Víkurfréttir


Víkurfréttir - 10.03.1988, Blaðsíða 22

Víkurfréttir - 10.03.1988, Blaðsíða 22
VÍKUR 22 Fimmtudagur 10. mars 1988 4*00* Ekki er nú öll vitleysan alveg eins Mikil og váleg tíðindi haf’a átt sér stað að undanf'örnu: Jó- hann Björnsson kommúnisti hel'ur tekið þátt í kappræðu- keppni f'yrir hönd Fjölbrauta- skóla Suðurnesja, talað gegn hugsjónum sínum og sam- visku og það sem meira er, drullutapað í þokkabót. Sannarlega f'réttnæmt efni og að sjálfsögðu vafasamt þeg- ar hugsjónamenn snúa svona alfarið baki við trú sinni og hugsjónum, eins og téður Jóhann hefur gert. En Víkur-fréttir, bjargvætt- ur siðferðis á Suðurnesjum, eru sem betur fer þekktar fyrir annað en að láta þegna þjóðfé- lagsins komast upp með aðra eins ósvífni og téður Jóhann hefur haft í frammi, þ.e.a.s. að leyfa sér að segja eitt í gær og annað í dag. Það þarf því ekki að undra þó svo alþjóð hafi fengið að fylgjast með þessu hneykslis- máli sem hulunni var svipt af í Víkur-fréttum fyrst þann 25. feb. sl., þar sem öll vitleysan var ekki talin eins og undrast var og hneykslast á því að margumræddur Jóhann ætti sæti í kappræðuliði FS, sem í þetta sinn varð að mæla fyrir aðild íslands að NATO og veru bandaríska hersins hér á landi. Þann 3. mars þótti það svo fréttnæmt og sniðugt sem her- stöðvaandstæðingurinn Jó- hann sagði í keppninni á móti FG, að það varð að birta þó nokkuð stóran kafla orðrétt úr ræðu Jóhanns, þar sem téður og margumræddur Jóhann Björnsson lofaði NATO og herinn í hástert. En til allrar hamingju, ,,FG hreinlega burstaði FS í keppn- inni á föstudagskvöldið í Stapa“. Eins og Víkur-fréttir orðuðu það þann 3. mars og þar mátti lesa á milli lína að fé- lagarnir sem starfa við Víkur- fréttir og standa ,,alltaf“ með Suðurnesjamönnum, voru yfir sig hrifnir með úrslitin og segja svo í hræsni sinni: ,,Þá er bara að vona að okkur gangi betur á næstu önn“. Vikur-fréttir vona að ræðuliðinu gangi bet- ur á næstu önn og það vonum við að sjálfsögðu öll og höfum reyndar gert okkur vonir um betri árangur en 3.-4. sætið af 16 síðastliðin þrjú ár. Víkur-fréttir eru ekki þekkt- ar fyrir það að hafa mikinn áhuga á því sem nemendur Fjölbrautaskóla Suðurnesja hafa tekið sér fyrir hendur, og mega þær jafnvel hundurheita í samanburði við keppinautinn Reykjanes, hve varðar um- fjöllun um Fjölbrautaskóla Suðurnesja og nemendur hans. En sá skyndilegi áhugi sem Víkur-fréttir fóru að sýna mælsku- og rökræðukeppni framhaldsskóla á Islandi (Morfís), rétt fyrir keppnina á móti Garðbæingum jrann 26. feb. sl., er ekki vegna þess að Víkur-fréttir hafi svo brenn- andi áhuga á menningarlífi FS. Nei, því miður er hér aðeins um að ræða skamm- tímaáhuga, þar s.em lið FS þurfti að verja aðild Islands að NATO og veru bandaríska hersins eins og fyrr segir. Félagi Emil Páll, ritstjóri Stóra sannleikans, hefur gaman af að velta sér upp úr þessu, þar sem hann veit jú hvar ég er staddur í þessu máli. Eg hef grun um að hann hafi séð til mín á vappi í kringum Keflavíkurgönguna alræmdu síðastliðið sumar, þar sem hann lá á gægjum og tók myndir. Eg skrifa þessa grein ekki tii þess að réttlæta tap okkar gegn FG, því það var að mörgu leyti sanngjarnt af ýmsum ástæð- um. Hins vegar skrifa ég til þess að fara fram á örlítið heil- brigðari umíjöllun um menn- ingar- og félagslíf Fjölbrauta- skóla Suðurnesja, þegar hæst- virtir ritstjórar sjá ástæðu til þess að stinga niður penna. Eins og kunnigt erstundaég ekki lengur nám við