Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.02.1988, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 11.02.1988, Blaðsíða 8
yfiKun 8 Fimmtudagur 11. febrúar 1988 6/rnm BEHG Ha4aianMiBriiJd Glaumur og gleði í Glaumbergi Hljómsveitin Geim- steinn í rosa stuði laug- ardagskvöld. Opið í'rá ki. 22-03. 20 ára aldurstakmark. Föstudágur 12. feb.: Jón «g Lalli sjá um fjörið. Opið frá 22-03. 18 ára aldui-stakmark. FERMINGAR- HLAÐBORÐ • Sjávarréttir í hlaupi • Fiskipaté m/kaldri fiskisósu • Kaldur soðinn lax • Tvær teg. síld m/brauði og smjöri • Kaldir kjúklingar • Kalt roast beef • Kalt reykt grísalæri • Heitur lambapottréttur m/eplasalati og hrísgrjónum • Heitar og kaldar sósur, grænmeti kartöflur og salat kr. 1.100.- Lánum leirtau ykkur að kostnaðar- lausu. - Leitið nánari upplýsinga í símum 14040 og 14160. Loðnufrysting hefst Vegna fyrirhugaðrar loðnufrystingar vant- ar okkur starfsfólk til starfa í kringum miðjan febrúar. Hafir þú áhuga, leitaðu þá nánari upplýsinga hjá verkstjóra í síma 12503 og 14718 á kvöldin. NESBERG HF., Njarðvík mun AUGLÝSINGASÍMAR: 14717 - 15717 jUOU molar Sigga aftur á Fitjanesti Sigríður Eðvaldsdóttir heitir kona sem hefur unnið við sjoppurekstur í um 20 ár, lengst af í Keflavík ograk m.a. Fitjanesti í nokkur ár. Hún hefur síðustu ár haldið mann- inn í Reykjavík og verið þar með sjoppu eina. Nú er hún komin aftur til Suðurnesja og tekin við framkvæmdastjórn á Fitjanesti_ og Tommaborgur- um, sem Óskar Ársælsson rck- Heppnir sækja í Ölduna Það er óhætt að segja að það sé einhvcr heppnisstimpill yfir versluninni Oldunni í Sand- gcrði. Þar eru seldir lottómið- ar, happaþrenna, bingóspjöld fyrir Stöð 2 og hvað þelta nú allt heitir. í síðustu viku kom upp vinningur á happaþrennu að upphæð 500 þús. en slíkt hefur einu sinni gerst áður. Eins og við greindum frá fyrir skömmu þá var bingóspjaldið með Volvo-vinningnum í Sandgerði keyptur í Oldunni. Svo hafa komið upp margir veglegir vinningar á Lukku- tríóum og Happaþrennum. Það eina sem eftir er að koma er stóri Lottó-vinningurinn.... Leiðslurnar frostsprungu I kuldakastinu hér um dag- inn vildi það furðulega til að vatnslagnir i Leifsstöð frost- sprungu með þeim afleiðing- um að vajn komst inn í einn af sölum byggingarinnar. Mun skýringin vera sú að leiðslur þessar voru á rishseðinni og þar var kuldinn svona mikill. Má þvi segja að þeir í Leifsstöð þurfi að glíma við margskonar vandamál. „I love Man. Utd.“ Gísli Eyjólfsson, knatt- spyrnumaður úr Garðinum, var í getraunaleik Víkurfrétta i síðustu viku og sagði þá að honum hafi ekki fundist mikið til koma að hitta stórstjörnur úr Manchester United- liðinu þegar hann var einu sinni í Englandi, enda er hann gall- harður West Ham aðdáandi. Þegar Gisli gekk í það heilaga fyrir nokkrum vikum síðan gerðu tengdafaðir hans og mágur. Ólafur Jónsson og Einar Ásbjörn, honum grikk. Þeir settu litla orðsendingu á skósólana hjá Gísla. Þegar Gísli kraup _svo með sinni heittelskuðu Ólafíu blasti við öllum kirkjugestum „1 love Man. Utd.“ undir skónum við mikinn hlátur viðstaddra.... Ekki ineir Ein _ snjailasta hugmyndin sem Óskar Ársælsson lékk senda um nafngift á nýja stað- inn var cinfaldlega „Ekki meir“. Enda finnst mörgum að nú sé nóg komið hjá Oskari, sem er að verða ansi sexý, þ.e. ef hann kaupir einnig sjötta staðinn á aðeins tæpum tveim- ur mánuðum. Sparimerki af allri línunni Það varð ekkert afburða hresst með framtak vinnuveit- andans, starfsfólkið í Ragnars- bakaríi, er það fékk útborgað um mánaðamótin. Kom þá i ljós að sparimerki voru tekin af launum allra launþega jafnt ungra sem fólk kornið fram yftr miðjan aldur. Kenndu eig- endurnir mistökum um. Videoband af sjó- blautum Subaru Nú hefur Subaru-umboðið í Reykjavík dreift myndbandi af Subarubílutium sem blotn: uðu í Drammen í Noregi. í blaðaviðtali hefur þó forráða- maður lngvars Helgasonar ckki þorað að staðfesta að myndband þetta geft rétta mynd af ástandi þeirra bíla sem sendir voru hingað til lattds. Því er spurn, hvað hann var að gera með því að dreifa myndbandi þessu? Ritvélin út á „ramp“ Fyrir stuttu kom upp eldur í ritvél á skrifstofu einni í Leifs- stöð. Starfsmaður sá sem var að vinna við vélina var eitt- hvað stressaður þvi hann tók vélina og lleygði henni út um gluggann og út á ,,ramp“ sem svo er kallaður en heitir á ís- lensku llugvélastæði. Þegar vélin var komin þangað hringdi hann á slökkviliðið og tilkynnti um lausan eld. Höfðu því margir ganian af þegar slökkviliðið kom í öllu sínu vcldi til að slökkva i einni rit- vél! Hádegisverðarfundur í Glaumbergi, laugardaginn 13. febrúar kl. 12. Jón Baldvin Hannibalsson, fjármálaráðherra, ræðir efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar og svara fyrirspurnum. Fundarstjóri: Konráð Lúðvíksson, læknir. ALÞÝÐUFLOKKSFÉLÖGIN ferii líinaiileoa með skaltframtölin! ■ TEK AÐ MÉR GERÐ SKATT- FRAMTALA FYRIR EINSTAKLINGA OG FVRIRTÆKI. sf REYNIR ÓLAFSSON, viðskiptafræðingur Brekkustíg 39 - Njarðvík - Sími 14500

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.