Víkurfréttir


Víkurfréttir - 10.03.1988, Blaðsíða 21

Víkurfréttir - 10.03.1988, Blaðsíða 21
\>iKun Bæði Eldcyjar-skipin við bryggju í Njarðvík á sunnudag. T.v. Eldeyjar-Boði (íK-24, en aft- an við hann er Eldeyjar-Hjalti GK-42. Ljósm.: cpj. Glimrandi gangur hjá Eldeyjar- bátunum Síðasta sunnudag kom Eldeyjar-Hjalti í fyrsta sinn til Njarðvíkur, en skipið er gert út frá Grindavík. Kom skipið til Njarðvíkur svo hægt væri að framkvæma á þvi fyrirbyggjandi viðhald, aðsögn Braga Ragnarsson- ar, framkvæmdastjóra Eldeyjar hl’ Var skipið með um 55 tonn af fiski eftir 8 daga veiðiferð og er aflaverð- mæti þessa farms um 2.5- 2.7 milljónir króna. Hefur útgerð beggja báta fyrir- tækisins gengið vel, eða eins og Bragi orðaði það, ,,þá er glimrandi gangur hjá báðum bátunum. Standa nú yfir athuganir um kaup á þriðja skipinu fyrir Eldey hf. Fimmtudagur 10. mars 1988 21 Ljósm.: epj. Lenti undir vöru- bíl f hálku Mjög harður árekstur varð á laugardagskvöld á Hringbraut skammt norðan Vesturbrautar i Keflavík. Stationbifreið sem var að koma inn í bæinn lenti sökum hálku á öfugum veg- arhelmingi og á al'turhás- ingu lítillar vörubifreiðar sem var á leið út úr bænum. Við það varð vörubifreiðin stjórnlaus og fór ylir veginn og stöðvaðist þar utan vegar. Ókumaður litlu bifreiðar- innar slasaðist lítillega en bilreið hans varð ónýt við áreksturinn. Fá þurfti bif- reið með krana til að losa larm vörubifreiðarinnar áður en hún var Ijarlægð af vettvangi. Afslátturinn úti Húsnúmer Hársnyrtistofu Sigrúnar í Grindavík misritað- ist í síðasta tölublaði en hún er til húsa nr. 5 við Staðarvör. Einnig birtist fréttin eftir að 20% afsláttarkjörin voru runnin út, en þau stóðu aðeins ylir i febrúarmánuði, Iréttin birtist 3. mars. Biðjumst við velvirðingar á mistökum þessum. C í 1 / VERZL UNA RBA NKA N UM í KEFLAVÍK Verzlunarbankinn í Keflavík á 25 ára starfsafmæli um þessar mundir. Af því tilefni bjóðum við þér að þiggja kaffiveitingar föstudaginn 11. mars, kl. 9:15-16:00, í afgreiðslu Verzlunarbankans að Vatnsnes- vegi 14. Við fögnum fleiru en afmælinu. Við bjóðum Jóhönnu Reynis- dóttur velkomna til starfa útibússtjóra. Hún er innfæddur Keflvíkingur og fyrsta konan sem gegnir starfi útibússtjóra í Verzlunarbankanum. Nú er lokið miklum endurbót- um á húsnæði okkar á Vatns- nesveginum. Pví getum við boðið bætta og persónulegri þjónustu í betri húsakynnum en áður. Af þjónustuþáttum bankans bendum við á: - TÆKIFÆRISTÉKKAREIKNING sem gefur þér kost á góðri ávöxtun veltufjár og tengist þægilegri lánafyrirgreiðslu. - KASKÓ-reikninginn sem ávaxtar sparifé þitt á öruggan og arðbæran hátt. - GREIÐSLUPJÓNUSTU sem sér um að borga reikningana þína, t.d. á meðan þú ert í fríi. - Að sjálfsögðu veitum við einnig GJALDEYRISÞJÓNUSTU og alla hefðbundna bankaþjón- ustu. P.s. Munið að skila getrauna- seðlunum útfylltum. Þeir sem ekki hafa fengið getraunaseðla senda heim geta nálgast þá í bankanum. Lítið inn, þiggið kaffi og meðlæti og kynnið ykkur þjónustu Verzlunarbankans. VŒZLUNflRBfiNKINN _________-vctuiur ítteó&et (____ Starfsfólk Verzlunarbankans, Vatnsnesvegi 14, Keflavík.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.