FS (en Itafði þó fullan rétt til þess að keppa fyrir hönd FS). Ég hef því að undanförnu velt því fyrir mér hvað siðferðispostul- inn Emil Páll myndi segja og hneykslast og gera mig tor- tryggilegan meðal skoðana- systkina minna, ef hann kæm- ist að því að um þessar mundir vinn ég við hernaðarfram- kvæmdir á vegum Islenskra Aðalverktaka á Keflavíkur- llugvelli? Er sál minni kannski ekki viðbjargandi eftir allt sem á undan er gengið? Keflavík, 6. mars 1988. Jóhann Björnsson Nauðungaruppboð á eftirtöldum eignum fer fram í skrifstofu embættisins, Vatnsnesvegi 33 í Keflavík, fimmtudaginn 17. mars 1988 kl. 10.00: Brekkugata 14, Vogum, þingl. eigandi Guðlaugur Rúnar Guðmundsson. - Uppboðsbeiðendureru: Innheimtumaður ríkissjóðs og Veðdeild Landsbanka (slands. Efstahraun 10, Grindavík, þingl. eigandi Erling Kristinsson. - Uppboðsbeiöendur eru: Veðdeild Landsbanka (slands og Bæjarsjóöur Grindavíkur. Grundarvegur 17, norðurendi, Njarðvík, þingl. eigandi Ólafur Þ. Pálsson. - Uppboösbeiðandi er: Veödeild Lands- banka (slands. Holtsgata 11, Sandgerði, þingl. eigandi Gunnar Guðbjörns- son. - Uppboðsbeiðandi er: Vilhjálmur H. Vilhjálmss. hrl. Hólagata 35, e.h., Njarðvík, þingl. eigandi Örn Agnarsson o.fl. - Uppboðsbeiðandi er: Ólafur Gústafsson hrl. Norðurvellir 40, Keflavík, þingl. eigandi Kristinn Þormar. - Uppboðsbeiöendur eru: Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hrl. og Veðdeild Landsbanka (slands. Suðurgata 31, miðhæð, Keflavík, talinneigandi Birgir Árna- son. - Uppboðsbeiðandi er: Veðdeild Landsbanka (slands. Sunnubraut 6, efri hæð, Keflavik, þingl. eigandi Gunnlaug- ur Hilmarsson. - Uppboðsbeiðendur eru: Veðdeild Lands- banka (slands og Bæjarsjóður Keflavíkur. Túngata 6, Grindavík, þingl. eigandi Sigurður Óskarsson. - Uppboðsbeiðandi er: Veödeild Landsbanka (slands. Nauðungaruppboð annað og síðara á eftirtöldum fasteignum fer fram í skrifstofu embættisins, Vatnsnesvegi 33 í Kefiavík, fimmtudaginn 17. mars 1988 kl. 10.00: Austurvegur 52, Grindavik, þingl. eigandi Indriði Sigurðs- son o.fl. - Uppboðsbeiðandi er: Bæjarsjóður Grindavíkur. Bjarnarvellir 16, Keflavik, þingl. eigandi Magnús B. Matthí- asson. - Uppboðsbeiðendur eru: Veðdeild Landsbanka (s- lands og Bæjarsjóður Keflavíkur. Faxabraut 27F, Keflavik, þingl. eigandi Heiðar Guðjóns- son. - Uppboösbeiðendur eru: Veðdeild Landsbanka (slands, Bæjarsjóður Keflavikur, Vilhjálmur H. Vilhjálms- son hrl. og Brunabótafélag íslands. Garðavegur 2, e.h., Keflavik, þingl. eigandi Ólöf Björnsdótt- ir. - Uppboðsbeiðandi er: Veðdeild Landsbanka (slands, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hrl. og Jón Hjaltason hrl. Hafnargata 3, Vogum, þingl. eigandi Eiríkur Skúlason. - Uppboðsbeiðandi er: Reynir Karlsson hdl. Heiðarból 4, Keflavík, þingl. eigandi Baldvin Nielsen. - Upp- boðsbeiðendur eru: Veðdeild Landsbanka íslands, Ásgeir Thoroddsen hdl. Hólagata 39, e.h., Njarðvik, þingl. eigandi Jónatan J. Stefánsson. - Uppboðsbeiöendur eru: Vilhjálmur Þórhalls- son.hrl., Tryggingastofnun ríkisins, Veðdeild Landsbanka (slands, Búnaðarbanki íslands, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hrl., Brunabótafélag (slands og Njarðvikurbær. Hrannargata 4, Keflavik, þingl. eigandi Stokkavör hf. - Upp- boösbeiöendur eru: Fiskveiðasjóður (slands, Bæjarsjóður Keflavíkur, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hrl., Árni Grétar Finnsson hrl. og Byggðastofnun. Melbraut 17, Garði, þingl. eigandi Lúðvik