Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.02.1988, Síða 10

Víkurfréttir - 11.02.1988, Síða 10
10 Fimmtudagur 11. febrúar 1988 Gáma- þjónusta Grindavíkur í tilraunaskyni hafa gámar verið settir niður norður af blokkunum við Heiðarhraun fyrir úrgang frá heimilum. Járngámurinn er opinn. Hann er bara fyrir járn. Ruslagámurinn er lokaður. Hann er bara fyrir brennanlegt rusl. Notið sorphreinsibílinn. Með því að setja úrgang í sorppoka með réttum frágangi má spara gámana. Að gefnu tilefni skal tekið fram að ef um- gengni við gámana er ekki sem skyldi og sóðaskapur hlýst af, verður tæplega um áframhald þessarar þjónustu að ræða. Fyrir kemur að gámarnir fyllast og er fólk þá eindregið hvatt til að SNÚA FRÁ í stað þess að hlaða rusli UTAN við gámana. Snyrtileg umgengni eftir settum reglum er eina skilyrði þess að tilraunin takist. Svo einfalt er það. Bæjartæknifræðingur Vinnumiðlun Félagsmálastofnun Keflavíkurbæjar starf- rækir vinnumiðlun að Hafnargötu 32. Atvinnuleysisskráning fer þar fram. Atvinnurekendum er sérstaklega bent á að snúa sér til vinnumiðlunar í leit að starfs- fólki. Afgreiðslan er opin frá kl. 9-12 alla virka daga, sími 11552. Félagsmálastofnun Keflavíkurbæjar Styrktarfélags aldraðra á Suðurnesjum verður haldið í Stapa, sunnudaginn 21. feb. n.k. Húsið verður opnað kl. 12 á hádegi. Miðapantanir og upplýsingar í símum 11709 Soffía, 14322 Elsa, 56568 Anna og 68195 Gerða. - Miðaverð kr. 1.100- Fjölmennið! Nefndin AUGLÝSINGASÍMINN ER 14717 - 15717. VlKUR 4*aut vikur „Velfarnir Víkur-fréttir“, stendur á borða Grágásarmanna. Á eftir þeim kemur hluti nemenda úr Lúðrasveit Tónlistarskólans í Keflavík, en lúðrasveitin er nú að safna í ferðasjóð og tekur að sér að spila við ýmis tækil'æri gegn hæfilegu gjaldi. —:.Víkur-fréttahúsið: .... Opnað með „stæl“ Hátíðleg athöfn fór fram í hinu nýja Víkur-fréttahúsi á föstudaginn var. Tilefnið var flutningur afgreiðslu og rit- stjórnar blaðsins í sitt eigi húsnæði, nr. 15 við Vallar- götu í Keflavík, og að um síð- ustu áramót voru liðin 5 ár frá því núverandi eigendur tóku við rckstri blaðsins. Fjöldi gesta voru við- staddir athöfn þessa og Víkur-fréttum barst fjöldi gjafa. Þá átti sér stað óvænt uppákoma í upphafi athafn- arinnar, er eigendur prent- smiðjunnar Grágásar kvöddu Víkur-fréttir sem leigutaka, með því að mars- era undir stjórn blásara úr 1 ónlistarskóla Keflavíkur milli húsanna. Léku blásar- arnir síðan tvö lög framan við hið nýja aðsetur blaðs- ins. Hér í opnunni fylgja með myndir frá þessari merkis- athöfn í sögu blaðsins, en þær eru teknar af Hilmari Braga. Hluti gestanna. F.v.: Sigurjón R. Vikarsson, við hlið lians sést aðeins í Elías Jóhannsson, þá koma þeir Indriði Jóhannsson, Stefán Jónsson, Sigurður J. Sigurðsson, Sigurður Ragnarsson, Jón B. l’álsson, Ellert Eiríksson og Gunnar Sveinsson. F.v.: Svanfríður Sverrisdóttir hlustar á mæður ritstjóranna, þær Valgerði Sigurgísladóttur, móður Páls, og Helgu Egilsdóttur móður Emils Páls.

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.