleik, í leikhús eða annað, þá hef ég öruggan stað fyrir börnin ykkar á meðan. Hringið í Diddu í síma 16030. (Geymið auglýsinguna). Hundruð þúsunda króna á haugana Slysavarnasveitin Þorbjöm í Grindavík og Slysavarna- sveitin Ægir í Garði hafa haft rúmar 300.000 krónur hvor sveit á ári fyrir netariðil, sem sveitirnar hafa safnað frá af- skurðarfólki og síðan selt að- ila, sem hefur einkaleyfi á sölu til Hampiðjunnar, en hún hefur séð um að cndurvinna netariðilinn. Um miðjan desember í fyrra tilkynnti Hampiðjanað hún hafi hætt rekstri endur- vinnslustöðvarinnar og tæki því ekki við riðlinum. Hefur þetta skapað nokk- ur vandamál, þar sem Sorp- eyðingarstöð Suðurnesja hefur ekki tekið á móti neta- riðlinum. Nú hafa þær fréttir borist að Sorpeyðingarstöðin ætli að taka netariðilinn og brenna hann utan stöðvar- innar og urða í „sorpkirkju- garði“ á Stafnesi. Verður hér um mikið magn að ræða, því að í fyrra seldi t.d. Slysavarnasveitin Ægir í Garði rúm 70 tonn af riðli til Hampiðjunnar og rið- illinn hefur nú hrúgast upp hjá útgerðarfyrirtækjum og einstaklingum hér á Suður- nesjum. Njarðvíkurbær auglýsir breyttan opnunartíma Frá og með 1. mars n.k. verða bæjarskrifstofur Njarðvíkur opnar mánudag til föstudag frá kl. 10 til 15.30. Viðtalstími bæjarstjóra verðurfrá kl. 10.30 til 12.30 mánudag til föstudag. Viðtalstími byggingafulltrúa verður frá kl. 10 til 12 mánudag, miðvikudag og föstudag. NJARÐVÍKURBÆR Til sölu OLYMPUS OM 40 program + þrjár linsur og flass. liitt’inn Hafnargötu 35, Keflavík Kálfatjarnarkirkja: Barnastarf, kirkjuskóli í Stóru- Vogaskóla, laugardag kl. 11. Messa sunnudag kl. 14 í kirkj- unni. Sóknarprestur Keflavíkurkirkja: Sunnudagaskólinn kl. 11. Munið skólabílinn. Kristniboðsvikan hefst í KFUM og K-húsinu kl. 20.30. Samkomur á hverju kvöldL Sóknarprestur Útskálakirkja: Messa kl. 14. Altarisganga. Ferm- ingarbörn lesa úr ritingunni. Org- anisti er Esther Ólafsdóttir. Hjörtur Magni Jóhannsson Hvalsneskirkja: Sunnudagaskólinn verður í Grunnskólanum í Sandgerði kl. 11. Mikill söngur, myndir o.fl. Hjörtur Magni Jóhannsson Innri-Njarðvíkurkirkja: Barnastarf kl. 11 í Safnaðarheim- ilinu. Sóknarprestur Ytri-Njarðvíkurkirkja: Messa og barnastarf kl. 11. Sóknarprestur t Grindavíkurkirkja: Barnasamkoma kl. 11. Mikill söngur, sögur, myndir o.fl. Af- mælisbörn vikunnar kölluð upp. Undirleik annast Svanhvít Hall- grímsdóttir. Sóknarprestur Kirkjuvogskirkja: Fjölskyldumessa kl. 14. Sérstakt efni fyrir börnin, m.a. myndir og verkefni. Organisti Gróa Hreins- dóttir. Sóknarprestur

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.