Björnsson. - Upp- boðsbeiðandi er: Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hrl. Njarðvíkurbraut 23, m.h., Njarðvík, þingl. eigandi Valur Þor- geirsson. - Uppboðsbeiðandi er: Jón G. Briem hdl. Norðurgata 26, Sandgerði, þingl. eigandi Útgeröarfélagið Njörður hf. - Uppboösbeiðandi er: Vilhjálmur H. Vilhjálms- son hrl. Skagabraut 23, Garði, þingl. eigandi Örn Kristinsson. - Uppboðsbeiðandi er: Tryggingastofnun ríkisins. Tjarnargata 10, Sandgerði, þingl. eigandi Guðbjörg S. Guðnadóttir. - Uppboðsbeiðendur eru: Jón G. Briem hdl. og Veðdeild Landsbanka (slands. Víkurbraut 6, Keflavík, þingl. eigandi Jóhannes Jóhannes- son. - Uppboðsbeiðendur eru: Bæjarsjóöur Keflavíkur og Byggðastofnun. Þorbjörn II. GK-141, þingl. eigandi Hraðfrystihús Þórkötlu- staða hf. - Uppboðsbeiðendur eru: Jón Magnússon hdl. og Gunnar I. Hafsteinsson hdl. Þórustígur 3, e.h., Njarðvík, þingl. eigandi Ingólfur Vil- hjálmsson og Ásta Jónsdóttir. - Uppboðsbeiðendur eru: Ingi H. Sigurðsson hdl., Landsbanki (slands og Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hrl. Nauðungaruppboð þriðja og siðasta á fasteigninni Básvegur 1, vesturhl. 101, Kéflavík, þingl. eigandi Kristján Sverrisson.ferfram áeign- inni sjálfri miðvikud. 16. mars '88 kl. 10.30. - Uppboðsbeið- endur eru: Bæjarsjóður Keflavíkur, Siguröur G. Guðjónss- son hdl. og Jón G. Briem hdl. þriðja og siöasta á fasteigninni Hafnargata 53, n.h., Kefla- vík, þingl. eigandi Einar Rúnarsson, fer fram á eigninni sjálfri miðvikud. 16. mars ’88 kl. 10.00. - Uppboðsbeiðendur eru: Bæjarsjóður Keflavikur, Iðnaðarbanki (slands hf., Vil- hjálmur H. Vilhjálmsson hrl. og Bæjarsjóður Keflavíkur. þriðja og siðasta á fasteigninni Suðurgarður 4, Keflavík, þingl. eigandi Ragnar Örn Pétursson, fer fram á eigninni sjálfri miðvikud. 16. mars ’88 kl. 11.00. - Uppboösbeiðendur eru: Viihjálmur H. Vilhjálmsson hrl. og Veðdeild Lands- banka (slands. þriðja og síðasta á fasteigninni Suðurgata 5, Sandgerði, þingl. eigandi Ólafur I. Ögmundsson, fer fram á eigninni sjálfri miðvikud. 16. mars '88 kl. 15.00. - Uppboðsbeiðendur eru: Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hrl., Veðdeild Landsbanka (slands, Guðríður Guðmundsdóttir hdl., Landsbanki (slands, Ólafur Ragnarsson hrl., Innheimtumaður ríkis- sjóðs og Jón Ingólfsson hdl. þriðja og síðasta á fasteigninni Teigur, Grindavik, þingl. eigandi Ingi Á. Árnason, ferfram áeigninni sjálfri miðvikud. 16. mars '88 kl. 16.30. - Uppboðsbeiðendur eru: Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hrl., Landsbanki íslands, Útvegsbanki (s- lands, Bæjarsjóður Grindavíkur og Jón G. Briem hdl. þriðja og síðasta á fasteigninni Túngata 23B, Sandgerði, þingl. eigandi Jakob Sigurðsson, fer fram á eigninni sjálfri miðvikud. 16. mars '88 kl. 15.30. - Uppboðsbeiðendur eru: Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hrl., Ingi H. Sigurðsson hdl., Tryggingastofnun rikisins, Jón G. Briem hdl., Brynjólfur Kjartansson hrl., Guðjón Steingrímsson hrl. og Landsbanki (slands. þriðja og síðasta á fasteigninni Vesturgata 21, n.h., Kefla- vík, þingl. eigandi Ævar Þór Sigurvinsson, fer fram á eign- inni sjálfri miðvikud. 16. mars '88 kl. 11.30. - Uppboðsbeið- endur eru: Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hrl., Bæjarsjóður Keflavíkur og Veðdeild Landsbanka íslands. Bæjarfógetinn í Keflavík, Grindavík og Njarðvík Sýslumaðurinn í Gullbringusýslu

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.