Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.02.1988, Síða 17

Víkurfréttir - 11.02.1988, Síða 17
Nýsmíði Mumma hf. íbið Útgerðarfyrirtækið Mummi hf. í Sandgerði hef- ur fest kaup á 236 tonna stálfiskiskipi, Eini frá Hafn- arfirði. Hefur skipið þegar hafið veiðar undir skipstjórn Eðvalds Eðvaldssonar, sem var skipstjóri Barðans GK, sem strandaði á Snæfellsnesi á síðustu vetrarvertíð, en það skip var einnig í eigu sömu útgerðar, og er skipið á sóknarkvóta. Að sögn Eyjólfs Garðars- sonar, útgerðarstjóra systur- fyrirtækjanna Rafns hf. og Mumma hf. í Sandgerði, hafa nýsmíðaáform fyrir- tækjanna á skipi sem búið var að fá leyfi fyrir, nú verið sett í bið. Það skip átti að koma í stað Barðans og afla hans kvóta. Auk Einis eiga fyrirtækin fiskiskipin Mumma GK og Víði II. GK. Einir var gerður út hér fyrr á árum frá Keflavík undir nöfnunum Helgi S. í eigu Heimis hf. og Danni Péturs í eigu Kristjönu hf. Erskipið smíðað í A-Þýskalandi 1959 og er eitt hinna svokölluðu ,,tappatogara“. 1981 var skipið endurbyggt og yfir- byggt á Akureyri, þá í eigu Heimis hf. Þakkir frá knatt- spyrnu- ráði ÍBK Þann 31. jan. sl. hélt Knattspyrnuráð Keflavíkur bingó og til þess að kostnað- ur yrði sem minnstur var leitað á náðir fyrirtækja og verslana í bænum um vinn- inga eða vörur á vægu verði. Knattspyrnuráðið vill koma á framfæri þakklæti til eftirtalinna fyrirtækja og verslana fyrir veittan stuðn- ing: Versl. Róm, Bókabúð Keflavíkur, Póseidon, Hljómval, Apótek Keflavík- ur, Hagkaup, Glora, snyrti- vöruverslun, Sportbúð Osk- ars, Ljósmyndastofa Suður- nesja, Veitingastaðurinn Brekka, Innrömmun Suður- nesja, Rafbær, Stapafell, Sjávargullið, Kóda, Sam- kaup, Hárgreiðslustofa Pálu, Blómastofa Guðrúnar, Snyrti- og gjafavöruverslun- in Annetta, Nonni og Bubbi, Ljósboginn, Klippótek, Draumaland, Samvinnu- ferðir/Landsýn, Lítt’inn hjá Ola, Reiðhjólaverkstæði Margeirs Jónssonar. Kristniboðsvika I Keflavík Samkomur verða haldnar í húsi KFUM og K, Miðtúni 36, alla næstu viku og fram á sunnudag. Þær hefjast kl. 20.30 og eru allir hjartanlega velkomnir. Kristniboðsfé- lögin í Keflavík standa fyrir samkomuvikunni. Kristni- boðar, sem unnið hafa við kristniboð í Afríku munu kynna starfið í máli og mynd- um og einnig verða fluttar hugvekjur. Þá verður mikið sungið. 35 ár eru nú liðin síðan fyrstu íslensku kristniboðs- hjónin fóru til Eþíópíu og hófu byggingu kristniboðs- stöðvar í Konsó. Þar eru nú margir söfnuðir, skólastarf og stórt sjúkraskýli. í Kenya er ört vaxandi starf á vegum íslensku kristniboðanna, skammt frá landamærunt Uganda. Þar dvelja nú tvær íslepskar fjölskyldur. A fyrstu samkomunni, sunnudaginn 14. febrúar, flytursr. Ólafur Oddur Jóns- son ávarp og Guðlaugur Gunnarsson kristniboði sýnir videomynd frá Eþíó- píu. Þá flytur Skúli Svavars- son kristniboði, hugleiðingu. Tekið verður á móti gjöfum lil starfsins á samkomum vik- unnar, en fjárþörf er mikil. Sem fyrr segir eru allir vel- komnir á samkomur vik- unnar. BILASYNING í tilefni af opnun söluumboðs á Suðurnesjum fyrir Bílvang sf. höldum við veglega bílasýningu laugardag og sunnudag hjá Bílabragganumr Bakkastíg 14, Njarðvíkum, frá kl. 13-17 BILABRAGGINN Bakkastíg14 Njarðvíkum S. 92-14418 BÍLVANGUR st= HÖFÐABAKKA 9 5ÍMI 687300

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.