Víkurfréttir - 10.03.1988, Blaðsíða 20
20 Fimmtudagur 10. mars 1988
\>iKm
juWt
UIVflFG úr leik eftir
Tvöfalt hjá FS
Körfuknattleiksmót fram-
haldsskólanna var haldið í
Keflavík og Njarðvík sl. helgi.
Lið Fjölbrautaskóla Suður-
nesja sigruðu í bæði karla- og
kvennaflokki. Strákarnir
unnu Fjölbrautaskólann á
Sauðárkróki 53:48 og stúlk-
urnar burstuðu Mennntaskól-
ann í Hamrahlíð 51:17.
UIVIFN tapaði
báðum
leikjunum
UMFN tapaði báðurn leikj-
um sínum í Bikarkeppni körfu-
knattleikssambandsins.
Sá l'yrri endaði 51:71. Stað-
an í leikhlé var 27:33.
Gömlu kempurnar, Þor-
steinn Bjarnason, Júlíus Val-
geirsson, Guðsteinn Ingimars-
son og fléiri, kontu skemmti-
lega á óvart, byrjuðu leikinn
með mikilli baráttu og náðu
forskoti, 13:6. En þeir hafa
kannski eytt of ntiklu púðri
strax i byrjun, því eftir það
stálu Haukar senunni og sigr-
uðu.
Það sent spilaði einnig inn í
var dómgæsla Jóhanns Dags
og Bergs Steingrímssonar, en
hún var alveg út í hött oft á tíð-
um.
Stigahæstu ntenn UMFN:
Þorsteinn Bjarnason 22 og
Júlíus Valgeirsson 7.
I síðari leiknum var háll'-
g e r ð u r u p p g j a f a r t ó n n í
Njarðvíkingum og Haukar
unnu þar léttan sigur, 100:77,
eftir að staðan í leikhléi hafði
verið 48:35 fyrir Hauka.
Stigahæstir hjá UMFN:
Þorsteinn Bjarnason 19,
Gunnar Þorvarðarson 17 og
Stefán Bjarkason II.
Dúbl í
horn!
OPIÐ
Billiard
(snóker) er
skemmtileg
íþrótt sem
allir geta
leikið, ungir
sem eldri. Leiðbeinendur
ef óskað er. Sjö 12 feta borð
oq kiuðar fvrir alla.
alla daga
frá kl.
11.30-23.30.
Pantið tíma
eða komið.
Knattborðsstofa Suðurnesja
Grófinni - Keflavik - Sími 13822
tvo lafntefli
Síðari leikur Grindvíkinga
og IR-inga í átta liða úrslitum
Bikarkcppni K.S.Í. endaði með
jafntefli 68:68. ÍR-ingar höfðu
betur í hálflcik 33:27.
Fyrri leiknum lauk einnig
með jafntefli, 63:63, en þar
sem IR-ingar skoruðu fleiri
stig á útivelli halda þeir áfram í
undanúrslit.
Leikurinn var hraður og
spennandi frá lyrstu mínútu til
þeirrar síðustu. Grindvíking-
ar byrjuðu mjög vel meðskot-
helda vörn og kraftmikla
sókn. Fljótlega komu þó
smugur I vörn þeirra og nýttu
IR-ingarnir sér það vel. Grind-
víkingar náðu góðu forskoti
9:2 og 20:14 en ÍR-ingar söx-
uðu jafnt og þétt að þeim þeg-
ar líða fór að leikhléi, jafna
20:20 þegar um 7 mín. voru
eftir og höfðu yfirhöndina eftir
það. Staðan í leikhléi var 33:27
fyrir ÍR.
Grindvíkingar voru ekki af
baki dottnir og sýndu hvað í
þeim bjó þegar líða fór á síðari
hálfleik. Staðan var 50:60 þeg-
ar um 10 mín. voru til leiks-
loka en Grindvíkingum tókst
að minnka muninn í 56:60.
Þeim tókst þó ekki að jafna
fyrr en tæplega mínúta var til
leiksloka en þá jafnaði Stein-
þór Helgason leikinn 68:68.
Þegar 51 sek. var eftir var upp-
kast og Grindvíkingar ná bolt-
anum, Hjálmar Hallgrímsson
reynir skot, hittir ekki en
Grindvíkingar ná boltanum
aftur og að þessu sinni var það
Jón Páll Haraldsson sem reyn-
ir skot, hittir, en því miður var
tíminn útrunninn áður en
hann tók skotið.
Stigahæstir hjá Grindavík
voru: Hjálmar Hallgrímsson
14, Steinþór Helgason 13 og
Guðmundur Bragason 11.
„Það var grátlegt að tapa
þessum leik,“ sagði Rúnar
Arnason eftir leikinn. „Mér
fannst dómgæslan mjög léleg
og setti visst strik í reikning-
inn.“
Hjálmar Hallgrimsson, Grindvíkingur, skorar í leiknum gegn 1R.
Ljósm.: G.H.
ATV9NNA
Vantar fólk í vinnu. Mikil vinna. - Upplýs-
ingar í síma 13866.
HAPPASÆLL SF.
Reynissigur í
nágrannaslag
- Reynir vann UMFN 34:33 í 2. deild í handboltans
Reynismenn unnu Njarðvík-
inga í liörku spcnnandi og
harðri viðureign í Sandgerði á
þriðjudngskvöldið. I lokin skildi
aðcins eitt mark á milli, 34:33.
Reynir liafði vfir í lcikhlé,
23:20.
Elvar Grétarsson, horna-
maðurinn ungi, skoraði sigur-
mark Reynismanna á elleftu
stundu. Það var heitt í kolun-
Pétur Ingi var atkvæðainestur
Njarðvíkinga með 10 ntörk.
Willum Þór Þórsson skoraði 11
mörk fyrir Reyni.
hálfieik komust Njarðvíkingar
yfir í fyrsta sinn 27:28 og loka-
mínúturnar skiptust liðin á að
Itafa forystu. Elvar Grétars-
son skoraði svo sigurmark
Reynis eins og áður er lýst og
tryggði sínum mönnum góð
stig.
Willum þór og Stefán Arn-
arsson voru atkvæðamestir
Reynismanna, en Pétur Ingi
og Arinbjörn hjá UMFN.
Þetta varekta nágrannaleik-
ur, mikill hraði, harka og mis-
tök á báða bóga. UMFN er
eftir þennan leik í 5. sæti með
18 stig í deildinni, en Reynis-
menn í næsta sæti með 14 stig.
Mörk Reynis: Willum Þór 11,
Slefán 6, Sigurður Óli 6, Páll 6,
Elvar 3 og Kristinn A. 2.
Mörk UMFN: Pétur Ingi 10,
Arinbjörn 9, Heimir 5, Pétur Á. 5,
Snorri 2, ValtýrogGuðjón 1 hvor.
um á lokamínútunum og
Ólafur Tordersen, Njarðvík-
ingur, fékk alvöru kælingu -
rauða spjaldið.
R e y n i s m e n n b y r j u ð u
leikinn af fítonskrafti og kom-
ust í 10:2, en Njarðvíkingar
voru ekki á því að gefa sig.
Með Pétur Inga í fararbroddi
náðu þeir að minnka muninn í
3 mörk lyrir leikhlé. I seinni
Njarðvíkingur
I olympíuliðið
Ungur Njarðvíkingur,
Geir Sverrisson, hefur verið
valinn til að keppa fyrir Is-
lands hönd á Ölympíumóti
fatlaðra í Seoul í október,
sem er mánuði eftir Olymp-
íuleikana.
Geir á þegar Islandsmet í
100 metra og 50 metra sundi.
Er metið í 100 metrunum
1,22:55 og hefur hann bætt
það nú nýverið um 22 sek-
úndur (í Malmö í Svíþjóð).
Metið var áður en hann setti
það 1,30:8.
Stórsigur
IBK
Um sl. helgi kepptu í 1.
deild kvenna Njarðvík og
Kefiavík. Þeim leik lauk með
stórsigri Kefiavíkurstúlkn-
anna, 39:75. í hálfieik var
14:27 Kefiavík í vil.
ÍBK er þá efst með 22 stig,
en Njarðvík er í næst neðsta
sætinu nteð 6 stig.
Síðasta
púttkvöldið
Síðasta púttkvöld vetrar-
ins hjá Golfklúbbi Suður-
nesja verður í Golfskálanum
í Leiru á morgun, föstudag.
Félagar eru hvattir til að fjöl-
menna á þetta síðasta pútt-
kvöld og taka með sér gesti.
UIVIFN
AFRAM
UMFN vann Breiðablik i
fyrri leik liðanna í bikar-
keppninni, 96:51 eftir að
staðan í hálfieik hafði verið
47:27. Njarðvíkingar náðu
góðu forskoti strax í byrjun,
21:13 og 30:19, oggáfu Blik-
um aldrei færi á að jafna.
I síðari hálfieik juku
Njarðvíkingar enn á forskot
sitt og stungu Blikana alveg
af.
Stigahæstir Njarðvíkinga
voru: Valur Ingimundar 16,
Teitur Örlygsson 14 og Árni
Lárusson 12.
Njarðvíkingar tryggðu sér
sæti í 4ra liða úrslitum í Bik-
arkeppni KKI, er þeir sigr-
uðu UMB í Digranesi á
þriðjudagskvöld, eftir að
hafa leitt í leikhlé, 36:32.